« október 2002 | Main | desember 2002 »

nóvember 15, 2002

"Brevity is the witdth of

"Brevity is the witdth of a sole"

Anonymous

Posted by Stebbi at 02:38 EH | Comments (0)

nóvember 14, 2002

Helvítis Berkoff

Já, ég bölva Steven Berkoff, því undarlega breska skáldi með leikritið sitt, Kvetch. Nú standa yfir sýningar á verkinu í Vesturporti og slík er aðsóknin að Norðurstígurinn er alltaf tepptur út í annað af bíldruslum og óhljóðin sem berast innan úr Vesturporti eru skrítin. En ég vill nú samt ekki grumbla allt of mikið, Vesturportið er frábært framtak í leikhúsaládeiðu höfuðborgarsvæðisins og á hrós skilið fyrir gott framtak. En akkuru gátu Vesturportingar ekki sett upp eitthvað annað verk eftir Berkoff, nú eða jafnvel skella einhverri af kvikmyndum hans í leikritabúning. Ég væri alveg til í að sjá Beverly Hills Cop, Octopussy eða jafnvel Fair Game á sviði.

Posted by Stebbi at 12:39 EH | Comments (0)

nóvember 13, 2002

Jæja gott fólk: Kári Klári

Jæja gott fólk: Kári Klári Ragnarsson skrifar mér frá Bandaríkjunum og ámælir mér fyrir leti við skriftir og viðhald heimasíðunnar. Vissulega tæki ég þessar íhnyttingar alvarlega, kæmu þær frá einhverjum siðmenntuðum einstaklingi en sannleikurinn er sá að áðurnefndur Kári leggur stundir á fræði hins svarta, stærðfræði. Ekki nóg með það heldur nemur hann þessi fræði í Massachusets í BNA en þar hefur kölski löngum átt góðu gengi að fagna. Auk þess að fylla hug sinn af jöfnum og stærðum Lúsífers leggur Kári daglega lið sitt við aðra stærðfræðinga, bæði innlenda svo og allra annara þjóða kvikindi sem hýrast þarna í Massachusets. Fuss og svei á öll fræði sem eru ekki Drottni þóknanleg, þið munið öll finna fyrir reiði Jave á hinsta degi og þá munu allar ykkar formúlur, jöfnur og sannanir duga skammt........

En, svo við tökum nú upp aðeins léttara hjal, myndirnar frá Halloween teitinu 01. nóvember eru loksins komnar upp. Njótið vel : )

Halloween djamm

Posted by Stebbi at 03:13 EH | Comments (0)

nóvember 08, 2002

Jæja, ég hef ekki bloggað

Jæja, ég hef ekki bloggað í tvær vikur rúmar og skal ég glaðlega taka við ávítum vegna þess. Það eina sem ég get borið fyrir mig er að allt í einu er hin venjulega rólega vinna mín komin á fullt og nú þarf ég actually að vinna fyrir laununum mínum :) En upptekni síðustu tveggja vikna má útskýra með tveimur orðum: Stafrænt Sjónvarp. Meira fá forvitnir að vita 14 nóvember. Anyways, vinnan hefur ekki átt hug minn allan þessar síðustu vikur en ég hef einnig haldið íbúðaleitinni áfram. Þetta er furðulega brútal markaður og smáseyði eins og ég á varla séns á að krækja sér í draumaíbúðina (ég tala nú ekki um ef að draumaíbúðin er í 101, annari hæð, stór og ódýr í nýlegu húsi) Well, leitin heldur áfram.... Á föstudagskvöldið síðasta var haldið hið árlega Halloweenpartý heima hjá Bjarna og Unni. Ég mætti í gerfi líks (þ.e.a.s. með skotgat á hausnum) og var mál manna að ég hafi aldrei verið líflegri en einmitt í þessu gervi. Annars var krökkt af fólki í þessu partýi og blandaðist meira að segja annað Halloween teiti frá hæðinni fyrir neðan við og úr varð ein alls herjar Halloween súpa. Laugardagskveldið var svo bara rólegt, var boðið í alveg eðal kvöldmat hjá Braga Skafta og kíkti svo á hina undarlegu mynd Sweet Home Alabama. Meira um það síðar.....

Posted by Stebbi at 02:03 FH | Comments (0)