« febrúar 2003 | Main | apríl 2003 »

mars 31, 2003

"It's tricky. I have to keep going outside to have a fag and go back in for a drink. You can't do both at the same time. It's a fuckin' nightmare."

Colin Farell í viðtali við Joanne Nathan um reykingar í Kaliforníu

Posted by Stebbi at 02:23 EH | Comments (0)

Djúpa Laugin er ekki svo djúp

Jæja, þetta var helgi blankheitanna og því greip ég til þeirra ráða að skemmta mér með Moonbootsmönnum, en þar fara sko piltar sem kunna að skemmta sér ódýrt og lengi. Ég hjálpaði Helga að róta fyrir spilun þeirra í Djúpu Laginni á föstudagskvöldið og var svo narraður til að taka smellinn Amadeus með þeim í beinni. Ég held að ég hafi komist skammarlaust frá þessu enda sá ég síðar meir að kameran var töluvert meira á Svabba. Asskotans favoritismi hjá Skjá Einum, fuss og svei. Samt sem áður getur heimsfrægð vart verið fjarri.

Laugardagurinn fór að mestu leyti í vitleysu en þó kíkti ég á Gráa Köttinn þar sem Auður systir mín vinnur og skrabblaði við hana og Tinnu, vinkonu hennar. Um kvöldið ákvað ég að slást í för með Helga niður á Vídalín þar sem þeir Moonbyttningar voru búnir að koma upp græjunum fyrir gigg kvöldsins. Þegar á leið, fylltist staðurinn af fólki og bandið svitnaði fyrir laununum. Amadeus var tekinn aftur við mikla hylli en þó var senuþjófur kvöldsins hið frábæra lag Danger! High Voltage! með hljómsveitinni Electric Six. Dúndurflott sækó lag sem hefur strax öðlast sess á playlista Moonboots. Mikið var af góðu fólk á svæðinu, Fangor, Jósi og Skotta að ógleymdri Idu, kærustu Helga, sem dansaði við mig eins og vindurinn.

Það merkilegasta sem ég afrekaði í gær var svo að horfa á Simpsons og Futurama. Sunnudagar voru ekki skapaðir til stórræða, jafnvel Guð hvíldi sig á sunnudeginum.

Posted by Stebbi at 12:55 EH | Comments (0)

mars 28, 2003

In the garden of grass

Fékk mér ágætan hjólatúr í hádeginu og kíkti m.a. í grasagarðinn. Eftirfarandi varð á leið minni:

Tré

Himinn

Erythronium dons-canis

Geimverublóm

Einhent og einfætt stytta

Rhododendron oreodoxa

Rhododendron przewaiskii

Vatn

Grunsamlegar endur

Grunsamleg önd

Sama önd, á flótta

Geispandi Stebbi

"You can lead a horticulture but you can't make her think."
Dorothy Parker

Posted by Stebbi at 03:23 EH | Comments (0)

mars 26, 2003

ÞETTA

Hef ekki tekið useless próf í lengri tíma.....


What Sort of Hat Are You? I am a Fedora.I am a Fedora.


The hat of the adventurous, I am spontaneous and active, perhaps sometimes a little foolishly. Regardless, I always come out alright. What Sort of Hat Are You?

Þetta var ekki alveg tilgangslausasta próf ever........


What Flavour Are You? Tomato is what I taste like.Tomato is what I taste like.


I taste like nothing, except a tomato. I'm sometimes sweet and sometimes tart; sometimes juicy, sometimes crisp. The roles of a tomato are many and varied. I am an exception to all the rules. What Flavour Are You?

var tilgangslausasta próf ever, bar none!

Posted by Stebbi at 01:00 EH | Comments (0)

The first draft?

Mikið er ég glaður að Ísland er eitt 30 landa sem styður (opinberlega, fimmtán aðrar þjóðir eru svona leynigestir, vilja ekki láta nafns síns getið) við bakið á Bandaríkjamönnum í hernaði þeirra í Írak. Demit, þvílíkur félagsskapur. Við höfum gnægtarlönd eins og Erítreu og Eþíópíu, friðsöm chill-lönd eins og Nicaragua, El Salvador og Kólumbíu, gömlu herrana okkar í Danmörku, að ógleymdum Áströlum! Ég get ekki beðið eftir að verða kvaddur í The New Pan-Global Liberty Armed Forces og berjast við hlið sambræðra minna frá S-Kóreu, Úsbekistan, Erítreu, Makedóníu og Hollandi gegn sameiginlegum fjandmönnum okkar....eh.....Írökum. Hvernig ætli einkennisbúningar NPGLAF verði á litinn?

