« apríl 2003 | Main | júní 2003 »

maí 28, 2003

Jolly Bornday

Steina Kleina sæta er 23 ára í dag....:)

Posted by Stebbi at 07:31 EH | Comments (3) | TrackBack

maí 26, 2003

Útþrá

Mig langar til útlanda, réttara sagt langar mig í heimsreisu. Á einhver 1,5-2 milljónir til að lána mér svo ég geti gert þetta í stæl?

Posted by Stebbi at 05:02 EH | Comments (7) | TrackBack

Eurovision

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin með pompi um helgina (vantaði praktina) og mátti þar bæði sjá rjómann og dreggjarnar af evrópskum tónlistarmönnum. Góður hópur fólks safnaðist saman á fimmtu hæðinni á Tryggvagötunni og horfði á keppnina á breiðtjaldi. Alf Poier hinn austurríski átti kvöldið með framlagi sínu en rússnesku regnbogagelgjurnar í tATu hljómuðu vægast sagt hörmulega á sviðinu og í þokkabót voru þær óvenju prúðar, enginn skandall eða strípelsi. Hvað er að gerast í heiminum þegar maður getur ekki einu sinni stólað á rússneskar lesbíur til að hrista aðeins upp í Júróvisjon?!?

Að lokum voru það þó tyrkir sem hirtu sigursætið með einhverri magadans-orgíu að hætti Kylie Minouge og Birgitta okkar hafnaði í 8-9. sæti. Það var þó áberandi hvað margir keppendur voru falskir ásamt því að lögin voru öll undarlega keimlík. Það var ekki fyrr en Jostein Hasselgård hinn norski steig á svið að við fengum hvíld frá Júrópoppinu en hann flutti litla, sæta flygilsballöðu og hefði alveg mátt vinna keppnina fyrir mér. Skemmtilegt hvað jafnvel rólegasta fólk fyllist þjóðarstolti þegar stigagjöfin byrjar, fólk réð ekki við sig á köflum þegar einhver vinaþjóðin otaði að okkur einhverjum stigamylsnum. Það var einnig sönn ánægja að hlusta á lýsingu Gísla Marteins undir stigagjöfinni ("koma svo, frændur okkar Írar"), hann á enn langt í land með að ná Jakobi Frímanni í Júrólýsingum en stefnir svo sannarlega í rétta átt. Eftir keppnina var svo haldið í bæinn fyrir hina árlegu Júróvision sorgardrekkingu. Að ári verður svo leikurinn endurtekinn og allir syngja með.

PS: Ég stefni á að semja texta við Júróvisjonlag Íslands 2004, mig hefur nefnilega alltaf langað að koma til Tyrklands : )

Posted by Stebbi at 11:04 FH | Comments (5) | TrackBack

maí 21, 2003

Nokkrar vangaveltur um The Matrix Reloaded

1) Dansatriðið var undarlegt. Hvar er Paula Abdul þegar maður þarf á henni að halda?

2) Af hverju minntist enginn á það að Neo (Keanu Reeves) var í kjól?

3) Meira af Monica Bellucci, minna af Laurence Fishburne.

4) Hugo Weaving er flottur.

Posted by Stebbi at 01:59 EH | Comments (9) | TrackBack

maí 14, 2003

Þabbara svonaA RED Dragon Lies Beneath!I took the Inner Dragon online quiz and found out I am a Red Dragon on the inside. Remember Smaug? Yep, Red Dragon. Oh, my friend I'm in good company. Red dragons are the most vile and crafty of all the dragons. They are also the most dangerous of all dragons. As such they are the Fire Elemental dragons. Reds have a nasty tendency towards luring you in with quiet words and soft emotions, then wrapping their scaly tails around you and biting off your puny little human head. Fun, no?

But of course, Reds aren't all about killing and treasure hoarding. I like to invent creative traps, relax in the mouths of volcanoes, fly over vast forests looking for men ...er... sheep (yeah...), and pick fights. My favorable attributes are Summer, the sword, fire, courage, passion, will power, and leadership. If dragons went to war, they'd rally behind me in a snap. Well, me or a Copper Dragon. But those Coppers are wusses anyway, and I could beat one up to take command. In fact, I probably would considering my breath weapon is good old fashioned Fire, and plenty of it. Oh it's good to be the king.

