« júlí 2002 | Main | september 2002 »

ágúst 29, 2002

Mér var boðið í eitthvað

Mér var boðið í eitthvað gill í boði Norðurljósa til að kynna vetrardagskrá Stöðvar 2 en ég held að ég rölti bara frekar upp á Esju með Elínu vinkonu. Heilsa og hreysti hafa vinninginn í þetta skiptið.

Posted by Stebbi at 03:21 EH | Comments (0)

ágúst 28, 2002

"brennivíns-laumuskiparar" - Loksins samband

Var kominn með sveittar lúkur og orðinn ofbeldisfullur (meir en venjulega) af netsambandsleysi. Einhver bilun varð í gamla, góða Cantat-3 sæstrengnum en samkvæmt áreiðanlegum heimildum voru sökudólgarnir færeyskir landasmyglarar. Þeir hafa það fyrir vana að sigla með tunnur af kartöflubrennivíni í togi til að villa um fyrir haukfráum tollyfirvöldum. Þessir eins og skipin nefnast voru víst á ferðalagi nálægt strengnum á leið til Orkneyja með ca. 1000 lítra af landa í djúptogi. Munu landatunnurnar hafa flækst í sæstrengnum og svipt netverja dýrmætum tengslum, orsakandi alls konar neyðarástand í flugumferðarstjórnun, verðbréfaviðskiptum og klámsíðurúnki. En nú er komið aftur samband og ró færist yfir bæinn.

Posted by Stebbi at 03:02 EH | Comments (0)

ágúst 26, 2002

Haustið er á næsta

Haustið er á næsta leiti og því sit ég hér og hlusta á tónlistina úr Miller's Crossing eftir Carter Burwell sem kallar strax fram haustlituð tré og gangstera í ullarfrökkum. Brrrr, mér verður bara kalt af tilhugsuninni einni, held ég fái mér barasta kakó.....

Posted by Stebbi at 04:27 EH | Comments (0)

ágúst 23, 2002

Smá fasismi fyrir helgina Oh

Smá fasismi fyrir helgina

Oh Fatherland, Fatherland,
Show us the sign
Your children have waited to see.
The morning will come
When the world is mine.
Tomorrow belongs to me!

(Fred Ebb - 1966)

Posted by Stebbi at 02:26 EH | Comments (1)

Skellti mér í góðan hjólatúr

Skellti mér í góðan hjólatúr í hádeginu eftir að hafa fallið í freistni og snætt grillaða kjúklingabita hjá ofurstanum í Faxafeni. Hjólaði um allan Laugardalinn og síðan upp í Laugarásinn til að virða fyrir mér allar milla-villurnar (skópa eftir stað til að "heimsækja" á aðfaranótt sunnudags, maður er nú svo blankur í enda mánaðarins) Allt var í sómanum fyrsta hálftímann eða svo en síðan fór að rigna eins og hellt væri úr fötu. Þegar ég kom til baka í vinnuna var ég eins og ég hefði stytt mér leið í gegnum djúpu laugina í Laugardalnum, holdvotur eins og reject úr Örkinni hans Nóa. Fuss og svei á íslenskt veðurfar!

PS: Aðeins 86 vinnudagar til jóla : )

Posted by Stebbi at 11:53 FH | Comments (0)

ágúst 22, 2002

Tákn nýrra tíma

Á heimasíðunni The Gaping Maw (www.gapingmaw.com) má finna ágætis grunnkennslu í táknmáli. Þetta er bráðnauðsynlegt kennslutól sem auðveldar fólki til muna samskipti við heyrnarlausa.

Posted by Stebbi at 12:41 EH | Comments (0)

Útilegumenn í Ódáðahraun eru kannski að smala fé á laun

Og enn í dag á þessi lagstúfur við satt að styðjast. Reyndar eru útilegumennirnir orðnir af starfsmönnum Skógræktarfélags Reykjavíkur og ekki er lengur smalað í Ódáðahrauni heldur Esjuhlíðum. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með þessu bráðfyndna máli er sagan sú að fé hefur lengi gengið lausagangi í Esjuhlíðum og eitthvað verið að narta í einhverja plönturæfla sem skógræktarbullurnar hafa verið að dúndra niður. Loks fengu skógræktartapparnir sig fullsadda af þessum yfirgangi í skepnunum þannig að fenginn var sérþjálfaður smali úr Borgarfirði (!) með sérhannaða smalahunda og fénu smalað í Kollafjarðarrétt.

