« maí 2003 | Main | júlí 2003 »

júní 30, 2003

Notist bara í neiðartilvikum.

Notist bara í neiðartilvikum.

Posted by Stebbi at 11:43 FH | Comments (17) | TrackBack

júní 24, 2003

Ammli, Ammli, Ammli

Helgi Guðbjartsson, trommari, bifvélavirki, hármódel og ofurstjarna er 28 ára í dag. Hann lengi lifi :)

Posted by Stebbi at 09:38 FH | Comments (4) | TrackBack

júní 23, 2003

Waddafuck?

Jósi benti mér á þessa auglýsingu í Fréttablaðinu.

Svalaðu þorstanum??

Af hverju er þessi unga dama að drekka sólarvörnina sína? Er hún svo löt að hún nennir ekki í sjoppu? Kannski blönk? Kannski snarbiluð? Eða kannski eru Nivea vörur bara svo ljúffengar að hún stenst bara ekki freistinguna.

Posted by Stebbi at 12:01 EH | Comments (4) | TrackBack

Helgin reyndist bara vera ágæt

Helgin reyndist bara vera ágæt þrátt fyrir magakveisuna á föstudaginn. Á föstudagskvöldið kíkti ég aðeins á Vídalín þar sem Kaffiliðar spiluðu fyrir gesti og gangandi. Hópur þýskra stoðtækjasmiða var á svæðinu og áttu þessir stuðboltar dansgólfið mest allt kvöldið, þeir kunnu svo sannarlega að meta þegar bandið spilaði Zorba-dansinn :)


Jón Geir í ham

Laugardagurinn fór í ágætis afslöppun, ég fór í útskriftarveislu til Guðmundar Siemsen frænda míns, kíkti í hjólatúr út í Gróttu og tók nokkrar myndir (sjá fyrir neðan) og svo kíktum við Elín á eitt mesta afrek kvikmyndasögunnar, Sudden Death með Jean-Claude Van Damme. Ég get svarið það, sú mynd batnar bara með árunum.

Posted by Stebbi at 10:00 FH | Comments (4) | TrackBack

júní 20, 2003

Bleh

Jæja, magakveisan sem ég er búinn að vera með í alla viku gerði stórkostlegt comeback og nú sit ég heima, veikur og pirraður. Ég ákvað samt að koma upp nýjasta myndasafninu; ég brá mér á hjólið í gær og myndaði nánasta hafnarumhverfið.....enjoy

Posted by Stebbi at 12:03 EH | Comments (7) | TrackBack

júní 18, 2003

Birthday boy

Til Hamingju með afmælið Jósi :)

Jósi er 27 ára gamall í dag, jibbí-jei!

Posted by Stebbi at 02:55 EH | Comments (5) | TrackBack

júní 17, 2003

Hæ Hó og jibbí jei

Í dag er þjóðhátíðardagur Íslendinga, nú eru liðin 59 ár siðan blóðugu frelsisstríði okkar við Dani lauk með orustunni við Þingvallavatn og íslenska þjóðin öðlaðist sjálfstæðið dýrmæta. Ég var reyndar aldrei mjög góður í sögu þannig að ég er ekki alveg viss um atburðarásina en hún hlýtur að hafa verið eitthvað á þessa vegu. Að gömlum sið er skítaveður, rigning og rok, en samkvæmt gömlum minnum ætti að stytta upp með kvöldi.

Í gær hélt hljómsveitin Hraun skynditónleika á Kaffi Vín á Laugarveginum og myndaðist þar stórskemmtileg stemmning, staðurinn troðfylltist og Hraunarar, þeir Svabbi, Loftur og Helgi, héldur uppi stuðinu. Reyndar þurfti Helgi að hverfa frá þegar giggið var ca. hálfnað en Jón Geir ofurtrommari stökk þá í trommusætið og barði bumburnar eins og hann fengi borgað fyrir það....sem hann fékk ekki. Lagaval var í breiðari kantinum og fengu allir að heyra eitthvað við sitt hæfi og sérstaklega tók salurinn undir þegar Hraunarar spiluðu nokkur vel valin jólalög, bara svona til að fagna sumrinu. Allt í allt þá var kvöldið stórskemmtilegt, ódýr bjór, góð tónlist og gott fólk.


