ágúst 14, 2002

Litbolti og aulahokkí

Ég var að ræða við góðvin minn, Guðmann Braga Birgisson, sem er formaður Litboltafélags Reykjavíkur en það er félagsskapur einstaklinga sem hafa gaman að svokölluðum "paint-ball". Fyrir óupplýsta gengur paintball út á það að tveir hópar keppast við að salla niður meðlimi hvors annars, og til þess eru notaðar þrýstiloftsbyssur sem skjóta kúlum fylltum málningu. Hér á árum áður voru það helst stjórnarmenn milljónafyrirtækja úti í hinum stóra heimi sem iðkuðu þetta sport en á síðustu árum hefur keppendum fjölgað til muna og nú hefur litbolti náð að hasla sér völl á Íslandi til frambúðar. Þess má geta að samkvæmt nýjum könnunum er litbolti nú í þriðja sæti yfir mest stunduðu jaðaríþróttir í heiminum, er meira segja búinn að skríða fyrir ofan snjóbretti.

Guðmann sýndi mér yfirlit um íþróttatengd meiðsl í Kanada þar sem kemur fram að litbolti er eitt hættulausasta sport sem er iðkað í dag.

Hérna sést svo um munar hvaða íþróttir eru hættulegastar heilsu manns.


YEARLY
INJURIES
PER 1000

SPORT PARTICIPANTS

Posted by Stebbi at 14.08.02 11:32
Comments
Post a comment

Remember personal info?