« nóvember 2002 | Main | janúar 2003 »

desember 24, 2002

Jólin að koma.....

Vantar bara einn og hálfan tíma í að klukkan verði sex. Íbúðin loksins orðin sómasamleg, á eftir að pakka gjöfunum og svo held ég út í Skerjafjörð til foreldranna þar sem við snæðum jólakalkúninn.....Ég vona að þið hafið það öll sömul sem best yfir hátíðirnar og vonandi sé ég flest ykkar í áramótapartý aldarinnar hér á Norðurstígnum : )

Friður

Posted by Stebbi at 03:30 EH | Comments (0)

desember 19, 2002

Den syge Logan :(

Jæja, einhvers staðar hefur mér tekist að ná í flensugarm. Á þriðjudagskveld var ég farinn að skjálfa eins og gamalmenni, brennheitur í framan og sveittur. Ég lagðist undir feld og lá þar mestallann miðvikudaginn en drattaðist þó úr fleti til að sjá annan hluta Hringadróttinssögu, Tveggja Turna Tal (The Two Towers fyrir ykkur sem eruð ekki að púkka upp á þýðingu Herra Thorarensen). Note to self: Reyna að finna sæti aftar í bíóinu næsta skipti. Að sitja í þriðju röð var ekki gott fyrir hálsinn. Annars ætla ég að sjá hana aftur um leið og tækifæri gefst því líkt og með fyrstu myndina þá get ég ekki gert upp hug minn eftir að hafa bara séð hana einu sinni. En í augnablikinu er ég ekki til stórræðana, slappur og vitlaus......Held ég komi mér bara upp í sófa og horfi á eitthvað úr DVD-safninu.

Posted by Stebbi at 09:03 EH | Comments (0)

desember 15, 2002

Waterworld 2: Norðurstígur 3a

Jæja, föstudagurinn þrettándi kom og fór stórslysalaust en svo dundi ógæfan yfir í gær. Ég var einu sinni sem áður í vinnunni, að vísu frekar seint á laugardagskvöldi þegar Elín góðvinkona og nágranni hringdi í mig og tilkynnti mér að það væri farið að flæða inn í anddyrið á Norðurstígnum. Ég skaust sem leið lá heim og þegar ég kom á staðinn voru þau Elín, Karen (sem er nýflutt inn á aðra hæð í gömlu íbúðina hans Jósa), Helgi trommari og danahözzler, Magnús leigusali og Silla vinkona Elínar í óðaönn að ausa vatni úr ganginum. Niðurfallið í portinu hafði greinilega stíflast í rigningunni og þegar mig bar að var farið að flæða inn um dyrnar að íbúðinni minni. Ég opnaði hurðina en sem betur fer var vatnið ekki komið að parketinu, var aðeins rétt komið inn á flísarnar í forstofunni. Ég tók öll handklæði og allar tuskur sem ég gat fundið og hófst handa við að moppa upp vatnselginn. Eftir ca klukkutíma var allt þurrt og má segja að ég hafi sloppið með skrekkinn. Kannski var þetta merki um að ég ætti að flytja út.....

Posted by Stebbi at 04:09 EH | Comments (3)

Waterworld 2: Norðurstígur 3a

Jæja, föstudagurinn þrettándi kom og fór stórslysalaust en svo dundi ógæfan yfir í gær. Ég var einu sinni sem áður í vinnunni, að vísu frekar seint á laugardagskvöldi þegar Elín góðvinkona og nágranni hringdi í mig og tilkynnti mér að það væri farið að flæða inn í anddyrið á Norðurstígnum. Ég skaust sem leið lá heim og þegar ég kom á staðinn voru þau Elín, Karen (sem er nýflutt inn á aðra hæð í gömlu íbúðina hans Jósa), Helgi trommari og danahözzler, Magnús leigusali og Silla vinkona Elínar í óðaönn að ausa vatni úr ganginum. Niðurfallið í portinu hafði greinilega stíflast í rigningunni og þegar mig bar að var farið að flæða inn um dyrnar að íbúðinni minni. Ég opnaði hurðina en sem betur fer var vatnið ekki komið að parketinu, var aðeins rétt komið inn á flísarnar í forstofunni. Ég tók öll handklæði og allar tuskur sem ég gat fundið og hófst handa við að moppa upp vatnselginn. Eftir ca klukkutíma var allt þurrt og má segja að ég hafi sloppið með skrekkinn. Kannski var þetta merki um að ég ætti að flytja út.....

Posted by Stebbi at 04:09 EH | Comments (0)

desember 12, 2002

Heill sé þér, himnafaðir allelúja og jibbíkóla!!

Jæja, loksins er pápi (verandi ég) orðinn íbúðareigandi. Kauptilboð mitt í íbúð á Tryggvagötu 4 var staðfest rétt fyrir hádegi í dag við mikinn fögnuð og gleði. Ég fer í dag og undirrita kaupsamning og fæ síðan íbúðina afhenta fyrsta febrúar. Forvitnum er bent á að skoða myndir af framtíðar Casa de Stebbi hérna.

