« desember 2002 | Main | febrúar 2003 »

janúar 28, 2003

Afmælisbarn dagsins

Hinn geðþekki leikari Elijah Wood er 22 ára í dag og óskum við honum öll til hamingju með daginn. Herra Wood þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Back To The Future 2 og vakti athygli bíógesta 4 árum seinna þegar hann stal hverju atriðinu á fætur öðru af Macaulay Culkin í myndinni The Good Son. Síðan þá hefur hann birst í jafn fínum ræmum og The Ice Storm, Deep Impact og The Faculty. Nýlega fór kappinn með burðarhlutverk í endurgerð á japönsku hryllingsmyndinni The Ring, en hún bar nafnið The Fellows Of The Ring. Hver veit, kannski má maður eiga von á framhaldi. Anyways, til hamingju Elijah og gakktu hægt um gleðinnar dyr.

Posted by Stebbi at 12:17 EH | Comments (0)

janúar 27, 2003

Better late than never

Dyggir lesendur síðunnar (þessir þrír blindu munkar í Andesfjöllum sem nota sérstakar blindraleturstölvur til að fylgjast með ævintýrum mínum) hafa eflaust tekið eftir því hversu ljósmyndaglaður ég hef verið upp á síðkastið. Bæði má um kenna því að ég lét stækka heimasvæðið mitt og einnig því að nú er ég loksins búinn að læra á myndvinnsluforritið góða XnView og mun því bauna á lesendur misáhugaverðum ljósmyndum þangað til ég fæ leið á því. Ég var að grafa í gömlum skrám og fann þar allar myndirnar frá New York sem ég kom aldrei í verk að setja inn. So, without further ado, klikkið á kellinguna til að sjá ævintýri Stebba í Nýju Jórvík 12-16 september, 2002

Posted by Stebbi at 03:33 EH | Comments (0)

janúar 26, 2003

List á sunnudegi

Jæja, eftir velheppnaða afmælistónleika Svavars í gær hefur dagurinn í dag farið í pökkun og grisjun á rusli. Ég tók mig til og kom öllum bókunum ofan í kassa enda eru bara 6 dagar í afhendingu :)

Ég tók mér þó hlé á pökkuninni og skaust í labbitúr, greip með mér myndavélina og tók nokkrar artý ljósmyndir af bakhlið 101 hverfisins. Smellið á Andrés til að sjá afraksturinn.

Posted by Stebbi at 04:42 EH | Comments (0)

janúar 24, 2003

Kaffikvöld á Sport-Kaffi

Hljómsveitin Kaffi, sem samanstendur af Svabba á gítar og röddum, Snorra á bassa og Helga á trommum, hélt tónleika á Sport-Kaffi í gær við góðar undirtektir viðstaddra. Strákarnir spiluðu allt milli himins og jarðar, þar á meðal alveg brjálaða 15 mínútna syrpu sem innihélt m.a. Pipeline, Apache, stefið úr Thundercats og Surfing USA. Smellið á konung bassaleikaranna til að sjá myndirnar.

Posted by Stebbi at 12:49 EH | Comments (1)

janúar 23, 2003

All those moments will be lost in time, like tears in rain.

Afmælisbarn dagsins er hollenski leikarinn Rutger Hauer. Þessi hollenski töffari vakti fyrst athygli á sér í hollensku kvikmyndunum Keetje Tippel og Soldier of Orange en sló rækilega í gegn í hinni umdeildu rigningarmynd Blade Runner. Síðan þá hefur kallinn átt heldur köflóttann feril, hápunktur síðustu ára var aðalhlutverkið í sjónvarpskvikmyndinni Fatherland en lægst flaug kappinn er hann birtist í myndbandi Kylie Minogue, On A Night Like This. Herra Hauer er 59 ára gamall í dag og tekur á móti gestum í Súlnasal milli kl. 17:00 og 20:00.

