ágúst 23, 2002

Skellti mér í góðan hjólatúr

Skellti mér í góðan hjólatúr í hádeginu eftir að hafa fallið í freistni og snætt grillaða kjúklingabita hjá ofurstanum í Faxafeni. Hjólaði um allan Laugardalinn og síðan upp í Laugarásinn til að virða fyrir mér allar milla-villurnar (skópa eftir stað til að "heimsækja" á aðfaranótt sunnudags, maður er nú svo blankur í enda mánaðarins) Allt var í sómanum fyrsta hálftímann eða svo en síðan fór að rigna eins og hellt væri úr fötu. Þegar ég kom til baka í vinnuna var ég eins og ég hefði stytt mér leið í gegnum djúpu laugina í Laugardalnum, holdvotur eins og reject úr Örkinni hans Nóa. Fuss og svei á íslenskt veðurfar!

PS: Aðeins 86 vinnudagar til jóla : )

Posted by Stebbi at 23.08.02 11:53
Comments
Post a comment

Remember personal info?