Posted by Stebbi at 03:13 EH | Comments (6) | TrackBack

maí 13, 2003

Sorgarhelgi

Þetta var nú veslings ómögulega helgin, á laugardeginum kýs þjóðin að halda núverandi ríkisstjórn og á sunnudeginum er tölvunni minni (read. vinnuvélinni frá Landssímanum) stolið. Seinna atvikinu get ég nú alveg kennt eigin flónsku um. Á laugardaginn var ég að krukka aðeins í tölvunni og hafði hún verið einstaklega hægvirk um daginn. Ég þurfti að fara með hana upp í vinnu til að flytja slatta af gögnum á milli og það vildi ekki betur til en svo að á sunnudeginum þá vildi tölvan ekki einu sinni starta.

Ég ákvað þá að ferja hana aftur upp í vinnu og biðja tölvuþjónustudeildina okkar, ANZA, að kíkja á hana. Stebbi snillingur tekur tölvuna úr sambandi og ber hana niður fimm hæðir en svo fatta ég að ég hef gleymt bíllyklunum uppi. Í einhverju Einstein-kasti set ég tölvuna ínn í horn, við innganginn í geymslurnar og skýst upp að ná í lyklana. Þegar ég kem til baka er tölvan horfin. Þarna komu margir þættir saman, þá einna helst flónska mín í að skilja tölvuna eftir, óvarða og yfirgefna, þó að það hafi aðeins verið í nokkrar mínútur og einnig alveg svakaleg bíræfni í einhverjum tækifærissinna. Ég vona að sá sem tölvuna tók skemmti sér vel yfir hundruðum textaskjala með dagskrá norrænna sjónvarpsstöðva. Ég verð að segja að það sem stingur einna helst er að ég geymdi hluta af þeim stafrænu ljósmyndum sem ég hef tekið inn á þessari vél. En brennt barn forðast eldinn og nú verður backup orð dagsins.

Posted by Stebbi at 12:00 EH | Comments (3) | TrackBack

maí 10, 2003

Kjördagur

Jæja, kjördagur er kominn og sólin skín í heiði, nú skal kosið. Ef þið eruð einhver að velta því fyrir ykkur hvað ég ætla að Kjósa, þá er sú ákvörðun eins og alltaf milli mín og þess litla Kjörklefa sem ég heimsæki. Mínar stjórnmálaskoðanir hafa oftar en ekki byggst á tómlæti, Innantómu og innihaldslitlu. En nú gæti orðið breyting á, í þessum alþingskosningum gefst Kjörið tækifæri til að hrista aðeins upp í stöðnuðu stjórnmálaumhverfi og stuðla að Jákvæðri, opinni umræðu um það sem betur má fara í þessu þjóðfélagi okkar. Ógnaröld síðustu tólf ára hefur skilið eftir sig ör á þjóðarsálinni sem munu Seint gróa. Allir flokkarnir hafa lofað glæstri framtíð og blómum í haga. En Allir flokkarnir virðast líka innihalda tvöfalda framapotara og dusilmenni. Hvað á að kjósa? Dæmi nú hver fyrir sig, ég er farinn að kjósa.


PS: Fyrir áhugasama þá eru leynileg skilaboð í færslunni fyrir ofan. Það eina sem þið þurfið að gera er að lesa fyrsta stafinn í þrettánda hverju orði.

Posted by Stebbi at 01:17 EH | Comments (9) | TrackBack

maí 07, 2003

Who'd have thunk it?

Jæja, enn einn dagur, enn eitt próf....

wolverine
You are Wolverine!

A loner by nature, you feel uncomfortable when
around those you don't know and even those you
do. You are awkward when it comes to
relationships, but fiercely loyal to those you
love.


Which X-Men character are you most like?
brought to you by Quizilla

Posted by Stebbi at 10:28 FH | Comments (6) | TrackBack

maí 06, 2003

Látið mig vera, Sjálfstæðismenn!

Í mötuneyti Landssímans í Ármúla beið mín framboðslisti Sjálfsstæðisflokksins og get ég fullyrt að kjúklinga-burritos og D-lesning fer ekki vel saman. Ef þessir veslingar gætu bara skilið að ég er löngu búinn að gera upp hug minn varðandi komandi kosningar og að ákvörðun mín er jafn ótengd málefnum og hægt er....

Posted by Stebbi at 12:13 EH | Comments (4) | TrackBack