Posted by Stebbi at 10:33 FH | Comments (1)

Raunir kvikmyndaáhugamanns :(

Þarna sat ég í gær og las um Sundance kvikmyndahátíðina á netinu og bölvaði íslenskri bíómenningu. Því er nefninlega svo farið að ég er bíófíkill og finnst fátt skemmtilegra en að sitja í dimmum sal, maulandi poppkorn og horfa á einhverja bölvaða þvælu. En þó að þvælan þjóni vissulega sínu hlutverki þá langar mann af og til að kanna öðruvísi myndir, myndir sem eru kannski ekki frumsýndar í 2500 sölum vestra, litlar ræmur sem gerðar eru af innblæstri og þrá til að skapa eitthvað einstakt.

Já, hér sit ég og les um The Station Agent, mynd um dverg sem býr í yfirgefinni lestarstöð í New Jersey, The Cooler, sem skartar William H. Macy í hlutverki manns sem er svo óheppinn að forstjóri spilavítis ræður hann til að standa nálægt heppnum fjárhættuspilurum, í von um að óheppnin smitist. Hvað með Pieces Of April, með einum af uppáhaldsleikurunum mínum, Oliver Platt, í aðalhlutverki? Eða The Shape of Things eftir krúttlega kvikindið Neil LaBute? Song for a Raggy Boy með Aidan Quinn? It's All About Love eftir dogmafírinn Thomas Winterberg? Confidence með Edward Burns og Rachel Weisz? Að ógleymdum þeim myndum sem hafa fyllt kvikmyndahús vestur um haf í desember, óskarsrjóminn með myndir eins og Adaptation með Nicolas Cage (x2), About Schmidt með Jack Nicholsonog Antwone Fisher, leikstjórnarfrumraun Denzel Washington í fararbroddi......Arrrrghhhharrrghhhhhhhhhhh....mig langar að sjá allar þessar myndir.

Mig langar ekki til að sjá Juwanna Mann.

Posted by Stebbi at 09:10 FH | Comments (0)

janúar 22, 2003

Your mother cooks socks in hell*

Jæja, afmælisbarn dagsins er hin krúttlega Linda Blair sem mun ávallt verða minnst fyrir túlkun sína á Regan MacNeil í kvikmyndinni The Exorcist (og reyndar líka í einu alversta framhaldi kvikmyndasögunnar, The Exorcist 2: The Heretic)

Fröken Blair er 44 ára í dag og verður að heiman á afmælisdaginn

*Einkahúmor, biðst afsökunar

Posted by Stebbi at 09:43 FH | Comments (1)

janúar 21, 2003

Til hamingju með afmælið Svavar : )

Í dag er Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður, heimspekingur og mannavinur 27 ára gamall. Ég óska þér hjartanlega til hamingju með árangurinn kæri vinur og vona að þú eigir góðan afmælisdag í faðmi fjölskyldunnar. Sjáumst svo öll á laugardagskvöldið á Ara Í Ögri þar sem Svalli Túrbó (eins og hann vill núna láta kalla sig) mun halda upp á afmælið með söng og spilerí.

Posted by Stebbi at 01:09 EH | Comments (0)

Helv. &%$"#!! Blogger!!

Helv. &%$"#!! Blogger!!

Posted by Stebbi at 11:40 FH | Comments (0)

Helv. Blogger

Helv. Blogger

Posted by Stebbi at 10:55 FH | Comments (0)

