Main | júlí 2002 »

júní 30, 2002

Sniglaveislan

Gærkvöldið var mjög skrautlegt til að byrja með. Góðvinir mínir í eightiesbandinu Moonboots áttu að spila á Vídalín en eitthvað hafði gleymst að segja þeim að Bifhjólasamtök Lýðveldisins voru þar með teiti ásamt sænskum bræðrasamtökum sínum. Moonbootsliðar mættu því í sínu fínasta eighties-skarti (ómálaðir þó) á Vídalín og blasti þá við þeim troðfullur staður af Sniglum og vinafólki. Þeir létu sér þó hvergi bregða og hófu spilamennsku á settum tíma en þótti víst að hjólagarparnir mundu ekki alveg fíla léttari lög á prógramminu. Þó var furða hvað Sniglar gátu dansað við Level 42 og Madonnu. Samt var nú hálftómt á dansgólfinu fyrir hlé og máttu strákarnir þola talsvert áreiti frá bifhjólaköppum (aðalega þó konum þeirra...nuff said). Ég verð að viðurkenna að mér leist samt ekkert á blikuna þegar tvær hjóladruslur lögðust í Svavar söngvara og leit á tímabili út eins og þær ætluðu að hafa af honum brækurnar. En eftir hlé rættist þó úr málunum og troðfylltist staðurinn af eighties-dýrkandi djammboltum sem dönsuðu fram á rauða nótt við eðaltóna Moonbootsliða. Eldskírnir gerast vart ekki betri fyrir nýrómantískar poppsveitir en að spila í Sniglapartýi og lifa kvöldið af.

Posted by Stebbi at 01:47 EH | Comments (6)

júní 29, 2002

Moonboots

Allir á Moonboots-tónleika á Vídalín í kvöld!! Eighties stuð og fjör fram á rauða nótt!

Posted by Stebbi at 06:48 EH | Comments (0)

júní 28, 2002

Bíógagnrýni part 1

Fór á forsýningu á Minority Report eftir Steven Spielberg í gær. Aðeins eitt orð um þá reynslu: Vá.

Meira um það í fyrstu kvikmyndagagnrýni minni á þessu bloggi.

Posted by Stebbi at 12:52 EH | Comments (4)

In The Kingdom Of The Blind....

Ég brá mér suður fyrir hraun í gærkvöldi til að sækja mömmu og Auði systur sem voru að koma frá Berlín (ekkert Love Parade lengur, en nóg af Gay Pride hef ég heyrt). Þá blasti við mér skrítin sjón. Í móttökusalnum þar sem fólk stóð áður og veifaði til flugþreyttra ættingja hefur gamla glerinu, sem áður skildi að komendur og sækjendur, verið skipt út og mattar glerplötur verið settar í staðinn þannig að ekkert sést í gegn. Þetta gerir það að verkum að það stendur ekki nokkur kjaftur á gamla móttökusalnum þar sem nú er ekkert að sjá þar lengur. Þess í stað hópast liðið allt fyrir framan dyrnar út úr tollinum og myndast þar hið mesta öngþveiti. Mér leikur forvitni að vita hvað yfirvöldum á Kefló hafi gengið til með þessum breytingum. Er virkilega svo nauðsynlegt að hindra það að húsmæður í Breiðholti gefi eiginmönnum sínum merki um að kaupa 4 kippur af Elephant og eina flösku af Captain Morgan í fríhöfninni? Stóð öryggisgæslunni ógn af ungu pöbbunum sem koma með litlu krílin sín og halda þeim uppi svo að þau geti séð afa og ömmu komandi sólbrún og sæt frá Portúgal? Kannski er verið að stemma stigu við smygli á einhvern undarlegan máta. Maður hefði nú samt haldið að vinir og ættingjar hinum megin við glerið geti lítið hjálpað við smyglið, nema kannski að halda á stóru skilti sem á stendur "MUNDIRÐU EFTIR DÓPINU? PS: EKKI LÁTA ÞAÐ FINNAST. KVEÐJA BÖDDI"

Undarlegt

Posted by Stebbi at 09:04 FH | Comments (3)