Eitthvað vildi eigandi lambakjötsins þessu mótmæla og mætti hann smalahópnum þegar reksturinn var kominn niður á láglendið. Hófust þá orðaskipti sem leiddu til stimpinga milli forsvarsmanns Skógræktarnasistanna og fulltrúa bændastéttarinnar. Öllum brögðum var beitt í þessum bardaga og féll loks bóndadurgurinn fyrir hælkrók plöntukóngsins! 1-0 fyrir Hrísluhetjunum!

Hey bóndi: Hafðu hemil á lambalundunum, allt þetta hlaup og stress gerir þær taugaveiklaðar og bragðvondar

Hey skógræktarfýr: Hvern ertu að blekkja, eftir 10 verður hvort eð er risin nýjasta úthverfaparadísin, 125 Reykjavík, ofan á veslings hríslunum.

Posted by Stebbi at 10:29 FH | Comments (0)

ágúst 21, 2002

Afmælisbarn dagsins er......

Leikkonan Carrie-Anne Moss (The Matrix, Chocolat & Memento) er 35 ára í dag

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Carrie, hún á afmæli í dag.

Posted by Stebbi at 12:11 EH | Comments (1)

ágúst 20, 2002

Ja, öðruvísi mér áður brá


Which Trainspotting Character Are You?

Samkvæmt hávísindalegu prófi er ég helst líkastur Sick Boy ( Johnny Lee Miller) af aðalpersónunum úr Trainspotting. Ekki slæmt það, Miller var giftur Angelinu Jolie um skeið og lék einnig í hinni frábæru kvikmynd, Hackers

Posted by Stebbi at 02:22 EH | Comments (0)

Menningarnótt í Borg Óttans

Jæja, helgin var öll hin skemmtilegasta og slapp ég heill á húfi frá einni grimmustu Menningarnótt seinni ára. Trúlega á ég slysaleysið að þakka þeirri staðreynd að ég steig ekki út úr húsi alla Menningarnótt, enda var í gangi innflutningspartý hjá nýjustu íbúum "sambýlisins" (eins og sumir hafa kallað það) á Norðurstíg 3a. Helgi og Patricia héldu veglegt partý og buðu upp á tvenns konar bollur, snakk og pinnamat auk þess að hljómsveitin Kaffi, sem samanstendur af Svabba á gítar og raddböndum, Helga á trommum og Snorra Hergli á bassa, spilaði eins og þeir ættu lífið að leysa. Þar sem Helgi og Patricia búa á efstu hæð Norðurstígsins var tilvalið að horfa á flugeldasýninguna úr stofunni þeirra en einnig safnaðist fólk saman á svölunum hans Jósa hæðinni fyrir neðan og var sannkölluð áramótastemmning í gangi. Partýið hélt áfram fram eftir kvöldinu, mikið svall, fyllerí og góð tónlist. Svona eiga partý að vera.

Anyways, talandi um Menningarnótt: Mér sýnist að spá mín sem ég lét í ljós fyrir nokkrum árum sé að rætast á ömurlegasta hátt. Menningarnótt er orðin að sukknótt á sterum. Vissulega eru skemmtilegir menningarviðburðir og uppákomur í borginni, og fjölskyldufólk kíkir en masse í miðbæinn til að sýna sig og sjá aðra. Tónleikar, ljóðalestur, stuttir leikþættir, listasýningar setja svip sinn á Bangkok Norðursins þetta ágústkvöld, kúltur-andi svífur yfir strætum og allir sameinast á hafnarbakkanum þegar 1,5 milljónum króna er skotið á loft í fallegri flugeldasýningu........En