Posted by Stebbi at 11:00 FH | Comments (0)

mars 25, 2003

Óskar 2003 - furðu smekklegur

Óskar 2003 - furðu smekklegur og fyndinn, miðað við aðstæður.

Til hamingju:

Marty Richards, Adrien Brody, Nicole Kidman, Chris Cooper, Catherine Zeta-Jones, Roman Polanski, Ronald Harwood, Pedro Almodovar, Hayao Miyazaki, Caroline Link, Conrad L. Hall, John Myhre, Gordon Sim, Colleen Atwood, Martin Walsh, David Lee, Michael Minkler, Dominic Tavella, Elliot Goldenthal, Eminem, Jeff Bass, Luis Resto, Beatrice De Alba, John E. Jackson, Ethan Van der Ryn, Mike Hopkins, Jim Rygiel, Joe Letteri, Randall William Cook, Alex Funke, Michael Moore, Michael Donovan, Bill Guttentag, Robert David Port, Eric Armstrong, Martin Strange-Hansen & Mie Andreasen.

Óskarsverðlaunin komu aldrei þessu vant mjög á óvart en samt mátti stóla á gömul minni til að tryggja að kvöldið yrði kunnuglegt. Vissulega var gamla góða Miramax-markaðsmaskínan mætt í fullu veldi með Harvey Weinstein sjálfan brosandi eins og smókingklæddur Búdda, veifandi eins og Mussólíni á valíum. Auðvitað sat Jack Nicholson með sitt freðna glott, fljótandi á sínu einkaskýi. Auðvitað var Sean Connery svalasti maðurinn á svæðinu (Peter O'Toole komst samt nærri). Og auðvitað féllu Chicago aðalverðlaun kvöldsins í hendur. Steve Martin stjórnaði af stakri snilli, ætti bara að gera þetta að árlegu giggi. Það sem mun samt standa eftir í minningunni eru nú samt fimm atriði:

1)

Skammarræða Michael Moore, sem fær verðlaun fyrir bestu heimildamyndia í fullri lengd, Bowling For Columbine. Hann safnar öllum þeim sem voru tilnefndir fyrir heimildamyndir með sér upp á svið og lætur svo Bush heyra það. "Shame on you, Mr. Bush, shame on you."

2)

Get the weirdness.....Barbra Streisand segir orðin: "And the oscar goes to......Eminem!"

3)

Adrien Brody vinnur óvænt fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í The Pianist. Hann nýtir tækifærið er hann tekur við styttunni úr hendi Halle Berry og skellir rembingkossi á ungfrú Berry. You're living the dream Mr. Brody!

4)

Roman Polanski vinnur óskarinn fyrir bestu leikstjórn. Getur af augljósum ástæðum ekki tekið við verðlaununum svo að Harrison Ford (sem kynnti verðlaunin) tekur mjög dipló við þeim fyrir hönd Romans.

5)

Peter O'Toole fær heiðursóskar og sýnir það og sannar að hann ætti að hafa unnið í hvert einasta af þeim sjö skiptum sem hann var tilnefndur.

Posted by Stebbi at 09:43 FH | Comments (0)

mars 21, 2003

"O’er the bridge of sighs To rest my eyes in shades of green..."

Ef maður tæki til í ísskápnum (eins og ég gerði nýlega) og borðaði ostinn með græna feldinum og skolaði honum niður með þriggja mánaða gamalli jógúrt þá gæti maður átt á hættu að sjá eitthvað þessu líkt.

Sýra í vesturbænum - click above

Posted by Stebbi at 10:07 FH | Comments (0)

mars 19, 2003

Topp tíu vörur frá BNA sem Logan ætlar að sniðganga vegna hernaðar í Írak

01) True Blue American TV-Dinner: Liberty Steak w/ Freedom Fries (svo fljótlegt, snif snif)
02) Good’Ol Imperialistic Gravy (Asskoti góð sósa)
03) Best Yet Patriotic Popcorn: Every Kernel Popped With Pride*
04) Deep Fried Texas Jalapeno Poppers – Death Row Style (Held þeir fáist ennþá á Ruby Tuesday)
05) Amerískur Bjór (ekki erfitt)
06) Uncle Ben’s Occupied Rice
07) Liberty Malt Liquour – Straight Outta Compton
08) Lucky Charms (Reyndar bara vegna þess að það er ógeðslegt hvort eð er)
09) Campbell’s Cream Of Texan
10) Royal Crown Cola

*Actual amount of popped kernels may not exceed 65%

Posted by Stebbi at 01:01 EH | Comments (0)

Helv. Blogger

Helv. Blogger

Posted by Stebbi at 12:44 EH | Comments (0)

mars 18, 2003

Er hann fullur?

