« júlí 2003 | Main | september 2003 »

ágúst 27, 2003

Would you like some more meat Mr. Foo?

Jibbíkóla!

Þetta voru bara hinir ágætustu tónleikar og svei mér ef ég luma ekki bara á einhverjum myndum (Sorry mr. Grohl, if you're reading this I hope you can forgive me). Við vorum mætt niðrí Höll upp úr 20:00 og náðum dauðateygjum Vínils (ekki skemmtilegt) og svo byrjaði seinna upphitunarbandið, My Morning Jacket frá Kentucky. Þeir voru allir síðhærðir, amerískir og melódískir og komust vel frá sínu.

Upp úr 22:00 steig svo herra Dave Grohl sjálfur á svið og ávarpaði áhorfendur. Hann þakkaði góðar viðtökur á Íslandi, sagði þá kappa vera mjög spennta yfir heimsókninni enda hafi þá alltaf dreymt um að koma til Íslands. Svo sagði hann okkur frá því að þeir félagar hafi brugðið sér í Bláa Lónið og síðan í humarveislu á Stokkseyri þar sem þeir smökkuðu brennivín í fyrsta skipti. Seinna um kvölduð sátu þeir í kringum varðeld á ströndinni þegar þeir heyrðu tónlist úr fjarska. Foo-liðar gengu á hljóðið og fundu nokkra stráka í bílskúr að pönkast á hljóðfæri og voru Dave og félagar svo hrifnir af því sem þeir heyrðu að þeir byrjuðu að djamma með piltunum.

Þetta var í sjálfu sér sæt, lítil saga en nú kom Dave okkur á óvart þegar hann kynnti á svið hljómsveitina Nilfisk frá Stokkseyri. Þeir drengir voru nú ekki háir í loftinu en stóðu sig bara eins og hetjur þegar þeir spiluðu eitthvað pönkskotið, frumsamið lag fyrir troðfulla Laugardalshöll. Eftir flutninginn var þeim óspart fagnað og tók söngvarinn sig til og kynnti á svið hina einu sönnu Foo Fighters. Þeir kumpánar spiluðu tæplega tveggja tíma prógram, rokkuðu eins og sannir hundar og héldu upp alveg brjálæðu stuði fram að miðnætti. En eins og venjulega tala myndirnar sínu máli, ég segi bara:

"Thank you Mister Foo, for the songs you're singing, thanks for all the joy they're bringing."

Posted by Stebbi at 11:02 FH | Comments (0) | TrackBack

ágúst 26, 2003

Foo Fighters

Er að fara að sjá Foo Fighters í Laugardalshöll á eftir með Kiddý, Helga, Völu, Elínu og Jósa, og er þess vegna kominn með hálsbólgu. Slík er nú kaldhæðni örlagana. Ég er nú ekki viss um að ég geti lofað dyggum lesendum myndum frá tónleikunum en ég mun gera mitt Midnight Express besta. Adios að sinni.

Posted by Stebbi at 05:40 EH | Comments (2) | TrackBack

ágúst 23, 2003

BABABAAAAAMM

Jei, ég er að blogga í jarðskjálfta! Það er allt að smá víbra hérna :)

* Viðbót skrifuð rúmlega þremur korterum seinna.

Á mbl.is segir: "Tveir snarpir jarðskjálftar fundst á suðvesturhorni landsins klukkan tvö í nótt. Samkvæmt upplýsingum Ríkisútvarpsins áttu skjálftarnir upptök sín á Krísuvíkursvæðinu. Fyrri skjálftinn varð rétt fyrir klukkan tvö og mældist 4,1 á Richter en sá síðari varð á slaginu tvö og mældist 4,9 á Richter."

Þetta var hræðileg lífsreynsla sem hefur skilið eftir sig varanlegt far á sálu minni. En á morgun er nýr dagur og ég reyni bara að brosa og byrgja þetta inni í mér. Veit ekki hvort ég meika að búa á fimmtu hæð lengur....

Hérna fyrir neðan má svo sjá myndir from and inspired by the earthquake.

Posted by Stebbi at 02:01 FH | Comments (4) | TrackBack

ágúst 20, 2003

OMOL

Svona gerist þegar Stebbi tekur myndir, hálfsofandi á hjólinu á leið til vinnu.

