« ágúst 2002 | Main | október 2002 »

september 27, 2002

Jænxúg! Helgin að koma og

Jænxúg! Helgin að koma og íbúðin í rúst. Ég kvíði því að fara heim því þegar ég fór að heiman í morgun var myglan úr ísskápnum búin að sameinast matarleifunum úr vasknum og þær farnar að plotta feitt. Þegar ég kem heim verður skíturinn í íbúðinni örugglega búinn að þróa með sér greind og mun berjast til hinstu örðu til að hindra hreingerninguna. Held ég gisti bara á hóteli yfir helgina.....

Posted by Stebbi at 02:07 EH | Comments (2)

september 24, 2002

Til hamingju Gerhard Schröder.....

Með einn naumasta kosningasigur í sögu Þýskalands. Ég vildi bara senda þér hamingjuóskir þar sem núverandi leigjandi í Hvíta Húsinu virðist ekki meika það. En veslings Dubaya er svosem vorkun, þegar pabbi hans var forseti var Helmut Kohl kanslari og hefur örugglega verið auðveldara að muna eftir gamla góða Helmut, sem var á stærð við björn og alltaf jafn kátur (nema þegar farið var að hnýsast í fjármál hans). Hver er þessi Schröder svo sem? Hvað hefur hann nokkurn tíma gert fyrir Texasfylki...eh....ég meina Bandaríkin.

Það er samt notanleg tilhugsun að á meðan það ríkir svona skemmtileg sundrung í þýskum stjórnmálum munu þeir alla vega ekki ráðast inn í Frakkland í þriðja skiptið, mon dieu!

Posted by Stebbi at 01:26 EH | Comments (3)

september 19, 2002

Sagan af smámæltu beljunni.....

Már hinn klári, góðvinur allra, sendi mér ásamt öðrum, tölvupóst þar sem við erum beðnir að kryfja orðið "smu" en það ku vera orðið viðtekið smáorð í tölvuheiminum. Ég heyrði þetta orð fyrst í brandara sem Már sagði mér ca. 1995 sem hljóðaði svona: "Hvað segir smámælt belja? Smu!"

Þetta þótti okkur vinunum ofsalega fyndið og máttum við varla líta á hvorn annan næstu vikur án þess að mæla, Smu!! Einhvern veginn, með tíð og tíma, náði orðið þó að öðlast merkingu og er hún væntanlega mjög persónubundin en fyrir mér hefur smu lengi vel táknað eitthvað lítilvægt, eitthvað sem skiptir engu máli, og oft má tjá fálæti eða skeytingarleysi með því að yppa öxlum og segja "smu". Til dæmis, yfirmaðurinn kemur stormandi út úr skrifstofunni og lemur í borðið hjá Jóa kerfisstjóra, "Af hverju er netið svona hægt í dag Jói?!" Jói yppir öxlum og segir: Smu.

Smu hefur þróast í gegnum árin frá því að vera pönslína í frekar lame Radíusbrandara yfir í níhilíska yfirlýsingu um getuleysi hinna gleymdu barna nýja árþúsundsins. Smu er líka enn góð og gild upprhópun, rétt eins og jedúddamía, hallelújah, hósanna eða jænxúg!

Posted by Stebbi at 03:07 EH | Comments (0)

september 16, 2002

And now, the end is near....