Á bakvið tjöldin brýna gamalreyndir sukkarar djammhnífana vegna þess að það er löngu búið að ákveða að Menningarnótt sé eins og þjóðhátíð djammara. Og þá meina ég ekki þjóðhátíð með helíumblöðrum á 800 kall, pulsum og ís, Ladda að skemmta á sviðinu á Lækjargötu og tignarlegri fjallkonu að berjast við illa tengdan hljóðnema. Nei, þetta fucked-up-festival einkennist af öngþveiti, líkamsárásum og general rugli (svona eins og Þjóðhátíð í Eyjum). Og til að bæta gráu ofan á svart er Menningarnótt orðin að lengstu djammnótt ársins, fólk var að lumbra hvort á öðru langt fram að hádegi sunnudagsins. Rúmlega hundrað mál komu inn á borð lögreglunnar í Reykjavík og 60 manns þurftu að leita sér aðstoðar á slysadeildinni vegna líkamsárása. Og rúsínan í pylsuendanum, blindfullar bullur réðust á sjúkraliða og hindruðu þá í störfum sínum í miðbænum!! Kræst, það ætti að vana svona lið svo að það geti ekki af sér aðra kynslóð (og líklega heimskari) af heilalausum bjórbullum. Hvar er sænska ríkisstjórnin þegar maður þarf á henni að halda?

Ég er hræddur um að Reykjavíkurborg þurfi að hugsa sinn gang fyrir næsta ár, kannski væri bara ráð að flytja inn nokkra hollenska kaffibari í miðborgina og ná upp svona mellow andrúmslofti á Menningarnótt '03?

Sæl að sinni

Posted by Stebbi at 08:54 FH | Comments (0)

ágúst 19, 2002

Jack Ryan (þriðja útgáfa)

Sum Of All Fears kemur skemmtilega á óvart. Meira um myndina hér

Posted by Stebbi at 11:01 FH | Comments (5)

Er blogger á túr eða

Er blogger á túr eða hvað?

Posted by Stebbi at 08:20 FH | Comments (0)

ágúst 16, 2002

THE KING IS DEAD. LONG LIVE THE KING.

Elvis Aron Presley, konungur rokksins, á 25 ára dánarafmæli í dag. Ég vil biðja netverja um að taka sér frí frá því sem þeir eru að gera, láta uppáhalds Elvis-lagið sitt á fóninn/undir geislann/í kasettutækið/á playlistann og rokka fyrir kónginn.

Posted by Stebbi at 04:12 EH | Comments (0)

ágúst 15, 2002

Undur tækninnar

Nýjasta skúbbið!

Fjórir S-Afríkubúar, sem allir stunda nám við Massey-háskóla í Albany í Bandaríkjunum, hafa hannað tölvutengda sláttuvél sem hægt er að stjórna í gegnum internetið!
Kvartettinn snjalli sést hér á góðri stundu, súpandi af svaladrykkjum á meðan þjónninn þarfasti sér um að halda grasbalanum snyrtilegum.

Posted by Stebbi at 10:53 FH | Comments (0)

ágúst 14, 2002

Jænxúg!

Ég veit ekki hvort þetta er alvara eða eitthvað grín (grunar sterklega hið síðarnefnda) en ILL MITCH er flottastur. Skoðið frábæra heimasíðu hans : )

Posted by Stebbi at 12:16 EH | Comments (0)

Litbolti og aulahokkí

Ég var að ræða við góðvin minn, Guðmann Braga Birgisson, sem er formaður Litboltafélags Reykjavíkur en það er félagsskapur einstaklinga sem hafa gaman að svokölluðum "paint-ball". Fyrir óupplýsta gengur paintball út á það að tveir hópar keppast við að salla niður meðlimi hvors annars, og til þess eru notaðar þrýstiloftsbyssur sem skjóta kúlum fylltum málningu. Hér á árum áður voru það helst stjórnarmenn milljónafyrirtækja úti í hinum stóra heimi sem iðkuðu þetta sport en á síðustu árum hefur keppendum fjölgað til muna og nú hefur litbolti náð að hasla sér völl á Íslandi til frambúðar. Þess má geta að samkvæmt nýjum könnunum er litbolti nú í þriðja sæti yfir mest stunduðu jaðaríþróttir í heiminum, er meira segja búinn að skríða fyrir ofan snjóbretti.

Guðmann sýndi mér yfirlit um íþróttatengd meiðsl í Kanada þar sem kemur fram að litbolti er eitt hættulausasta sport sem er iðkað í dag.

Hérna sést svo um munar hvaða íþróttir eru hættulegastar heilsu manns.


