« mars 2003 | Main | maí 2003 »

apríl 29, 2003

Ískaldur Þriðjudagur

Ég hitti hana Steinu krúsídúllu í hádeginu og við fengum okkur ís og göngutúr í góða veðrinu. Samt var þetta meira svona gluggaveður, alla vega heldur napurt í golunni. En ég náði fullt af sætum myndum af Steinu þannig að ekki fór hádegið til spillis :)

Posted by Stebbi at 06:22 EH | Comments (2) | TrackBack

apríl 28, 2003

Til Hamingju Steina

Ég var næstum því búinn að gleyma að óska henni Steinu sætu til hamingju með að vera komin í hóp bloggara og vefbúa. Heimasíðan hennar er alveg ofsalega dúlluleg og þar má lesa nýjustu fréttir af Steinu sem og ljóð eftir hana. Go Steina!

Posted by Stebbi at 12:32 EH | Comments (4) | TrackBack

Mánudagur til mæðu

Þrjú atriði sem bæta ekki mánudagsmæðuna.

1) Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur látið hafa það eftir sér að Frakkar muni fá að gjalda fyrir andstöðu sína við hernað í Írak. Þegar utanríkisráðherra einnar voldugustu þjóðar heims segir "They will pay!" (umorðað aðeins) þá er kominn tími á að gera eins og Iron Maiden stingur upp á og hlaupa til hæða. Eins gott að Ísland studdi innrásina, þessi Powell er víst ansi skapstór.

2) Þegar maður nálgast verslunarferlíkið Smáralind blasir við manni risastórt skilti sem segir orðrétt: "Verið velkomin á stærsta bílastæði á landinu" Vá, þangað ætla ég að fara í sumarfrí!!

3) Geir Ólafasson stórsöngvari hefur fundið sig í gervi dragdrottningarinnar Queen Elizabeth, nuff said!

Posted by Stebbi at 11:21 FH | Comments (0) | TrackBack

Gleðilegt páskasumar

Jæja, síðustu tvær vikur hafa þotið framhjá mér eins og strákhálfvitarnir sem voru teknir í Ártúnsbrekkunni á 190 km hraða. Ég veit svosem ekki hvað þeim lá svona svakalega á, kannski eru þetta einhverjir Paul Walker-wannabes sem eru að æfa sig fyrir 2 Fast 2 Furious. Eða kannski voru þetta bara 17 ára vitleysingar, nýkomnir með bílprófið.....

Í byrjun páskafrísins fór ég á 6 ára afmælistónleika Moonboots á Astró og skemmti mér ágætlega, þrátt fyrir hálsbólgu. Kannski skemmti maður sér aðeins of vel, ég var alla vega ónýtur daginn eftir og er ennþá með einhvern kverkaskít. Kannski SARS hafi náð að komast hingað með einhverjum Kanadamanninum? Outbreak 2: Infection In Reykjavik!!

Á Laugardagskvöldið fór ég svo í afmælispartý til hennar Unnar þar sem skortur á blandi varð til þess að eðaldrykkurinn gin í rauðvíni var fundinn upp. Og hugsa sér að maður hafi verið að blanda í tonic í öll þessi ár. Eitt varðandi gin og rauðvín samt, það fær mann til að halda að maður geti stokkið lengra en maður getur í raun, td. yfir skurði í Bankastræti.....en það gerir venjulegt áfengi líka.

Eftir páskafríið tóku við heilir tveir vinnudagar (ég taldi þá sko!) og svo var aftur kíkt í frí vegna sumardagsins fyrsta sem ég og lengdi með því að taka föstudaginn í frí líka. Apríl hefur ekki beint verið vinnuþrungnasti mánuður ársins. Á föstudagskvöldið kíkti ég í heimsókn til Sigga og Kizu þar sem þau við borðuðum mexíkóskan mat og horfðum á vondan Bond og góðan Ridley Scott...Í miðjum Bondinum kom Jósi svo í heimsókn og skemmtum við okkur mikið við að benda á skakklappalega landafræði Bondheimsins, Ísland er greinilega allt fljótandi á borgarísjaka?!?

Eftir áhorfið kvöddum við Jósi Sigga og Kizu sem voru orðin svo þreytt og þurftu að fara sofa. Stefnan var tekin á Grand Rokk þar sem Kiddý, Bjarni og Unnur voru að hlusta á hljómsveitina The Worm Is Green. Ég sá engan orm og get því miður ekki vitnað um hvernig hann var á litinn. En Grand Rokk var engan veginn okkar sena svo að við héldum í heimsókn til Braga sæta sem var að vinna á efri hæð Priksins. Þar var róleg stemmning og sátum við að spjalli það sem eftir leið kvöldsins. Ég nýtti tækifærið og tók myndaseríu sem ég kalla A Night With Bragi, njótið vel : )

Posted by Stebbi at 10:41 FH | Comments (0) | TrackBack

apríl 16, 2003

Geil Mal!

