« ágúst 2003 | Main | október 2003 »

september 29, 2003

Jibbíkóla! Ég er orðinn föðurbróðir! (Í annað skipti)

Á föstudagskvöldið kom Oddur Snorrason í heiminn en hann er sonur Snorra bróður míns og og Laufeyjar eiginkonu hans. Ég og Auður systir kíktum í heimsókn fyrr í kvöld og heilsuðum upp á Odd.

Oddur er lítill og krumpaður :)

Auður heldur á Oddi.

Posted by Stebbi at 09:45 EH | Comments (7) | TrackBack

september 23, 2003

Blaine Shmaine

Eins og margir vita lét bandaríski töframaðurinn eða "sjónhverfarinn" David Blaine innsigla sig í plexiglerkassa fyrir 17 dögum síðan og var kassinn svo hífður upp og látinn hanga yfir Thames-á. Þarna ætlaði Blaine svo að dúsa án matar í 44 daga. Eina næringin fyrir Monsieur Blaine yrði slanga með vatni og svo myndi hann losa sig við þvag með annari slöngu. Nú virðist samt að veslings töfrakallinn muni kannski þurfa að gefast upp á stöntinu vegna stöðugs áreitis frá breskum vegfarendum. Á 17 daga dvöl hans í þessu freistandi skotmarki hafa vegfarendur kastað í kassann hans flestu lauslegu, eggjum, steinum, grænmeti, golfkúlum og jafnvel stýrt fjarstýrðum þyrlum á þetta hangandi heimili!

Núna er umboðsskrifstofa Blaine farin að örvænta og fulltrúar hennar létu þennan gullmola frá sér fara nýlega: "What we saw appalled us. David is a huge star, a brand name in America on which an entire campaign was based, and suddenly all the hard work and planning was being blown away. It left us dumbfounded. It is that bad"

Ehem....Sem sagt. Bandarískur furðufugl sem er svo frægur í heimalandinu að hann er orðinn "brand name" er fluttur til Englands, innsiglaður í plastkassa og látinn dangla yfir Thames í einn og hálfan mánuð og umboðsskrifstofan er hissa á því að einhverjar bullur negli nokkrum fúleggjum í fýrinn? Hvernig dirfast þessir óþrjótar?? Vita þeir ekki að hann er "brand name"? Svona eins og herra og frú Beckham :)

En kommon, Blaine ætti bara að prófa að hanga yfir Lækjartorgi á Menningarnótt. Hann væri heppinn ef hann yrði ekki skotinn niður með flugskeyti.

*Blaine öppdeit:

Jæja, það linnir ekki hasarnum hjá Dabba. Nú síðast handtók lögreglan mann sem hafði dröslað valslöngu í yfirgefið vöruhús nálægt Blaine og var að varpa blöðrum fullum af bleikri málningu í veslings kallinn. Þegar yfirvöld komu á staðinn kom það þeim mjög á óvart að pörupilturinn reyndist vera virðulegur maður á miðjum aldri.
Fulltrúi öryggisgæslu Blaine hafði þetta um málið að segja: "The frustrating thing is that once again this man was smartly dressed and well spoken. You would think that middle-class, middle-aged people would know better."

Ja svei mér þá, jafnvel virðulegir bankaþrælar úr City geta skemmt sér við að bauna á Blaine. Hann er orðinn nokkurs konar sameiningartákn fyrir breska prakkara.

Posted by Stebbi at 11:34 FH | Comments (3) | TrackBack

september 15, 2003

Kominn heim

Ferðasagan í stuttu og samanþjöppuðu máli:

Kominn-til-Kaliforníu-hér-er-heitt-vá-Beverly-Hills-freaky-hverfi-ströndin-hraðbrautir-fyrir-hálfvita-þenja-bílaleigubílinn-á-Santa-Monica-best-að-fara-að-synda-heitt-heitt-heitt-gaman-í-Kyrrahafinu-best-að-fara-að-sofa-Mulholland-Drive-Hollywood-Boulevard-STEBBI-BRUNNINN!-fullt-af-stjörnum-hér-er-Spiderman-Inglewood-Manhattan-Beach-J.PaulGettysafnið-hraðbraut-Zuma-Motel6-CaliforniaMensColony-Big-Sur-ha-myndavélin-biluð?-Monterey-SanFransisco-PaloAlto-halló-Unnur-Stanford-uppabær-Alcatraz-hólar-og-hæðir-sporvagnar-HaightAshbury-Lombardstræti-kræklótt-SanFransiscoUniversity-GoldenGate-upp-og-niður-Chinatown-túristaparadís-bara-strax-kominn-heimferðatími-MallofAmerica-er-stóóóóór-rigning-á-Reykjanesbrautinni-kominn-heim-sofa.*

*Ég skelli inn lengri útgáfu um leið og mér hefur gefist tækifæri á að melta ferðina aðeins og nenni að koma henni á prent.

Posted by Stebbi at 02:00 EH | Comments (5) | TrackBack

september 04, 2003

Californi-ay

Jæja, þá eru bara 7 tímar í að ég stígi um borð í flugvélina sem mun bera mig til vöggu siðmenningarinnar, Minneapolis í Bandaríkjunum. Þaðan mun ég svo fljúga til Los Angeles og tekur þá við 8 daga túrismi þar sem ég rúnta um LA á bílaleigubíl í 1-2 dag og held síðan upp ströndina til hinnar ljúfu borgar, San Fransisco. Ég mun reyna að vera duglegur að finna mér netkaffi til að blogga líkt og ég gerði í New York fyrir ári og væntanlega mun ég taka eitthvað af myndum fyrir síðuna. Anyways, adios suckers og sjáumst laugardaginn 13. september.

Posted by Stebbi at 09:32 FH | Comments (6) | TrackBack

september 02, 2003

Bros á dag

Þeim sem eru strax farnir að þjást af skammdegisþunglyndi er bent að kíkja á broskallana. Þeir eru allra meina bót og vilja einungis bæta, hressa og kæta.

Posted by Stebbi at 02:38 EH | Comments (3) | TrackBack