Heimurinn í gegnum bjórglas, klikkið og skoðið


Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Posted by Stebbi at 01:28 EH | Comments (4) | TrackBack

júní 09, 2003

Menningarvitar í miðborginni

Ég hef alltaf litið á mig sem góðan strarfskraft.

Hit your electricity not included? How much extra do I pay to hit your electricity? No cats, your dogs....huh?

Posted by Stebbi at 08:14 EH | Comments (3) | TrackBack

júní 05, 2003

Hálfskeggur

Nýja lúkkið hjá Stebba í sumar, bara að snúa vinstri eða hægri vanga að myndavélinni eftir hentugleika :)

Posted by Stebbi at 06:21 EH | Comments (6) | TrackBack

júní 04, 2003

Insomnia

Ok, nú hef ég séð Ja Rule og einhverja vinkonu stælandi lokatriðið í Grease og strax á eftir kemur myndband með Jay-Z og Beyonce Knowles þar sem þau "endurskapa" atriði úr myndinni Bonnie & Clyde. Ég krefst jafnvægis! Hvurnig væri að Justin Timberlake stæli nú heilu senunum úr Shaft eða jafnvel að Britney Spears bregði sér í gerfi Nino Brown í New Jack City. Ég sver, það er mannskemmandi að horfa á PoppTíví!! Svefn, því leynist þú mér??

Það kom svo Scooter myndband í kjölfarið.......kill me now

Posted by Stebbi at 01:41 FH | Comments (6) | TrackBack

júní 02, 2003

Total eclipse of the eclipse

Jæja, föstudagskveldinu var sóað sem aldrei fyrr í tilgangslaustasta bíltúr ever. Við félagarnir (Jósi, Bími, Már, Egill, Kári, Svabbi, Bragi Skafta að ógleymdum sjálfum mér) höfðum ákveðið að skoða þennan hringmyrkva sem átti að vera í hámarki aðfaranótt laugardagsins kl. ca 04:00. Upphaflega var planið að skoða myrkvann ofan af Esjunni en vegna slæms skyggnis var sú áætlun slaufuð og þegar nýjustu veðurspár gáfu til kynna heiðan himinn á Holtavörðuheiði var stefnan tekin þangað. Við skipuðum okkur í tvo bíla, Jósi og Bragi voru bílstjórar, tekið með grillkjöt og fínarí enda var planið að grilla ofan á heiðinni.

Við keyrðum sem leið lá norður en þegar komið var upp á heiði vorum við komnir í þá allra þykkustu þoku sem ég hef nokkurn tíma séð (eða ekki séð). Við héldum þó ótrauðir áfram og keyrðum niður heiðina og stefndum vestur, bjartsýnir á að finna heiðan himinn einhvers staðar. Leiðangursmenn voru hálfnaðir til Hólmavíkur þegar ákveðið var að láta í minni pokann fyrir íslensku veðurfari og stefna til baka. Sem betur fer var Jósi með lykla að sumarbústað foreldra sinna í Húsafelli og þar grillaði Bragi ofan í okkur ljúffengt kjöt áður en við skelltum okkur í heita pottinn. Eftir ljúfan málsverð og góða setu í pottinum fengu ferðalangar sér smá lúr áður en haldið var heim á leið. Þess má til gamans geta að samkvæmt Almanaki Háskólans verður næsti hringmyrkvi á sólu þann 11. júní 2048.

Hérna má sjá myndirnar

Posted by Stebbi at 11:08 FH | Comments (5) | TrackBack