List eða LOMO? You be the judge.

*Núna hef ég komið upp sérlink á myndasafnið mitt en hann má finna hér til hægri á síðunni, haglega merktan "MYNDASAFN". Ég vil benda lesendum á að það er hægt að setja inn kommenta á einstakar myndir á síðunni (bara fara inn í einhverja mynd og þar er valkostur sem heitir "add comment"). Væri gaman að sjá hvað ykkur finnst um hinar og þessar myndir.

Posted by Stebbi at 12:27 EH | Comments (2) | TrackBack

Til hamingju Jón og Nanna :)

Jæja, þá er Jón Geir loksins orðin Herra Kristín Nanna Vilhelmsdóttir og líkar það eflaust vel. Brúðkaupsveislan fór fram á menningarnótt, 16. ágúst í veislusalnum Versölum við Hallveigarstíg og heppnaðist bara ágætlega. Snorri Hergill sá um veislustjórnun og komst vel frá sínu og urmull tónlistarfólks sá um skemmtiatriðin. Upp úr ellefu færði öll veislan sig tímabundið um set og fylkti liði upp á bílastæði til að fylgjast með hefðbundinni flugeldasýningu Menningarnætur. Hljómsveitin Boðsmiðar spilaði svo undir dansi fram á nótt en ég hélt út í menninguna og fékk mér smá labbitúr ásamt Helga, Jósa og fleirum.

Posted by Stebbi at 12:16 EH | Comments (2) | TrackBack

ágúst 15, 2003

Bollasúpupartý

Hvað eru Jón Geir og Andrés Önd að bralla saman?


Í gær var Jón Geir steggjaður og í dag er ég þunnur....jibbí! Anyways, steggjapartýið kíkti í keilu upp í Öskjuhlíð og þar var drukkið ótæpilegt magn af bjór ásamt öðru og tveir leikir spilaðir. Undir lokin var keilan minna farin að snúast um stig og meira um hver gæti náð mesta hraða á kúlunni. Tumi bróðir hans Jóns átti met kvöldsins, 24.6 mílur á klst. Eftir keiluna var skundað fylktu liði niður á BSÍ þar sem gestir gæddu sér á pulsum, pizzum, hamborgurum og sviðum.

Skyndilega var ákveðið að skella sér í Kareókí á Ölver en þegar farið var af stað kom það í ljós að Ölver er ekki með Kareókí á fimmtudagskvöldum. Við snerum því við, litum við á Kaffisetrinu vegna orðróms um Kareókí á þeim bæ. Ekki var það þó að hafa þannig að við húkkuðum okkur far með tvistinum niður á Vídalín þar sem hin eiginlega drykkja upphófst. Jón Geir var skikkaður upp á svið og sönglaði sig brosandi i í gegnum gamla slagarann Back For Good með Take That. Eftir eftirminnilegan performans hjá Jóni fór mig að lengja í svefn og kvaddi liðið með virktum.

Og núna er bara brúðkaupið eftir ;)

Posted by Stebbi at 12:58 EH | Comments (0) | TrackBack

ágúst 14, 2003

En nú skal staðar numið

En nú skal staðar numið
Og rústir endurbyggðar
Því ást og friður sigra allt
Þó orrustan sé töpuð

(R. Planta / J. Blaðsíða)

Posted by Stebbi at 10:10 FH | Comments (5) | TrackBack

ágúst 12, 2003

Mellow tunes

Nú er ég að hlusta á tvö lög á repeat, Wear Your Love Like Heaven með Donovan og Ripple með The Grateful Dead.

Colour in sky prussian blue
Scarlet fleece changes hue
Crimson ball sinks from view
Wear your love like heaven

(Donovan)

If my words did glow with the gold of sunshine
And my tunes were played on the harp unstrung,
Would you hear my voice come thru the music,
Would you hold it near as it were your own?