YEARLY
INJURIES
PER 1000

SPORT PARTICIPANTS

Posted by Stebbi at 11:32 FH | Comments (0)

ágúst 12, 2002

Monday, Monday

Jæja, ágætis helgi að baki, gerði voða lítið en kíkti þó á Hinsegin Daga, Gay Pride er alltaf að eflast og létu hátíðargestir smá slysagang ekki aftra sér frá því að skemmta sér konunglega. Alls konar skemmtiefni var í boði og þótti mér merkilegast að hlýða á söng Helgu Möller og Páls Óskars, hann smellpassaði inn í Gleðibankann. Einnig voru aðrir skemmtikraftar á svæðinu, hinsegin, hinumegin og öðruvísi, allir með bros á vör og regnboga í hjarta. Áhugasömum er bennt á heimasíðu Finns Þorgeirssonar en þar má finna helling af myndum frá Gay Pride. Á sunnudaginn snæddu Helgi, Bragi Skafta og ég morgunmat í blíðviðrinu á Austurvelli.

Seinna um kvöldið leigðum ég og Helgi Útlagann: Gísla Sögu Súrssonar á vídeó og horfðum á hana með Patriciu, meðleigjanda Helga. Útlaginn er ein af þessum myndum sem var troðið upp á mann í gaggó þegar maður las Gísla fyrst og ég held að ég hafi náð að sjá hana 3-4 sinnum á mínum þremur árum í Hagaskóla. Svo féll þessi ágæta mynd í gleymsku þangað til ég og Helgi ákváðum að fræða hana Patriciu (sem er frá Þýskalandi, þó fædd í Póllandi) um íslenskar kvikmyndir. Útlaginn hefur elst einkar vel, framvinda sögunnar er þétt og góð og leikur Arnars Jónssonar í titilhlutverkinu er magnaður. Það er líka skemmtilegt að sá íslenska kvikmynd, hvað þá mynd sem kom út út hinu svokallaða "íslenska kvikmyndavori", sem er óhrædd við að sýna nóg af blóði og inniflum. Ég mæli með að lesendur bregði sér nú út á leigu í kvöld og reddi sér eintaki af Gísla Sögu Súrssonar.

Posted by Stebbi at 11:44 FH | Comments (1)

ágúst 09, 2002

Sorgarsena

Með fyrirfram afsökunarbeiðni til Jósa sem hefur notað þetta format til að deila áhugaverðum pælingum og sögum úr daglegu lífi með lesendum sínum.

Inni. Ónefnd ríkisstofnun. Dagur.

Tveir menn standa saman við fjöldan allan af kössum sem innihalda rúmlega 50 listaverk, ómetanlegan menningararf allra íslendinga.

MAÐUR 1: Hvurn fjandann eigum við að gera við þetta drasl? Maður er hrasandi um þessa kassa annan hvern dag!

MAÐUR 2: Ég er alveg sammála. Reyndar er ég búinn að finna ágætan geymslustað, vel staðsettan og hræódýran.

MAÐUR 1: Nú, hvar í bænum?

MAÐUR 2: Í Fákafeni 9, í kjallaranum undir Teppalandi.

MAÐUR 1: Hmmmm.....Hvað er meira geymt í þessum kjallara?

MAÐUR 2: Það er einhver reitingur af dóti, parket, teppi, lím, lakk og spónaplötur.

MAÐUR 1: Er ekki þetta ekki frekar eldfimt drasl?

MAÐUR 2: Það þarf nú að kvikna í því fyrst!

Mennirnir tveir skellihlæja sem einn og halda út í góða veðrið.....

Posted by Stebbi at 10:22 FH | Comments (0)

Eight Legged Freaks - Áttfætt frík og drekar í N-Englandi


Logan kíkti á tvær bíómyndir nýlega. Hvort skal velja Reign Of Fire eða ?
Lesið krítíkina til að komast að því ; )

Posted by Stebbi at 10:06 FH | Comments (0)

ágúst 08, 2002

Fyrir þá sem vilja vita

Fyrir þá sem vilja vita hvað er að gerast í heiminum, smellið hér

Posted by Stebbi at 09:43 FH | Comments (1)

ágúst 07, 2002

Jæja, búinn að vera vinna

Jæja, búinn að vera vinna í ömurlegu dagskrárverkefni síðustu tvo tímana. Yuck! Reyndar var ég kominn í frekar undarlegan fíling undir lokin. Ég var nefninlega með tvo playlista í gangi á winampinum, sem blönduðust saman. Annars vegar var ég með Oklahoma á fullu blasti, jollý kúrekastrákar og stelpur að syngja um yndisleika víðáttunnar miklu og hins vegar The Wall eftir Pink Floyd, risavaxinn óður til fasisma og persónlegrar einangrunar í kjölfar heimsfrægðar.