Jaeja, komin heimferdartimi strax og eg rett buinn ad klora i yfirbordid, turistalega sed herna i New York. I morgun vaknadi eg allt of seint og drattadist nidur i lobby um kl. 10. Thar tekkadi eg mig ut, setti farangurinn i geymslu og helt sem leid la nidur i Battery Park, sem er stadsettur nedst a Manhattan. Thar tok eg ferju ut a Liberty Island en thar er Frelsisstyttan stadsett og nu bardi eg loksins thessa fraegu domu augum i navigi. Thad er skemmst fra thvi ad segja ad fruin er toluvert laegri en mig grunadi, rett um fimmtiu metrar ad haed. Thegar grunnurinn sem hun stendur a er tekinn med i reikninginn er hun ca. 96 metrar a haed. Eg turistadist adeins hja styttunni og naut sjavarandrumsloftsins og hoppadi svo aftur upp i ferju sem sigldi sem leid la yfir a Elliseyju. A Elliseyju var midstod fyrir innflytjendur sem komu siglandi til Bandarikjanna a arunum 1892 til 1954. Rumlega 12 milljonir innflytjenda foru i gegnum eftirlitid a Elliseyju a thessum 62 arum og allir vildu their sina sneid af bandariska draumnum. Eg runtadi um ganga Elliseyjarsafnsins og leitadi ad visbendingum um islenska innflytjendur en sa faar. Their hafa orugglega allir sniglast inn um mexikonsku landamaerin. Eftir Elliseyju rolti eg upp a fimmtu breidgotu og gerdi lokatilraun til ad finna Svarthofdabuning fyrir Helga en keypti loksins stuttermabol med skemmtilegri aritun. Nu er samt komid ad heimfor og thess vegna held eg ut i rigninguna og held leidar minnar ut a flugvoll. Sjaumst oll heima a Froni, vaya con dios : )

Posted by Stebbi at 08:04 EH | Comments (4)

september 15, 2002

Thad rignir i Manhattan

Sonn ord thad, vid Islendingar hofum thad bara frekar gott med okkar sibreytilega vedur og rigningu sem varir i mesta lagi i tiu minutur. Eg var nybyrjadur a gongutur upp Broadway, leitandi af kurekahatti fyrir Svabba thegar that gerdi thessa lika urhellisdembu. Eg fordadi mer inn i bokabud og byrjadi ad fletta i timaritum, drepandi timann thar til ad rigningunni slotadi. !5 minutum seinna keypti eg mer regnhlif og helt ut it thessa fokkin sturtu. Eg er nu a rolti i gegnum SoHo hverfid, holdvotur og grumpy. Anyways, eftir sidasta post helt eg sem leid la nidur ad hofn og skodadi flumodurskipid USS Intrepid sem buid er ad breyta i safn um sogu sjohernadar og geimkonnunar m.a. Thetta flykki er um thad bil 300 metrar a lengd og gaeti rumad allan Selfoss (handy tip thegar vid gefumst upp a Selfyssingum og thurfum ad flytja tha ur landi, alla med tolu). Vid hlid Intrepid liggur lika kafbaturinn SS Growler, sem var fyrsti kafbaturinn til ad bera kjarnorkuskeyti. That var mjog undarlegt ad skrida i gegnum throngar vistarverur thessa kafbats, allt ilmandi enn ad kaldastridsofsoknarbrjaladi. Eftir ad hafa hrist af mer hernadarvibrana fekk eg mer gongutur og endadi a Fifth Avenue og thadan a Times Square. Thad er synd og skomm ad thad eru engar klambullur eftir a Times Square, ekkert thar nema Disneybudir og Virgin Megastore. Eg gerdi thau mistok ad kikja inn i Virgin og kom thadan ut med 6 DVD diska. Visakortid mitt er um thad bil ad brenna gat i vasann minn.

