ágúst 28, 2002

"brennivíns-laumuskiparar" - Loksins samband

Var kominn með sveittar lúkur og orðinn ofbeldisfullur (meir en venjulega) af netsambandsleysi. Einhver bilun varð í gamla, góða Cantat-3 sæstrengnum en samkvæmt áreiðanlegum heimildum voru sökudólgarnir færeyskir landasmyglarar. Þeir hafa það fyrir vana að sigla með tunnur af kartöflubrennivíni í togi til að villa um fyrir haukfráum tollyfirvöldum. Þessir eins og skipin nefnast voru víst á ferðalagi nálægt strengnum á leið til Orkneyja með ca. 1000 lítra af landa í djúptogi. Munu landatunnurnar hafa flækst í sæstrengnum og svipt netverja dýrmætum tengslum, orsakandi alls konar neyðarástand í flugumferðarstjórnun, verðbréfaviðskiptum og klámsíðurúnki. En nú er komið aftur samband og ró færist yfir bæinn.

Posted by Stebbi at 28.08.02 15:02
Comments
Post a comment

Remember personal info?