ágúst 12, 2002

Monday, Monday

Jæja, ágætis helgi að baki, gerði voða lítið en kíkti þó á Hinsegin Daga, Gay Pride er alltaf að eflast og létu hátíðargestir smá slysagang ekki aftra sér frá því að skemmta sér konunglega. Alls konar skemmtiefni var í boði og þótti mér merkilegast að hlýða á söng Helgu Möller og Páls Óskars, hann smellpassaði inn í Gleðibankann. Einnig voru aðrir skemmtikraftar á svæðinu, hinsegin, hinumegin og öðruvísi, allir með bros á vör og regnboga í hjarta. Áhugasömum er bennt á heimasíðu Finns Þorgeirssonar en þar má finna helling af myndum frá Gay Pride. Á sunnudaginn snæddu Helgi, Bragi Skafta og ég morgunmat í blíðviðrinu á Austurvelli.

Seinna um kvöldið leigðum ég og Helgi Útlagann: Gísla Sögu Súrssonar á vídeó og horfðum á hana með Patriciu, meðleigjanda Helga. Útlaginn er ein af þessum myndum sem var troðið upp á mann í gaggó þegar maður las Gísla fyrst og ég held að ég hafi náð að sjá hana 3-4 sinnum á mínum þremur árum í Hagaskóla. Svo féll þessi ágæta mynd í gleymsku þangað til ég og Helgi ákváðum að fræða hana Patriciu (sem er frá Þýskalandi, þó fædd í Póllandi) um íslenskar kvikmyndir. Útlaginn hefur elst einkar vel, framvinda sögunnar er þétt og góð og leikur Arnars Jónssonar í titilhlutverkinu er magnaður. Það er líka skemmtilegt að sá íslenska kvikmynd, hvað þá mynd sem kom út út hinu svokallaða "íslenska kvikmyndavori", sem er óhrædd við að sýna nóg af blóði og inniflum. Ég mæli með að lesendur bregði sér nú út á leigu í kvöld og reddi sér eintaki af Gísla Sögu Súrssonar.

Posted by Stebbi at 12.08.02 11:44
Comments

You may find it interesting to check out the pages dedicated to internet casino internet casino http://www.scottishtutors.com/internet-casino.html .

internet casino skrifaði 22 júní 2005, kl. 05:43

Post a comment

Remember personal info?