(Garcia/Hunter)


Þetta eru tvö lög sem geta gert jafnvel stirðasta þriðjudag grúví :)

Posted by Stebbi at 12:01 EH | Comments (4) | TrackBack

Viðauki við ferðasögu

Nokkrir hlutir sem ég veit eftir að hafa gengið Laugaveginn:

* Hálendið er fallegt

* Göngustafir eru snjöll uppfinning

* Það kostar allt 200 kr. á hálendinu

* Ég er hetja

* "Aðstöðugjald" er teygjanlegt hugtak

* Jökulár eru kaldar og botnhvassar

* Nútíma tjöld eru ömurleg og halda varla vatni

* Geislaspilarinn minn er ódauðlegur

* Best er að fara leiðina í góðu veðri og taka sér tíma (sjá ferðasöguna hans Braga)

Posted by Stebbi at 09:11 FH | Comments (1) | TrackBack

ágúst 11, 2003

Langur Laugavegur

Jæja, þá er ég kominn til byggða eftir að hafa gengið hinn svokallaða Laugaveg, þeas. gönguleiðina frá Landmannalaugum til Þórsmerkur, 55 kílómetrar í allt. Þetta var bara stórskemmtileg upplifun. Ég fór leiðina með Jósa, Braga, Elínu, Helga og Unni sem er frænka Nínu, vinkonu okkar og Iðnemasambandsforkólfs.

Dagur 1

Við lögðum af stað frá BSÍ kl. 8:20 á föstudagsmorgun og vorum komin inn í Landmannalaugar upp úr 13:00. Við suðum pulsur í rigningunni og kíktum svo í laugarnar (nema Jósi) og suðum okkur dálítið fyrir ferðalagið. Svo hófst hin eiginlega ganga og var haldið af stað ca. 15:30 í átt að fyrsta skálanum á leiðinni sem er við Hrafntinnusker. Það var rigning og hálfgert skítaveður mestalla leiðina en við náðum að rölta 12 kílómetrana í Hrafntinnuskerið á 4 tímum þó að Bragi hafi reyndar verið langt á undan okkur.

Þegar að Hrafntinnuskeri var komið ákvæðum við frekar að gista í skálanum heldur en að tjalda þarna uppi á hálendinu og við fengum þessa fínu gistiaðstöðu á háaloftinu, fjarri skuggalegum Evrólýðnum á neðri hæðinni. Við hituðum okkur Swiss Miss og snæddum nesti og héldum svo í háttinn. Helgi reyndist svo forsjáll að taka með sér forláta gátubók og las hann upp fyrir okkur rúmlega 60 gátur sem voru hver annara skrítnari. Reyndar var bókin þýdd og staðfærð úr norsku sem gæti útskýrt undarlegheitin.

Dagur 2

Á laugardaginn vorum við komin af stað upp úr 10:00 og héldum í átt að Álftavatni en þangað eru 12 km og á leiðinni gerði bæði versta og besta veðrið á leiðinni, rok og rassgat á hálendinu, drullug brennisteinssvæði, hálir hallar en þegar niður kom var brosti sólin við okkur og fylgdi okkur inn að Álftavatni. Áður en að Álftavatni kom var þó vaðið yfir ársprænu sem rennur í Markarfljót og nefnist Grashagakvíslog þar glataðist annar göngustafurinn minn á mjög svo asnalegan hátt. Þegar að Álftavatni var komið snæddum við Spaghetti Bolognese soðið í prímusi og annan kost undir hverfandi sól en þegar við lögðum af stað aftur í kringum 17:00 var tekið að rigna smá og stefnan var tekin á Hvanngil en þangað eru ca 4 km.

Við vorum komin í Hvanngil upp úr 19:00 og ákváðum að halda ótrauð áfram til Emstra en þangað eru ca. 11 km. Á leiðinni óðum við yfir eina köldustu fokkíng á sem ég hef upplifað, Bláfjallakvísl....brrrrrr. Við náðum til Emstra upp úr 23:00 og þar tjölduðum þar í skítaveðri og niðamyrkri. Samtals höfðum við gengið 27 km.

Dagur 3

Á sunnudeginum vöknuðum við seint, í blautum tjöldum og tussuveðri. Nú skildi síðasti áfanginn tekinn með trompi, 15 km í Þórsmörk. Við vorum komin af stað upp úr 13:00 og gengum við flest ansi skakklappalega vegna þreytu og verkja.
Áður en við komum upp á Almenninga, sem er síðasti kafli leiðarinnar, þurftum við að fara yfir Syðri-Emstruá og það var bara dáldið scary. Brattur göngustígur liggur niður að brúnni, með haldreipum fyrir þá sem þeirra þarfnast og sama gildir hinu megin.