Gleðigjafarnir Moonboots munu halda upp á sex ára afmæli hljómsveitarinnar á Astró í kveld og hefst fögnuðurinn kl. 10:30 með VIP partý fyrir velgjörðarfólk og aðra vini hljómsveitarinnar. Húsið opnar svo kl. 00:30 fyrir almenning og munu drengirnir spila eins og vindurinn til ca. 05:00. Allir koma, allir drekka og allir vera vinir.

Posted by Stebbi at 08:45 EH | Comments (3) | TrackBack

apríl 15, 2003

Steina

Steina Steina Steina!!!!!!!!!!!!!!!!

Posted by Stebbi at 10:43 EH | Comments (5) | TrackBack

apríl 12, 2003

Skundum á Þingvöll og treystum vor heit..

Enn meiri náttúra og fegurð. Ég skrapp í bíltúr til Þingvalla með Svabba, Pálínu og Dagbjörtu. Veðrið var glimrandi og stafræna myndavélin var í essinu sínu.

Posted by Stebbi at 04:54 EH | Comments (1) | TrackBack

apríl 11, 2003

Grótta

Ég elti sólsetrið þar til ég náði því útí Gróttu.... Enjoy

Posted by Stebbi at 09:30 EH | Comments (1) | TrackBack

apríl 10, 2003

Gat svo sem verið

HASH(0x86b3b9c)
You are Jack the Ripper. Yours were some of the
most brutal murders recorded in history--yet
your case is still to this day unsolved. You
came from out of the fog, killed violently and
quickly and disappeared without a trace. Then
for no apparent reason, you satisfy your blood
lust with ever-increasing ferocity, culminating
in the near destruction of your final victim,
and then you vanish from the scene forever. The
perfect ingredients for the perennial thriller.
You are quite the mysteriously demented?


Which Imfamous criminal are you?
brought to you by Quizilla

Posted by Stebbi at 11:18 FH | Comments (3) | TrackBack

Aloha!


More Jello-shots!!


Jæja, síðustu 7 dagar hafa verið vel pakkaðir: Afmæli, árshátíð og Kaffitónleikar. Á föstudaginn síðasta hélt ég smá afmælisteiti (innflutningspartý líka) og bauð þangað helstu vinum og velunnurum. Ég og Bragi bjuggum til bollu dauðans og brenndum síðan uppskriftina. Eina sem ég man er að hún var rauð. Afmælisgestir komu færandi hendi og fékk ég margar grúví gjafir, þ.á.m. regnhlíf, kamínu, Nanbrauð og DVDdiska. Gaman að fá gjafir :)

Einnig var ákveðið að bjóða upp á jello-shots að bandarískum sið. Það er ekki annað hægt að segja en að vodkahlaupið hafi farið vel í mannskapinn en my oh my, þvílík þynnka sem að fylgdi þessu helvíti. Daginn eftir reif ég mig upp á rassgatinu og drattaðist á Broadway þar sem árshátíð Símans var haldin.

Kannski var það vodkahlaupsþynnkan en ég verð að segja það að sem veislustjóri þá sökkar Jóhannes Eftirherma alveg svakalega. Nema þá að hann hafi verið að herma eftir einhverjum lélegum veislustjóra. Not likely. Ég beilaði snemma af árshátíðinni og kom aðeins við í partýi hjá henni Heiðu litlu í nýju íbúðinni hennar á Laugaveginum. Heiða er haldin flutningafíkn og á ég statt og stöðugt von á að fá símtal frá henni þar sem að hún biður mig að hjálpa sér að flytja......aftur.

Á sunnudagskvöldið fór ég að sjá hina ágætu mynd Shanghai Knights sem að er framhald Shanghai Noon og skartar þeim Jackie Chan og Owen Wilson í aðalhlutverkum. Það er fátt notalegra en að eyða sunnudagskveldi í félagsskap meistara Chan. Go Jackie!

Í gær kíkti ég svo á Kaffi-tónleika á Vídalín með Jósa og Sigga Palla . Þar spiluðu þeir Kaffifélagar svona mellow tónlist fram eftir kvöldi og kvaddi ég þá drengi upp úr miðnætti. En samkvæmt frásögn Svabba færðist sko aldeilis líf í partýið eftir að ég fór....það má lesa alla sólarsögunna hérna.

Posted by Stebbi at 09:56 FH | Comments (1) | TrackBack

apríl 03, 2003

I have been Movably Typed

Loksins er langþráður draumur að veruleika. Ég er kominn í raðir Movable Type krádsins, þökk sé Jósa, sem hannaði þessa grúví, nýju síðu....þreyttur núna, fara að sofa, takk Jósi :)

Posted by Stebbi at 01:06 FH | Comments (4)

apríl 02, 2003

Þetta eru orð að sönnu.....

Þetta eru orð að sönnu.....

Posted by Stebbi at 02:47 EH | Comments (0)