Rainy days never say goodbye

Poppviðundrið Gazebo hafði svo sannarlega rétt fyrir sér fyrir öllum þessum árum. Gat verið að dagurinn sem ég mæti snemma í vinnuna til að sleppa fyrr væri einn versti rigningarsuddi í nokkrar vikur. Kannski veðurguðirnir (sem veðurfréttafólk talaði alltaf um hér á árum áður, löngu fyrir kristnitöku ef ég man rétt) hafi heyrt mig úthúða íslenskri sumarblíðu hér á síðunni í gær og ákveðið að væta landann örlítið um helgina. Anyways, það er ekkert sem skellir manni fljótar í miðaldrapakkann en að ræða sífellt um veðrið. Jósi vænir mig um poseraskap vegna þess að ég kenni mig við Logan, þó að ég hafi aldrei klæðst svartgráum náttfötum eins og aðalhetjan í vísindaskáldsögunni Logan's Run en það hefur Jósi einmitt gert (skoðið myndirnar á síðunni hans ef þið trúið mér ekki). Vissulega er það satt að ég hef ekki klætt mig eins og Logan en þó vil ég meina að ég sé töluverður Logan innst inni. Remember kids, it's all in the heart. En kannski ætti ég bara að breyta heimasíðunni minni í Johnny Logan tribute síðu.

PS: Þeir sem hafa ekki enn kynnt sér meistaraverkið Logan's Run geta fræðst um myndina hér.

Posted by Stebbi at 08:40 FH | Comments (1)

júní 27, 2002

Star Trek: Nemesis teaser

Var að skoða teaserinn (stutt bíóauglýsing) fyrir tíundu Star Trek myndina sem ber undirtitilinn Nemesis. Lítur heavy vel út, dökkur og drungalegur. Ég fæ þó ekki betur séð en að Paramount hafi klónað Richard O' Brien úr Rocky Horror og stungið honum í hlutverk aðalskúrksins. Ég er ekki að spauga, gaurinn er svo nauðalíkur O'Brien að maður fer ósjálfrátt að raula "let's do the time warp again!"

Annars má skoða sýnishornið á huga.is

Posted by Stebbi at 12:39 EH | Comments (0)

Í sól og sumaryl......

Hvernig getur maður setið inni í svona indælisveðri, hangið fyrir framan tölvuskjáinn á meðan sólin skín sínu fegursta og íslensk náttúra blómstrar í heiði? Einfalt svar við þeirri spurningu: Internetið. Óravíðáttur Netsins eru margfaldlega skemmtilegri en einhver transient veðurblíða sem endist í mesta lagi í klukkutíma í senn. Big deal, það er 17 stiga hiti! Þegar maður loksins kemur út eru góðar líkur á því að ský hafi dregið fyrir sólu og maður standi eins og geit á stuttermabol, óðum þróandi með sér fyrsta flokks hálsbólgu einfaldlega vegna þess að eitthvað smælandi gimp heimtaði að draga mann út í "góða veðrið". Ekki halda að ég sé að setja út á íslenska veðráttu en við höfum smá tendensa til að hoppa út á stuttbuxunum um leið og hitinn fer yfir 10 stig. Ég ætla að vera aðeins íhaldssamari og bíða eftir deginum þegar ég get steikt egg á húddinu á Audibílnum sem uppanágranni minn á. Þá fer Logan í Nauthólsvík og klárar brúnkuna. Heil og sæl að sinni.

Posted by Stebbi at 09:35 FH | Comments (4)

júní 26, 2002

All Aboard On The Bloggtrain

Ég hef alltaf verið frekar seinn upp á trendvagnana, t.d. er ég nýbyrjaður að lesa Harry Potter og var að uppgvötva skemmtilega hljómsveit frá Oxford að nafni Radiohead. Ég vissi þó strax að ég þyrfti að koma mér strax inn á þennan bloggpakka. Ég hef nú frá svo mörgu að segja....eh....hmmmm......I'll get back to you

Posted by Stebbi at 11:16 EH | Comments (0)

Hvað er með þennan gaur

Eins og ég sagði, hvað er með þennan gaur í útvarpinu? Ég man ekki alveg nafnið á þættinum eða á hvaða rás hann er en gaurinn sem ég man ekki alveg hvað heitir, fer alveg royally í taugarnar á mér. Ég hlusta á þennan gaur þrjá tíma á dag og hann sökkar alveg svakalega, spilar alveg ömurlega tónlist, segir glataða brandara og pirrar mig alveg óstjórnlega. Ég sver það, ef ég hefði eitthvað betra til að hlusta á myndi ég strax skipta um stöð!

Posted by Stebbi at 11:09 EH | Comments (5)

Fyrsta bloggið

Velkomin á bloggsíðu Logans. Logan er ég og ég er Logan.

Posted by Stebbi at 10:57 EH | Comments (0)