ágúst 22, 2002

Útilegumenn í Ódáðahraun eru kannski að smala fé á laun

Og enn í dag á þessi lagstúfur við satt að styðjast. Reyndar eru útilegumennirnir orðnir af starfsmönnum Skógræktarfélags Reykjavíkur og ekki er lengur smalað í Ódáðahrauni heldur Esjuhlíðum. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með þessu bráðfyndna máli er sagan sú að fé hefur lengi gengið lausagangi í Esjuhlíðum og eitthvað verið að narta í einhverja plönturæfla sem skógræktarbullurnar hafa verið að dúndra niður. Loks fengu skógræktartapparnir sig fullsadda af þessum yfirgangi í skepnunum þannig að fenginn var sérþjálfaður smali úr Borgarfirði (!) með sérhannaða smalahunda og fénu smalað í Kollafjarðarrétt.

Eitthvað vildi eigandi lambakjötsins þessu mótmæla og mætti hann smalahópnum þegar reksturinn var kominn niður á láglendið. Hófust þá orðaskipti sem leiddu til stimpinga milli forsvarsmanns Skógræktarnasistanna og fulltrúa bændastéttarinnar. Öllum brögðum var beitt í þessum bardaga og féll loks bóndadurgurinn fyrir hælkrók plöntukóngsins! 1-0 fyrir Hrísluhetjunum!

Hey bóndi: Hafðu hemil á lambalundunum, allt þetta hlaup og stress gerir þær taugaveiklaðar og bragðvondar

Hey skógræktarfýr: Hvern ertu að blekkja, eftir 10 verður hvort eð er risin nýjasta úthverfaparadísin, 125 Reykjavík, ofan á veslings hríslunum.

Posted by Stebbi at 22.08.02 10:29
Comments
Post a comment

Remember personal info?