Thegar naer dro kvoldi drattadi eg mer aftur nidur ad bryggju og fekk mer ferd med Circle Line, sem eru ferjur runta med turista i kringum Manhattan. That var vaegast sagt groovy upplifun ad sja eyjuna uppljomada i rokkrinu og ekki spillti fyrir ad thad var farid rolega i allt, ferdin tok taepa 2 klukkutima. Eini svarti punkturinn a ferdinni var sa ad um thad leyti sem ferjan nalgadist Frelsisstyttuna do batteriid i myndavelinni minni svo ad eg nadi engum skotum af domunni. Skitt med thad, eg fer og heilsa upp a hana a morgun. Thegar i land var komid var eg ordinn svo svangur ad eg gekk inn a naesta veitingastad sem eg sa, sem reyndist vera TGI Friday's, sja vidkomandi grein a theonion.com sem ma nalgast her. Eg verd nu samt ad segja ad Friday's i Bandarikjunum er tho nokkud tholanlegra en i Smaralindinni. Thad er kannski bara meira normal ad kanar seu svona asskoti hyper-happy og gladlegir. Einnig hefur verdlagid nokkud ad segja, madur a toluvert erfitt med ad brosa i Friday's i Smaralind thegar madur tharf ad hosta upp 2500 kalli fyrir hamborgara, laukhringi og kok. Thad var lika ekkert ad gera svo ad eg fekk minn eigin thjon, Tony, sem snerist bara um mig og fyllti stanslaust a gosid mitt. Eg launadi Tony lipurdina med alveg asnalega storu tipsi, komandi fra landi sem tipsar ekki finnst mer bara gaman ad vera big shot stundum. Eg akvad ad taka roltid heim og get eg fullyrt ad New York (alla vega Manhattan) er bara nokkud orugg borg, Thad eina sem gerdist merkilegt var ad strakur, ca. 13-14 ara gamall, baud mer kokain en eg afthakkadi pent, kennandi um ofati a Fridays og thad ad eg vaeri med ofnaemi. Eftir laaaaaaanga gongu kom eg svo heim a hotelid mitt og komst ad thvi ad eg hafdi tynt lyklinum minum. Hid agaeta staff a Cosmopolitan Tribeca Hotel helypti mer samt inn og reddadi mer nyjum lykli. Nu sit eg a enn einu netkaffinu, i thetta skiptid i SoHo og er a leid aftur ut i rigninguna. Sjaumst a morgun :)

Posted by Stebbi at 05:16 EH | Comments (1)

september 14, 2002

Big Apple Update

Jaeja gott folk, vonandi fyrirgefid thid mer ad eg nenni ekki ad skella inn islenskum stofum i thetta skiptid. Thad var bara adeins of mikid bogg ad copy/paste alla islensku stafina inn. Eftir sidasta post for eg og fekk mer labbitur i Central Park i gaer og fekk mer lur a einni af grasflotunum thar. Tha kom ikorni upp ad mer, kannski sami ikorni sem Dr. Gunni talar um a heimasidunni sinni, ef svo er er hann (ikorninn) buinn ad fara i medferd vegna thess ad hann kom mjog vel fyrir og var med allt sitt a hreinu. Svo rolti eg um i dagoda stund thangad til ad eg rak augun i Guggenheim safnid, en thar rolti eg inn og skodadi mig um i thessu merka listasafni. Thar var i gangi syning a verkum sumra af fraegustu ljosmyndurum seinni hlut tuttugustu aldarinnar, s.s. Robert Mappplethorpe : ), David Weiss, Peter Fischli, Ann Hamilton etc. Eftir ad hafa innbyrt alla thessa list helt eg ut a vit aevintyranna aftur. Eftir ad hafa snaett kvoldmat kikti eg inn a djassbar i nagrenni Central Park og hlustadi alveg edal spunadjass, spiladan af einu svalasta trioi ever. Eg pilladi mig svo heim a hotel um midnaetti og helt a vit draumalandsins.