Ég var því stundum að raula gay kúrekalög, næstum því búinn að stökkva upp á borðið og hefja línudans en öðrum stundum var ég kyrjandi fasistaslagara eins og Run Like Hell og veltandi því fyrir mér hvar ég gæti nálgast svartar skyrtur og svört stígvél. Já svona er tónlistin öflug,

Posted by Stebbi at 02:43 EH | Comments (0)

The Final Countdown

Jæja, nú er síðan mín góða komin með teljara. Þetta þyðir náttúrulega ekkert nema kvíðaköst og magasár fyrir mig. Af hverju kemur enginn inn á síðuna mína? Er engum vel við mig? Ó, grátur og gnístran tanna!!

Hehe, nei, ég held nú alveg sönsum. Þetta teljaramál þýðir nú samt að ég þarf að fara auglýsa síðuna á örlítið breyttum forsendum. Til dæmis fór ég inn á Blogger.com, sem hýsir vefdagbókina og í blogglýsinguna mína skrifaði ég eftirfarandi stikkorð: Celebrity nudes - hot young teens - webcam - free porn - X-Files episode guide - Angelina Jolie - porn - Traci Lords - huge breasts - nubile young maidens - Pokemon - Britney Spears - N'Sync - Xena: Warrior Princess - Buffy The Vampire Slayer - Eminem.

Og hananú!

Lifið heil : )

Posted by Stebbi at 01:00 EH | Comments (1)

ágúst 06, 2002

ÓKEYPIS ENSKUNÁMSKEIÐ - Jeff er kominn úr fríi

Jæja, þá er sumarfríi pt. 2 lokið og ég snúinn aftur til vinnu, endurnærður og afslappaður eftir heila viku af iðjuleysi. Kræst, ég kann svo illa við að vera iðjulaus utan vinnunar, kann það varla. Anyways, vikan búin að vera dásamleg og verslunarmannahelgin tíðindalaus. Ákvað að halda til í Reykjavík um helgina og heimsækja Moonboots á Sportkaffi. Þar var mikið fjör laugardag og sunnudag, sunnudagurinn var þó heldur dapur hjá mér sökum þynnku. Samt náði ég nú að drösla mér upp á svið að taka Paradise By The Dashboard Light í fimmta skipti með Moonbootsingum (hver veit, kannski mun ég einhvern tíma læra textann utanað). Næsta stopp fyrir þá stráka er Gaukurinn, 24. ágúst.....Be there or ye be square.

Í morgun fiskaði ég upp úr póstkassanum mínum mjög svo undarlegan miða sem hér birtist endurprentaður í heild sinni:

"Héðan í frá munum við kenna ENSKU, án endurgjalds, þar sem áhersla er
lögð á talað mál, framburð, orðaforða, og amerísk húmor.
Kennararnir eru tveir amerískir trúboðar. Gjörðu svo vel og hafðu
samband við okkur:
Sími 561 6463 Alba og Ricks
(best er að ná sambandi við okkur kl. 7-11, 21-22)
Námskeiðið verður kennt alla miðvikudaga kl. 19:30-20:30
Ásabraut 2-Garðabær VERIÐ VELKOMIN"


Eftir nokkra eftirgrennslan komst ég að því að þetta námskeið er á vegum Kirkju Jesú Krists Hinna Síðari Daga Heilögu, en meðlimir hennar eru oftast kallaðir mormónar. Þessi blessuðu, jakkafataklæddu grey hafa líklega hjólað um allan vesturbæinn til að breiða út þetta fagnaðarerindi, ENSKA án endurgjalds. Ég þakka gott boð öldungur Johnson og öldungur Smith, en enskan mín er í fínu lagi. Þó hefði ég kannski gaman af þessum amerísk húmor sem lofað er á miðanum. Ég er hræddur um að þetta enskunámskeið verði að vera, í orðum Robert Frost, the road less traveled.

Posted by Stebbi at 02:02 EH | Comments (0)