Ég var að horfa á George Walker Bush yngri á Sky News í dag, þar sem hann stappaði stálinu í samlanda sína og hvatti þá til að sýna stillingu á þessum umbrotatímum og ég fór að velta fyrir mér talandanum. Vissulega er þetta ekki óplægður akur, margir húmoristar, dálkahöfundar, stjórnmálaspekingar og aðrir lífskúnstnerar hafa spekúlerað í þessu á undan mér en nú á þessum síðustu og ekki alveg bestu tímum er þetta hægt og rólega að hætta að vera fyndið. Maðurinn hljómar drukkinn. Stílistar og ræðuhöfundar Bush eru löngu búnir að sætta sig við hinn hæga og hikandi talsmáta W og blekkja örugglega sjálfa sig með því að þessi framsögn geri allar ræður ábúðameiri og mikilvægari. En fyrir mér hljómar kallinn eins og hann sé kominn á fimmta glas af sterku og sé að reyna að sannfæra þjóðvegalögguna sem böstaði hann að hann smakki það aldrei. Við höfum öll verið í þessari aðstæðu, vitandi að við erum pissfull, en finnandi hjá okkur ríka þörf til að sannfæra gesti og gangandi að við séum bláedrú. Hann er það ekki. Punktur og basta. Það að hann skuli vera með fingurinn á rauða takkanum gerir málið örlítið alvarlegra.

"There is an ancient chinese curse: May you live in interesting times."

Sönn orð

Posted by Stebbi at 07:11 EH | Comments (5)

Jæja, brá mér í klukkutíma

Jæja, brá mér í klukkutíma hjólreiðartúr upp í Krókháls í stað hádegismatar til að skila myndlykli til öðlinganna í Norðurljósum. Það verður ekki annað sagt en að Ártúnsbrekkan sé bara helvíti hressandi þegar maður brunar svo niður hana á ryðguðum Trek 820 garmi. En myndir segja meira en þúsund orð…..

Woah!!!

Þar skall hurð nærri....&%!#"!!

Fuuuuuck!!

Easy!!

Kannski var þetta ekki svo góð hugmynd!!

Lousy women drivers!!

Næstum búið

Yippee-ki-yay mother#*#%er!!

I am immortal!!

Þetta var nú gaman

Posted by Stebbi at 02:25 EH | Comments (0)

Fór á skíði á föstudaginn

Fór á skíði á föstudaginn í fyrsta skipti í fimm ár og er enn óbrotinn. Ég, Helgi og Ida, kærastan hans kíktum upp í Skálafell og viti menn, eins ryðgaðir og við héldum okkur vera, þá vorum við Helgi algjörar skíðahetjur. Reyndar tók Ida okkur báða í nefið, hún kann nefninlega að skíða afturábak! Patricia meðleigjandi Helga mætti einnig á svæðið en hún er svo mikill pró að henni leiddist færið, sem var blautt,og skyggnið, sem var ekki. Reyndar var veðrið svo hverfult að stólalyftunni var lokað á meðan við vorum á svæðinu og síðan opnuð aftur. Ég held að ég bíði ekki í önnur fimm ár með að fara aftur á skíði, þetta var bara of gaman!


Jei, Helgi og Ida tilbúin í slaginn


Tóm gleði


Leiðin til Heljar


Á uppleið


Skíðabjörgunarsveitin til þjónustu reiðubúin


Helgi - The Solo Album

Posted by Stebbi at 10:12 FH | Comments (1)

mars 05, 2003

Vorið er á leiðinni.....

Í gær var eitt frábærasta gluggaveður sem ég hef á ævinni kynnst og því rúntaði ég örlítið um með myndavélina. Hérna er afraksturinn.

(Hint: klikkið á hanann)

Posted by Stebbi at 08:57 FH | Comments (1)