ágúst 07, 2002

Jæja, búinn að vera vinna

Jæja, búinn að vera vinna í ömurlegu dagskrárverkefni síðustu tvo tímana. Yuck! Reyndar var ég kominn í frekar undarlegan fíling undir lokin. Ég var nefninlega með tvo playlista í gangi á winampinum, sem blönduðust saman. Annars vegar var ég með Oklahoma á fullu blasti, jollý kúrekastrákar og stelpur að syngja um yndisleika víðáttunnar miklu og hins vegar The Wall eftir Pink Floyd, risavaxinn óður til fasisma og persónlegrar einangrunar í kjölfar heimsfrægðar.

Ég var því stundum að raula gay kúrekalög, næstum því búinn að stökkva upp á borðið og hefja línudans en öðrum stundum var ég kyrjandi fasistaslagara eins og Run Like Hell og veltandi því fyrir mér hvar ég gæti nálgast svartar skyrtur og svört stígvél. Já svona er tónlistin öflug,

Posted by Stebbi at 07.08.02 14:43
Comments
Post a comment

Remember personal info?