I morgun vaknadi eg svo um 8 leytid og fekk mer gongutur nidur ad WTC og skodadi verksumerkin. Thar var reyndar ekki mikid ad sja, bara stort afgirt svaedi, a staerd vid Grindavik. Svo helt eg i att ad Empire State til ad sja thessa merku borg fra odru sjonarhorni. Eg get ekki neitad thvi ad thad er dalitid creepy tilfinning ad standa i lyftunni a leid upp og fylgjast med tolunum thjotandi upp a vid. Eftir fertugustu haed er bara talid i tugum thar til komid er upp a 80. Tha er skipt um lyftu til ad komast alveg upp. A toppnum er svo haegt ad virda fyrir ser Stora Epplid i allar attir og er that mikilfengleg sjon. Utsynispallurinn er vandlega girtur af, enda var Empire State fyrr a arum vinsaell sjalfsmordsstadur og voru gangandi vegfarendur i toluverdri haettu, gangandi nalaegt byggingunni, grandalausir og svo SPLAT!! Eitt stykki thunglyndissjuklingur beint i hausinn. En nu eru adrir timar og eina leidinn til ad komast i gegnum girdingunna er ad vera vaselin-smurdur, kinverskur fimleikadvergur. Eg sa engan svoleidis tharna uppi i dag. Eftir Empire State byrjadi eg ad rolta Fimmtu Breidgotu, kikjandi inn i raftaekjabudir, leitandi ad MP3-spilara og pruttandi vid mjog agressiva Pakistana, Indverja, Tyrkja og einhvern gaur sem eg held ad hafi verid Mari fra Nyja Sjalandi, var alla vega med varatattoo daudans. Thessir agaetu solumenn reyndu allir ad sannfaera mig um agaeti varngings theirra, en eg let ekki bugast. Nu aetla eg ad kikja a flugmodurskipid Intrepid, sem er vist buid ad breyta i safn. Adios ad sinni og munid ad spenna beltin......

Posted by Stebbi at 03:55 EH | Comments (3)

september 13, 2002

Live from NYC......

Sælt veri fólkið : Hérna er ég staddur í nafla alheimsins, Borginni Sem Aldrei Sefur, Stóra Eplinu, New York. Lenti í gærkvoldi um sjöleitið og var kominn á hótelið mitt upp úr 9:30. Þá var ég svo dauðþreyttur að ég steinsofnaði. Vaknaði svo hress og endurnærður í morgun, dröslaði mér út í kringum 7:00 og fékk mér morgunmat á Burger King (foo yuck). Þar komst ég i stöðu svipaðri þeirri sem Michael Douglas lenti í í hinni ágætu kvikmynd Falling Down. Þar hugðist Mikki fá sér morgunmat en mætti fimm mínútum of seint og staðurinn hættur ad servera morgunmat. Ég vildi hins vega fá mér hamborgara en hið ágæta starfsfolk BK vildi ekki afgreiða neitt nema morgunmat og því þurfti ég að gera mér að góðu einhverja ristaða beyglu med sorry-ass kjötplatta a milli og bráðnum osti yfir öllu. Eftir að hafa gert heiðarlega tilraun til að innbyrða þennan viðbjóð beilaði ég út í góða veðrið og þrammaði úr einni raftækjabúðinni í aðra, skoðandi stafrænar myndavélar. Eftir miklar pælingar keypti ég Canon Powershoot 330 sem er núna orðinn besti vinur minn : )

Eftir að hafa keypt myndavélina hélt ég aftur á hotelið, setti vélina í hleðslu og fékk mér smá blund. Um hádegisbilið hélt ég aftur út og hef siðan þá verið að slita skónum, labbandi upp og niður Manhattan. Þessi borg er andskotanum stærri, miklu stærri en Akureyri, svo dæmi sé tekið, og alveg óhugnalega fjölbreytt. Ég hef ekki náð að innbyrða mikið af túristadraslinu, hef mest megnis verið á röltinu og virt fyrir mér mannlifið. Ég tók þá akvorðun að skoða hinn margrómaða Midgarð (Central Park) og hætti mér þess vegna í neðanjarðarlestina. Það heppnaðist þó ekki betur en svo að ég tók vitlausa lest og endaði uppi i Brooklyn, nánar til tekið Flatbush Avenue. Þar stóð ég toluvert í stúf sem eini hvíti maðurinn í fimm kílómetra radíus. Ég rölti aðeins um þennan hluta Brooklyn áður en ég for aftur niður i neðanjarðarlestarstöðina og tok réttann lestargarm. Núna sit ég i ljosritunarbúðinni Kinko's við Columbus Circle, rétt við jaðar Central Park. A morgun mun ég breytast i túrista dauðans og skoða Frelsisstyttuna og Gud veit hvað meira. Jæja, farinn að skoða Central Park. Sæl að sinni.....