Posted by Stebbi at 12:21 EH | Comments (0)

desember 10, 2002

"Einn stærsti og yngsti rithöfundur

"Einn stærsti og yngsti rithöfundur Íslands!!"


Svona hljómar danskur ritdómur um nýjustu bók Mikaels Torfasonar, Samúel. Faint praise indeed.

Posted by Stebbi at 05:17 EH | Comments (0)

desember 09, 2002

Go Emma!

Eftir þó nokkuð langa pásu er Emiliana Torrini komin aftur undir geislann, þökk sé frábæru framlagi hennar til Lord Of The Rings: The Two Towers. Gollum's Song hefur verið í stanslausri spilun hjá mér í rúma viku og ég er ekki enn orðinn þreyttur. Howard Shore, sem samdi lagið, á skilin önnur óskarsverðlaun fyrir þetta líka snilldar tónverk. Hérna má nálgast lagið góða

Posted by Stebbi at 09:48 FH | Comments (0)

Ef George Carlin væri heldur

Ef George Carlin væri heldur verr máli farinn en raun ber vitni og íslensk kona í þokkabót þá gætu skrif hans orðið eitthvað í þessa áttina.

Hún Svanborg, sem skrifar þessa grein á kreml.is, er aldeilis að sparka í ferskasta hvolpinn eða hitt þó heldur. Að dissa bloggara, fyrir utan að vera jafn pointless og að bóna farþegaþilfarið á Titanic, er jafn frumlegt og að tala um flugvélamat í uppistandsrútínu (þið uppistandarar sem ég þekki, wink, wink ;)
Ef veslings manneskjan er í svona miklu deadline-panikki þá get ég bent henni á ansi margar grúví síður með legóklámi, kettlingum í flöskum og jafnvel einni sem telur niður til dómsdags.

Í tilefni komandi hátíðar ákvað ég að snúa fyrsta erindinu í hinu sígilda jólalagi "God Rest Ye Merry Gentlemen" yfir á hið ástkæra, ylhýra með vísun í grein Svanborgar (hérna má svo nálgast lagið í kristaltærri MIDI-útgáfu fyrir þá sem vilja syngja með)

Guð geymi þessa beyglu
Þó að blogg hún fíli ei
Hún veit ei hvað hún skrifar
Þessi veslings Kremlarmey
Þó bloggin séu misjöfn öll
Og mörg hver hræðileg
er það fjölbreytnin sem að styrkir oss
(insert HTML tag)
er það fjölbreytnin sem að styrkir oss

Posted by Stebbi at 07:50 FH | Comments (2)

desember 05, 2002

Hér er meistari Jack í

Hér er meistari Jack í hlutverki sínu í nýju Adam Sandler myndinni "Anger Management"
Gat ekki annað en sett þessa mynd upp : )

Posted by Stebbi at 01:10 EH | Comments (0)

Ég kemst í hátíðarskap (þegar

Ég kemst í hátíðarskap (þegar rigningin þrumar á glugganum og hávaðarokið yfirgnæfir hverja einustu hugsun)

Jæja, desember er kominn með sinn hefðbundna jólasnjó. Mjöllin þekur hóla og hæðir og allt er kyrrt....nei bíddu nú við, það er úrhellisrigning og ofsarok!
Þar sem að þetta er að verða normið í jólamánuðinum fannst mér tilvalið að smella saman smá sönglagi til að halda upp á vot jól.

Jólaskítaveður enn á ný

Jólaregn, á mig fellur
rokið blæs, vindur skellur
tjörnin hún frýs
og vindhraðinn rís
Jólaskítaveður enn á ný

Pollar út um allt og ekkert skyggni
regnið fyllir ræsi, hól og ból
en sama er mér þó að áfram rigni
án skítaveðurs væru engin jól

Þegar blæs, norðanáttin
skríð ég þreyttur í háttinn
ég veit það svo vel
að nú kemur él
Jólaskítaveður enn á ný

Gleðileg jól öll saman : )

Posted by Stebbi at 12:42 EH | Comments (0)

Íslenskar dívur?

Nú veit ég alla vega hvað ég á að biðja um í jólagjöf. Nýja diskinn með íslensku dívunum. Kannski fæ ég líka diskinn með 3 íslensku tenórunum : )

Posted by Stebbi at 11:29 FH | Comments (1)

desember 02, 2002

Mr. Bond, you're going to Iceland!

Fyrsta bloggfærsla mín í rúmlega tvær vikur verður tileinkuð búrhvalnum Die Another Day (eða DAD, eins og kvikmyndin er kölluð meðal minnissljórra). Það má vægast sagt segja að Bond nr. 20 sé ein slakasta Bondmyndin hingað til, ef frá er talin A View To A Kill. Þessi útfríkaða ládeyða hefur galvaníserað mig og hvatt mig til að endurvekja kvikmyndahornið. Aðeins þar get ég sagt þessum jólakalkúni almennilega til syndanna. Sjá gagnrýni hér
(Varúð: gagnrýni inniheldur hugsanlega spoilers)

Pierce Brosnan í sumarsmellinum Cast Away 2: Cast Away Again

Posted by Stebbi at 12:11 EH | Comments (3)