ágúst 09, 2002

Sorgarsena

Með fyrirfram afsökunarbeiðni til Jósa sem hefur notað þetta format til að deila áhugaverðum pælingum og sögum úr daglegu lífi með lesendum sínum.

Inni. Ónefnd ríkisstofnun. Dagur.

Tveir menn standa saman við fjöldan allan af kössum sem innihalda rúmlega 50 listaverk, ómetanlegan menningararf allra íslendinga.

MAÐUR 1: Hvurn fjandann eigum við að gera við þetta drasl? Maður er hrasandi um þessa kassa annan hvern dag!

MAÐUR 2: Ég er alveg sammála. Reyndar er ég búinn að finna ágætan geymslustað, vel staðsettan og hræódýran.

MAÐUR 1: Nú, hvar í bænum?

MAÐUR 2: Í Fákafeni 9, í kjallaranum undir Teppalandi.

MAÐUR 1: Hmmmm.....Hvað er meira geymt í þessum kjallara?

MAÐUR 2: Það er einhver reitingur af dóti, parket, teppi, lím, lakk og spónaplötur.

MAÐUR 1: Er ekki þetta ekki frekar eldfimt drasl?

MAÐUR 2: Það þarf nú að kvikna í því fyrst!

Mennirnir tveir skellihlæja sem einn og halda út í góða veðrið.....

Posted by Stebbi at 09.08.02 10:22
Comments
Post a comment

Remember personal info?