Posted by Stebbi at 08:36 EH | Comments (3)

september 11, 2002

Start spreading the news.....

Jæja, hef ekki bloggað í tæplega tvær vikur sökum leti og sumarfrís. Maður verður jú líka að hlaða ritbatteríin stöku sinnum, annars byrjar maður bara að blogga einhverja þvælu en ekki innihaldsríkar og áhugaverðar upplýsingar eins og yours truly. Jósi brá sér á stuttmyndadaga sem stóðu yfir 29. ágúst til 1. september þó að þeir hafi ábyggilega farið fram hjá mörgum vegna slakrar skipulagningar og molbúaháttar. Meira má um það lesa á blogginu hans Jósa.

Um síðustu helgi lögðum við Helgi, Patricia, Snorri Hergill og Steini Rót í langreisu til Keflavíkur, Borgar Óttans. Þar sáum við kanadísku kántrýrokksveitina Painting Daisies spila og er stutt frá því að segja að þessar fjórar kjarnakonur rokkuðu andskotanum harðara og hef ég nú öðlast nýja trú á Kanada, landinu sem hafði áður getið af sér Bryan Adams, William Shatner & Quebec. Painting Daisies eru sem stendur á tónleikaferðalagi um Evrópu í kjölfar útgáfu annarar plötu sinnar, Fortissimo, og munu þær hafa sett stefnuna á Holland næst. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið (og restina líka, internetið er líka fyrir handalausa) að kíkja á heimasíðu stúlknanna.

En það sem er helst í fréttum er það að ég er að fara til New York. Það er rétt, Logan er á leið til borgarinnar sem aldrei sefur, stóra eplisins, hjarta heimsins o.s.fr.v
Þetta verður nú bara lítil helgarreisa, flogið út á fimmtudagseftirmiðdegi og komið heim á þriðjudagsmorgni en samt mun ég reyna að túristast sem mest ég má, Empire State, Frelsisstyttan, Central Park og Elliseyja, að ógleymdri sjálfri Brooklynbrú sem er víst daglega seld einhverjum sveitalubbum. Ég mun að sjálfsögðu reyna að blogga daglega og deila ævintýrinu með dyggum lesendum (both of them). Jæja, gott er það í bili og nú held ég aftur til vinnu.

Sæl að sinni

Posted by Stebbi at 09:48 FH | Comments (1)

september 01, 2002

Sú klára poppsveit, Sálin Hans

Sú klára poppsveit, Sálin Hans Jóns Míns hefur rambað á mjög skemmtilega leið til að auglýsa væntanleg gigg, sem er að hanna plakötin í stíl Séð og Heyrt. Þetta bragð var reyndar svo vel útfært að fyrir rúmum mánuði síðan ég stóð fyrir framan Gaukinn í drykklanga stund og stúderaði nýjasta eintakið af S&H án þess að fatta að ég væri að lesa auglýsingu fyrir tónleika með Sálinni. Það vekur reyndar upp aðra pælingu: Það er jafn fróðlegt ef ekki fróðlegra að lesa um Gumma gítarleikara í grillveislu eða að Stebbi söngvari hafi tekið til í fataskápnum hjá sér heldur en að lesa ósvikið séð og heyrt blað. Guð veit að ég hef ekki tekið upp raunverulegt eintak af S&H í háa herrans tíð en bíð spenntur eftir næsta plakati með Sálinni.

Posted by Stebbi at 03:18 EH | Comments (0)