júlí 29, 2002

Lost Weekend - Steggjapartý, Moonboots og hjólatúr

Á föstudaginn var Siggi Palli stggjaður og tókst það með afbrigðum vel. Það skal tekið fram að vinahópurinn okkar hefur aldrei aðhyllst helv. steggjaveislurnar þar sem steggurinn er klæddur upp í Súpermann búning og látinn syngja á Ingólfstorgi eða eitthvað jafn frumlegt. Það sem við trúum hins vegar á er góður matur (mikið af honum) gott vín (mikið af því) og góður félagsskapur. Reyndar fórum Ég, Már, Kári, Bragi, Freyr & Bjarni með Sigga Palla upp í Öskjuhlíð þar sem við hlupum um eins og fávitar, skjótandi á hvorn annan með túttubyssum en það var nú mest megnis til að auka matarlystina. By the way, í Öskjuhlíð er allt morandi af kanínum eins og flestir vita. Þetta eru með afbrigðum gæf kvikindi og ef ekki hefði verið fyrir slaka hönnun túttubyssunnar minnar og lélega hittni hefðum við eflaust borðað kanínukássu um kvöldið.

En því var nú ekki að heilsa og urðum við því að láta okkur nægja 5 kíló (!) af nautalundum sem Högni matreiddi af allkunnri kostgæfni á gasgrilli sem var flutt með snarhasti á Norðurstíginn og skellt upp á svalirnar til Jósa. Honum til fulltingis voru Siggi Ingi og Bragi, sem galdraði fram mjög áhugaverðan eftirrétt, súkkulaði-sushi : )
Högni og co. höfðu hafið undirbúning á meðan við fífluðumst í Öskjuhlíðinni og þegar heim var komið höfðu gestir safnast saman í íbúðinni hans Jósa og var setið þar að sumbli. Loks var sest til borðs í stofunni hjá mér og hef ég sjaldan smakkað aðrar eins lystisemdir. Við átum, drukkum og hlustuðum á góða tónlist (sem og slæma) og leið kvöldið jafn ljúflega og rauðvínið sem borið var fram með matnum. Þegar klukkan var að nálgast tvö var haldið í bæinn en sökum þreytu (!) hafði ég lítið úthald til skemmtana og fór því snemma að sofa.

Laugardagurinn fór nú mestmegnis í vitleysu hjá mér, sem náði þó hámarki þegar ég kíkti á sumardelluna Reign Of Fire í bíó. Samt var þetta nú ágætis ræma, meira um það seinna. Um kvöldið kíkti ég svo á þá Moonboots menn á Vídalín, þar var allt troðið út að dyrum, sennilega vegna þess að ekki var opið upp á efri hæð staðarins. Það eru víst komnir nýjir rekstraraðilar á Vídalín og þetta hlýtur að hafa verið ákvörðun hjá þeim.....whatever

Sunnudagurinn kom með sól í heiði og sem að ég var nývaknaður kemur Helgi aðvífandi ásamt Nínu skvísu, bæði á hjólum, sumarleg og brosandi. Ég ákvað að slást í hópinn með þeim og hjóluðum við sem leið lá út að Gróttu og svo þaðan út í Skerjafjörð. Í Skerjafirði skoðuðum við tilvonandi (kannski) bæjarstæði Kára "Decode your ass" Stefánssonar og dáðumst að hreðjastærð mannsins. Grunnurinn sem hefur verið grafinn fyrir tilvonandi slotið er á stærð við meðalstóra verslunarmiðstöð og er það víst fittandi egóinu hans Kára klára. Samt eru nú bæjaryfirvöld eitthvað búin að grípa í taumana og eru byggingarframkvæmdir í hálfgerðu limbói á meðan....Keep fighting The Man, Kári!

Nú er mánudagur og ég er kominn í sumarfrí, part 2. Mér leist svo vel á þennan eina dag sem ég tók um daginn að ég ákvað að biðja yfirmennina um meiri frí. Herre Gud, kemst ég ekki bara að því að ég á tæpar þrjár vikur af fríi! Jænxúg, þetta er sannarlega land tækifæranna. Ég tek mér eina viku til að byrja með og ætla ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Hmmmm...kannski ég æfi upp James Cagney taktana mína, and if you don't like it you can stick it where the sun don't shine dollface!

Posted by Stebbi at 29.07.02 15:38
Comments

Hey

I agree with what you're saying. Thanks for sharing the info with us.

webcam skrifaði 4 mars 2005, kl. 01:04

Good Point. Anyways, this was where i met her. You can join for free as well www.redtricircle.com

click here skrifaði 13 mars 2005, kl. 07:25

Post a comment

Remember personal info?