« september 2002 | Main | nóvember 2002 »

október 21, 2002

Reykjavík brennur

Jæja, enn ein helgin að baki og var þessi köld með afbrigðum. Þó var gerð tilraun til að hita aðeins í kolunum á Laugarveginum þegar kviknaði í húsi nr. 40. Við Jósi, Tóti, Helgi & co tókum röltið upp Laugarveginn á aðfaranótt sunnudagsins en það var búið að rammgirða brunasvæðið af. Sem betur fer sluppu allir íbúar lifandi og ómeiddir. Það er annars að frétta að ég er orðinn obboslega duglegur að hjóla aftur, kannski vegna kólnandi veðurs (ég get verið smá masókisti stundum). Á laugardagseftirmiðdeginum fékk ég mér hjólatúr í Grafarholtið. Já, þið heyrðuð rétt, Grafarholtið. Fyrir þær 101 rottur sem ekki vita hvar Grafarholtið liggur þá er þetta nafnið á nýja hverfinu í kringum hitaveitutankana í Grafarholti. Nafnið gæti hringt einhverjum bjöllum hjá samöldrum mínum því líkt og margir krakkar var ég eitthvað að bauka þarna í unglingavinnunni fyrir 10 árum eða svo, plantandi einhverjum dauðvona hrislum. Ég get með stolti sagt að Prestastígur 8 er byggður ofan á því svæði sem ég var mest að vinna á í denn. Ætli þeir hafi gert ráð fyrir uppvexti trjánna í byggingu hússins, kannski hannað lítinn gróðurblett í miðjunni til að leyfa veslings vaxtarsprotunum mínum að lifa löngu og frjósömu lífi?

Held einhvern veginn ekki.....

Það er líka áhugavert með Grafarholtið að það er farið að teygja sig langleiðina til Hveragerðis og liggur við að það sé styttra til Selfoss en aftur heim í Vesturbæ þegar maður er kominn innst inn í þetta skuggasvæði. Annað mál eru götunöfnin.......Jænxúg! Guðríðarstígur....allt í lagi svo sem, Ólafsgeisli?? Maríubaugur?? Vínlandsleið?? Grænlandsleið?? og the piece off least resistance......Þúsöld?????
Ég veit að þetta hljómar allt eins og einhver tveggja ára gömul standup rútína en kommon, hvað varð um götunöfn sem enda á gata, hlíð og stræti? Jóagata er td. ekki til og ekki heldur Gummahlíð. Siggastræti og Stebbastígur hafa ekki enn litið dagsins ljós. En Mururimi telst gott og gilt ára götuheit? Það mun ekki ríkja réttlæti í götunafnageiranum fyrr en Jói, Gummi, Siggi og Stebbi hafa fengið sínar götur!

En að öðrum sálmum, til hamingju Snorri Hergill og Bjössi Hjalta. Þeir eru báðir komnir í úrslit í hinni virtu keppni, Fyndnasti Maður Ísland eða FMÍ. Fyrrum sigurvegarar í FMÍ hafa gefið rausnarlega af sér, ferðast um heiminn og glatt fátæka með kímni sinni og uppistandi. Undanúrslitakvöldið hið þriðja sem Hergill vann var haldið á Sportkaffi á fimmtudaginn síðasta og var staðurinn troðfullur og hin fínasta stemmning. Áhorfendur voru stuðningsríkir og greinilegt að fólk var komið til að skemmta sér. Keppendur voru þrír: Sá fyrsti átti nokkra smellna punkta um hjónaband og kosti og galla þess. Hann komst bara vel frá sínu og var vel klappað fyrir kappanum. Keppandi nr. 2 var......En Snorri Hergill kom og kláraði pakkann eftirminnilega. Jafnvel elstu vinir hans veltust um af hlátri þegar hann þaut í gegnum hvert viðfangsefnið að fætur öðru og var augljóst, bæði að hálfu dómnefndar og áhorfenda (sem kusu með SMS-kosningu*) hver átti kvöldið. Snorri fékk nýjan GSM-síma í verðlaun og stefnir hann nú hraðbyri á úrslitakvöldið ég óska honum og Birni velgengni í úrslitakeppninni.

*Það er vert að geta þess að aðeins þeir sem voru með farsíma frá Tal gátu kosið í keppninni og stór hluti vinahóps Snorra er með farsíma frá Símanum og gat þar af leiðandi ekki kosið. Það er því augljóst að fyndni kappans skilaði sér svo um munaði yfir allann salinn. Jibbí Kóla!!!

Posted by Stebbi at 10:40 FH | Comments (0)

október 17, 2002

Jæja góðir lesendur, búinn að

Jæja góðir lesendur, búinn að vera á kafi í stafænum sjónvarpspælingum í vinnunni og íbúðarpælingum utan vinnutíma og þess vegna ekki verið til bloggunar. Ég skal þó reyna að gera bót í máli.