Þegar yfir var komið hófst hin eiginlega ganga suður Almenninga og stefndum við nú með hraði að Þórsmörk, sjáandi í hyllingum grillmat og áfengi. Þó vissum við að við ættum eina á eftir að vaða og það var Þröngá. Hana þurfti að vaða í nokkrum köflum og í þetta skipti hugsuðu ég, Helgi og Bragi allir það sama: "Fuck it, þessi á skal vaðin í skónum." Við stóðum við stóru orðin og var það mikil og góð breyting að þurfa ekki að fórna berum fótunum á hart botngrýtið.

Reyndar var dáldið undarlegt að labba síðustu þrjá kílómetrana í Þórsmörk í blautum skóm en það var vel þess virði. Við vorum komin í Húsadal upp úr 20:30 og fengum gistiaðstöðu í notalegum skála þar. Við hengdum af okkur blaut fötin og skelltum lambinu á grillið, Bragi útbjó kartöflu og svepparétt úr sveppum sem hann hafði tínt á leiðinni og við snæddum marinerðar lambalærisneiðar með hvítlaukssósu og piparsósu og drukkum kassarauðvín og bjór með. Sannkölluð yndismáltíð og fær Bragi stóran plús í kladdann fyrir hana. Svo ræddum við fram á nótt við þrjá hressa Hollendinga, þá Randolf, David og Ivo sem hödðu einmitt sjálfir gengið Laugaveginn.

Svefninn kallaði þó snemma og á mánudagsmorgun fóru ég, Bragi og Unnur með rútunni kl. 7:20 en Helgi, Elín og Jósi sváfu frameftir og tóku seinni rútuna í bæinn. Í þessum skrifuðu orðum eru fyrstu harðsperrurnar að bæra á sér og því ætla ég að segja þessari ferðasögu lokið. Eins og vera ber eru myndir í safninu en þær má nálgast með því að smella á Helga og Elínu hér fyrir ofan. Einnig má lesa ferðasögu Braga á síðunni hans.

PS: Þessi ferðalýsing er skrifuð í þoku óljósra minninga og blöðrueymsla. Staðreynda og tímavillur munu leiðréttar við fyrsta tækifæri.

Posted by Stebbi at 11:52 EH | Comments (1) | TrackBack

ágúst 06, 2003

Speki dagsins....

abbey road
Abbey Road


Which Beatles Album Are You?
brought to you by Quizilla

Posted by Stebbi at 10:12 FH | Comments (1) | TrackBack

ágúst 05, 2003

Gleðilegt Humar!

Jæja, þetta var bara indæl verslunarmannahelgi. Veðrið hérna í Reykjavík var hið blíðasta og á meðan útihátíðarliðið og yfirkeyrðu fjölskyldurnar tepptu þjóðvegi landsins var bara afslöppun og chill-heit hérna í höfuðborginni. Á laugardaginn hélt Siggi Palli upp á afmælið sitt (eins og sjá má á myndum í síðustu færslu) en á sunnudagsmorgun skellti ég mér í bíltúr austur fyrir fjall og skutlaði Auði systur minni til Víkur í Mýrdal, en þar er hún að vinna yfir sumarið á Hótel Lunda. Á Vík drap ég aðeins tímann með Auði og Tinnu vinkonu hennar, við kíktum niður í fjöru og skoðuðum svo Reynisdranga. Ég blotnaði í fæturna en náði samt skemmtilegum myndum...


Ég kom tilbaka uppúr sex og þá kíktum við Helgi og Jósi í grillveislu til Bjarna og Unnar en þar var góður hópur af fólki kominn saman á grasinu á leikvellinum fyrir framan Barónsstíg 39. Bjarni hafði dröslað gasgrillinu út á flöt og svo var grillað, drukkinn bjór og leikið sér með frisbí fram á kvöld. Þegar áfengið fór að segja til sín fóru margir gestir að fá einhverja fimleikabakteríu og má sjá á myndunum að við Íslendingar eigum enn séns í gullið :)

Posted by Stebbi at 11:44 FH | Comments (5) | TrackBack

ágúst 03, 2003

Verslunarmannahelgi 2003

Nelly's....Siggi Palli.....afmæli......Dubliners.....myndir.

Posted by Stebbi at 06:07 FH | Comments (0) | TrackBack