janúar 20, 2003

Risinn úr dvala

Ekkert blogg í tvær vikur? Mikið rétt, mér var rænt af geimverum frá plánetunni Zambor IV sem héldu mér föngum í rúma viku meðan þær neyddu mig til að skoða ljósmyndir úr sumarfríum og snæða gúrkusamlokur. Ég veit að það trúir mér enginn en þetta var hræðileg lífsreynsla sem ég óska ekki nokkrum manni. Ég jafnaði mig þó á þessari raun og slóst glaðbeittur í för með skemmtisveitinni Moonboots til Akureyrar þar sem piltarnir spiluðu í Sjallanum. Við komum til Akureyrar upp úr 18 á laugardeginum og var okkur vel tekið af heimamönnum. Við komum okkur fyrir í lítilli íbúð steinsnar frá Sjallanum og seinna um kvöldið spiluðu piltarnir eins og þeir ættu lífð að leysa. Það er skemmst frá því að segja að Sjallinn rokkaði feitt þetta kvöld. Eftir tónleikanna notaði ég tækifærið og rölti aðeins um æskuslóðirnar en fyrir þá sem ekki vita þá bjó ég á Akureyri frá '81
til '86. Gamli bærinn var sjálfum sér líkur þó allt hafi verið á kafi í einhverju köldu, hvítu efni. Ég forvitnaðist um þetta og heimamenn sögðu mér að þetta fyrirbæri héti snjór og að honum rigndi úr skýjunum. Ég tók þá vart trúanlega en þó hvarflaði að mér að þetta undarlega fyrirbæri var tekið að birtast í Reykjavík áður en ég fór þaðan og þegar ég hugsaði lengra aftur minnti mig að það hafi "snjóað" áður, jafnvel oft á hverju ári, sérstaklega þegar daga tók að stytta og sól var lágt á lofti. Anyways, stoppið á Akureyri var frekar stutt, við héldum heim á leið um hádegisbil daginn eftir og var ferðin heim hinn tíðindalausasta. Forvitnum er bent á myndasafnið hér

Posted by Stebbi at 12:09 EH | Comments (0)

janúar 06, 2003

Aðeins 26 dagar í nýja

Aðeins 26 dagar í nýja íbúð, get varla beðið. Verð samt víst að bíða enn. Þeim sem hafa áhuga á burði þungra kassa og flutningi þungra húsgagna er endilega bent á að kíkja í heimsókn á Norðurstíg 3a, laugardaginn 1. febrúar, það verður nóg að bera handa öllum : ) - Hver veit, ef ég er í góðu skapi gætu gömlu vinirnir, bjór og pizza verið inní myndinni.....

Áramótaheit 1: Hætta að fara inn á opinbera staði sem spila Létt 96.7 í botni. Ég veit ekki hvort ég þoli að heyra Bjarna Ara og eiginkonu kyrja enn einn dúettinn.

Áramótaheit 2: Kaupa nýju plötuna með Bjarna Ara

Posted by Stebbi at 11:41 FH | Comments (1)

janúar 02, 2003

Merry New Year!!

Árið 2003 er strax orðið tveggja daga gamalt, tíminn flýgur aldeilis hratt á gerfihnattaöld eins og skáldið orti. Áramótunum var fagnað hér á Norðurstígnum í alveg svakalegu teiti sem átti rætur að rekja til Helga og Patriciu, penthouse-íbúa Norðurstígs 3a, en seinna um kvöldið dreifðist gleðskapurinn niður á fyrstu hæð. Á efstu hæð var fjölmenni og góð stemmning. Húshljómsveit Norðurstígs 3a spilaði við góðar undirtektir og var hljóðfæraskipun að þessu sinni svona: Helgi trommaði, Snorri Hergill lék á bassa, Gummi strauk gítarinn, Óli lék á hljómborð og Snorri Petersen söng af öllum lífs og sálar kröftum. Seinna um kvöldið spreytti Haukur sig svo á hljóðnemanum við mikinn fögnuð gesta. Upp undir sexleytið var farin að færast ró yfir mannskapinn og var síðustu gestunum skóflað út um morgunmatarleytið. Nýársdagur fór svo mestmegnis í svefn og leti eins og svo oft áður. Til að stytta mér stundir gæti ég hafið niðurtalningu þar til ég fæ íbúðina mína afhenta. Aðeins 30 dagar eftir. Stay tuned.

Posted by Stebbi at 09:59 FH | Comments (0)