Mig dreymdi undarlegan draum í nótt. Ég heimsótti fornbókabúðina á Vesturgötu en sú eðla búð er steinsnar frá íbúðinni minni en þó ég hafi búið á Norðurstígnum í tæplega eitt og hálft ár hef ég aldrei kíkt inn. Í draumnum var ég að leita að Frank og Jóa bókum (god knows why) en fann engar. Ekkert gerðist fleira markvert í draumnum en í dag lét ég svo slag standa og kíkti inn í búðina fyrir alvöru. Þetta er yndisleg búð, töluvert stærri að innan en utan og stútfull af alls konar bókum, nýjum og gömlum. Engar fann ég Frank og Jóa bækurnar (líkt og í draumnum) en þess í stað fann ég fullt af gömlum teiknimyndasögum frá 8. áratugnum. Það voru blöð með hetjuhópunum Avengers og The Fantastic Four og einnig sólógaurum eins og hinum blinda Daredevil. Það sem kom þó skemmtilegast á óvart voru blöð með hasarhetjunni Black Goliath. Black Goliath hét réttu nafni Bill Foster og var blökkumaður sem náði að rífa sig upp úr gettóinu og verða frægur vísindamaður. Hann öðlaðist ofurkrafta á einhvern óskilgreindan hátt og varð.....BLACK GOLIATH!!! Fimmtán feta hár bróðir sem að tekur glæpamenn í nös. Þessi blöð verða örugglega hin ágætasta skemmtun... : )

Jæja, ég er horfinn út í dagsbirtuna

Posted by Stebbi at 03:26 EH | Comments (0)

október 11, 2002

Ég bið lesendur að afsaka

Ég bið lesendur að afsaka síðasta póst, var að pakka í umslög í vinnunni og sleikti þar af leiðandi ca. fjörutíu umslög....held að það hafi verið eitthvað meskalín í líminu.

Posted by Stebbi at 04:20 EH | Comments (0)

Hmmm, annað hvort er mjög

Hmmm, annað hvort er mjög hógvær dragráðstefna í bænum eða þessir pilsaklæddu menn sem ég sé á sveimi í miðbænum eru skotar. Það skyldi þó ekki vera í uppsiglingu einhver kappleikur í einhverri bölvaðri boltaíþróttinni. Það ætti að banna allar svona boltaíþróttir, allt frá golfi upp í sundblak. Senda þetta lið svo allt saman til Kólombíu og láta það vinna fyrir sér á kaffiökrunum eins og tíðkaðist þegar ég var krakki. Þá vaknaði maður fyrir allar aldir og dreif sig niður í dal áður en helvítis verkstjórinn, hann Juan Eduardo Villa De Lobos De Jesus Fernandez, kom og skammaði mann fyrir leti. Einstaka sinnum fékk maður þó frí þegar skæruliðar gerðu usla og svo þegar stjórnarherinn átti leið fram hjá til að elta skæruliðana aftur upp í fjöll. Þetta voru góðir tímar, ég vann eins og hestur sumarið '84 og fékk útborgað í ekta kólumbísku kaffi sem ég svo seldi í grammavís í Hollywood, þ.e.a.s. Hollywood í Álfheimum. Þetta var fyrir tíma bjórsins og fólki leiddist ekkert smá mikið. Ekkert sjónvarp á fimmtudögum, enginn Skjár Einn eða Stöð 2, ekkert internet eða farsímar. Svona var nú í denn, en reynið að segja ungviðinu í dag hvað það hefur gott, þetta hnussar bara og segir manni að fara til fjandans......

Posted by Stebbi at 04:17 EH | Comments (0)

Jæja, íbúðin góða á Klapparstígnum

Jæja, íbúðin góða á Klapparstígnum er gengin mér úr höndum : (

WHY GOD??

WHYYYYYYYYYYYYYY?!?!?!?!?!?!?!?!?!?!?!?!?!?!

Ehem....Ekkert að gera í stöðunni nema fara aftur að leita : )

Posted by Stebbi at 01:36 EH | Comments (0)

október 10, 2002

Hef ekki enn fengið fréttir

Hef ekki enn fengið fréttir af íbúðartilboðinu.....arrrgghh...kreegah!! Bundolo!!

Posted by Stebbi at 09:59 FH | Comments (14)

What Alien Are You? Á

What Alien Are You?

Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu.....samkvæmt áreiðanlegu prófi er ég Mr. Hand úr Dark City
What alien are you? test by
koolerthanjesus

Posted by Stebbi at 09:52 FH | Comments (0)

október 09, 2002

Jæja góðir hálsar, yours truly

Jæja góðir hálsar, yours truly var að gera sitt fyrsta kauptilboð í íbúð.Hún er á Klapparstíg 18 og nú sit ég hérna með hnút í maganum, bíðandi þess að klukkan verði 16:00 en þá rennur fresturinn út. Hvað get ég gert til þess drepa tímann?......hmmmm....kannski vinna smá : )

Posted by Stebbi at 02:28 EH | Comments (0)

október 03, 2002

Fór á fyrstu sýningu hjá

Fór á fyrstu sýningu hjá kvikmyndaklúbbnum 101 í gær og var tekin fyrir hinn ágæta One Hour Photo með Robin Williams. Fyrir þá sem hafa fylgst með ferli kappans á hraðri leið í klósettið er þessi mynd kærkomin breyting, Williams er óhugnarlega sannfærandi sem framköllunarblók sem tekur ástfóstri við úthverfafjölskyldu með hræðilegum afleiðingum. Mér varð líka ljóst að ég hef slegið frekar slöku við í kvikmyndagagnrýni síðustu tvo mánuðina. Þar skal verða gerð bót í máli, more to come soon :)

Posted by Stebbi at 03:24 EH | Comments (3)

október 02, 2002

SLÖKKT - Telephone Line, Give Me Some Time, I'm Living In Twilght

Ég var að velta fyrir mér farsímunum góðu. Ástæða þess er sú að Jósi var símasambandslaus í rétt rúman sólarhring og á þessum stutta tíma var fólk farið að óttast um afdrif hans. Orsökin reyndist vera bilað hleðslutæki og nú er Jósi kominn aftur í samband og skelfingin liði hjá. Hér á árum áður þótti nú ekki tiltökumál þótt fólk léti ekki í sér heyra í nokkra daga en nú hafa farsímarnir komið sér svo þéttingsfast fyrir í samfélagsmeðvitundinni að það þykir með afbrigðum skrítið ef einhver er actually með á símanum sínum. Heilu samböndin hefjast og enda í SMS-skeytum, vinabönd slitna vegna ósvaraðra hringinga og símalaus maður er allslaus maður. Hvað kom fyrir??

Það eru liðin rétt rúmlega 8 ár frá því að GSM-kerfið hóf störf á Íslandi og á þessum tíma hafa flestir þættir okkar daglega lífs tekið miklum breytingum. Í fyrsta lagi eru allir með síma. Alls staðar. Allir í sambandi. Alltaf. Þegar haldið er út á djamm, á kaffihús eða jafnvel í bíó má sjá fólk með nefið í símunum, annað hvort að senda/svara SMS-skilaboðum eða starandi vongóð á skjáinn, vonandi að einhver hringi nú. Það er orðið algengt í partýium að fólk sitji bara með símana og hamri SMS á ljóshraða. Það er alltaf einhver skemmtilegri að tala við í órafjarska en beint fyrir framan mann. Mér er spurn, hvað gerði fólk áður en að farsímarnir komu til sögunnar. Þegar góðir vinir hittust á góðri stund, var þá bara spjallað um daginn og veginn og ekki hamrað í Snake 2 á nýjasta Nokia viðundrinu? Hvernig reyndu strákar við stelpur og öfugt ef ekki var hægt að senda SMSið, "koddu ad rida eg er so gardur" eða eitthvað enn fegurra? Hvernig fór fólk að því að hafa upp á vinum sínum á djamminu? Ég held að fólk hafi bara ekkert farið niðrí bæ fyrir '98-'99.

Ég viðurkenni fúslega að ég er þræll símans míns, ég er svo gott sem alltaf með hann, ég er tómur án hans og hann uppfyllir mikilvæga þörf. Sem samfélagsvera er ég metinn af símanum mínum frekar en eigin verðleikum og því er mikilvægt að hann sé ætíð til staðar, nýhlaðinn og flottur. Samt leynist í mér smá rebel sem vill einstaka sinnum slökkva á helvítinu, skella honum ofan í skúffu og anda rólega í smá tíma....

Jæja, þá er ég búinn að slökkva á garminum og læsa hann í kommóðuskúffu....

dadada, lalala....hmmmm...

ætli ég hafi fengið eitthvað SMS síðustu þrjár mínúturnar...hmmmm...

nei, ég ætla ekki að tékka..ég á mig sjálfur, ekki síminn!!.......hmmmm....

bara aðeins að tékka...
,

Posted by Stebbi at 12:11 EH | Comments (0)

Hmmmm, eitthvað var nú myndasafnspælingin

Hmmmm, eitthvað var nú myndasafnspælingin mín ekki að virka. Reyni aftur síðar.

,

Posted by Stebbi at 12:09 EH | Comments (0)