« október 2003 | Main | desember 2003 »

nóvember 27, 2003

Nýru, snjór, flutningar og Hraun

Stebbi Segir: Borðið Skyr!

Sælt veri fólkið, smá öppdeit.

Vegna langvarandi slappleika þá dreif ég mig loksins til læknis á mánudaginn til að tékka það helsta. Blóðþrýstingur reyndist vera í lagi, hjartað og æðakerfið sömuleiðis en eitthvað fannst honum kreatínmagnið vera í hærra lagi. Kreatín hefur eitthvað að gera með starfsemi nýrnanna og því sendi hann mig niðrá röntgendeild daginn eftir til að láta ómskoða í mér nýrun.

Það var frekar fönký reynsla, læknirinn fór með skannann yfir mig aftur og aftur og aftur eins og ég væri hveitipoki með beyglað strikamerki í Bónus. Hann sagðist sjá eitthvað sem að gæti mögulega verið steinn (Kidney Stones!) eða einhvers konar blaðra (!) og á næstu dögum fæ ég að vita nánar um hvað er að ræða. Ég hef svo sem litlar áhyggjur af þessu, ég trúi á mátt læknavísindanna (svo tilheyri ég líka íslensku læknamafíunni).

Í öðrum fréttum er það helst að Bragi og Kristjana eru að flytja á morgun og þá skal tekið til hendinni og hjálpað til. Ég vona bara að eins og venjulega sé bjór á endanum. Glaumgosarnir í Hraun eru svo að spila á Nellýs í kvöld og hvet ég alla til að mæta, það kostar ekkert inn og þeir eru betri en Írafár.

Undanfarna daga hef ég svo rölt um með myndavél föður míns og skjalfest þetta undarlega veðurfar (snjór? í nóvember??) og sett inn á myndasafnið. Njótið vel.

PS: Djöfull er það notaleg og skemmtileg tilfinning að taka hljómplötur úr umslögunum og setja þær á fóninn, setja nálina svo gætilega á og stilla bassann, treblið og volumið. Halla sér síðan aftur í sófann og hlusta á Roger Whittaker syngja um a New World In The Morning.

Posted by Stebbi at 12:43 EH | Comments (2) | TrackBack

nóvember 23, 2003

For the records....

Jibbíkóla! Ég er núna stoltur eigandi Philips 970 ThreeBand Stereo Combination hljómtækjasamstæðu. Guði sé lof fyrir hina ágætu viðskiptavini Breiðbandsins. Ég var í heimsókn hjá góðri konu um daginn og stillti fyrir hana stafrænan myndlykil og sem að ég var á leiðinni út um dyrnar spurði hún mig hvort að ég hefði einhver not af gömlum plötuspilara. Ég bað um að fá að líta á gripinn og viti menn, blasti ekki þessi fínasta Philips-stæða við mér, ca. 1976.

Ég þáði boðið og bað um að fá að sækja spilarann um helgina. Í gær sneri ég svo til baka og sótti settið og nú situr samstæðan á skáp inni í stofu og spilar Roger Whittaker eins og hún eigi lífið að leysa. Lífið er grúví.

Posted by Stebbi at 03:33 EH | Comments (3) | TrackBack

nóvember 17, 2003

Skoðanakönnun vikunnar....

Á Stebbi að drífa sig í klippingu?

Posted by Stebbi at 07:23 EH | Comments (20) | TrackBack

nóvember 16, 2003

Jólin koma, jólin koma, jólin koma, jólin koma......eh....jólin koma, jólin koma, jólin koma....kann ekki meira í textanum

Helgin er á enda og í þessum töluðu orðum er ég einmitt að ræða við Helga á MSN. Hahahaha. Eh....

Á föstudaginn kíkti ég í heimsókn á Fjólugötu 11a, æskuheimili Sigga Palla en þar voru einmitt Siggi Palli og Dóra í heimsókn hjá Alfreð stjúp-pabba Sigga Palla og Magdalenu, mömmu Sigga. Ég settist að spjalli með þeim ásamt Braga Skafta og Birgi, vini hans og stuttu síðar dreif Jósa að. Það var ansi næs að sitja þarna þessa kvöldstund því hvergi finnst manni maður vera jafn velkominn og einmitt á Fjólugötunni hjá Alfreð og Möllu. Við sátum að spjalli langt fram á nótt og svo héldum við Jósi, Bragi, Siggi og Dóra á bæjarrölt, komum við á Sportkaffi....afsakið..Felix, og svo kíktum við á Prikið. Ég var samt bara á rólegu nótunum og hélt snemma heim.

Á laugardaginn kíkti ég í afmælisbrunch til Snorra bróður míns (33 ára, takk fyrir) og hámaði í mig beyglur með reyktum lax og pönnukökur með sírópi. Á laugardagskvöldið kíkti ég til Sigga Palla og mókuðum við yfir DVD-glápi, horfðum á The Seventh Voyage Of Sinbad (ansi góðar Harryhausen brellur, handónýtir leikarar) og svo nokkra Buffy-þætti af fjórða seasoni. Hver segir að það sé ekki fútt í laugardagskvöldum lengur? :)

Anways, dagurinn í dag fór í að hjálpa Má og Stínu að flytja frá Stórholti 1 í Stangarholt 6, niður fjórar hæðir og upp á aðra, stólar, sófar, ískápar, dýnur, kettir, bækur, tölvur, föt, skór, sjónvarp, borð, stólar og margt fleira. Að góðum íslenskum sið var svo bjór og pizza á leiðarenda. Vegna stuttrar vegalengdar var ekki splæst í neinn asskotans flutningabíl (líkt og ónefndur aðili gerði þegar hann flutti svipaða vegalengd) en öllu draslinu þess í stað rúllað á trillum upp í Stangarholtið. Nýja íbúðin þeirra er ansi flott, rúmgóð og á tveimur hæðum og fullt af plássi fyrir Garp litla til að hlaupa um eins og hann hefur svo gaman af.

Í einhverju fan-boy kasti setti ég inn nokkur uppáhalds-kvikmyndaatriðin mín (þeas. úr uppáhaldskvikmyndunum mínum, ekki að ég hafi leikið í neinum) á LiveJournal síðuna mína. Ætla að halda þessu við og bæta við þétt og fast.

Posted by Stebbi at 09:48 EH | Comments (4) | TrackBack

nóvember 10, 2003

Brrrrr

Yay! David Attenborough er ótrúlegur einstaklingur og að sjá hann í eigin persónu er ansi skemmtileg upplifun (og ókeypis!)

Sir David troðfyllti Salinn í Kópavogi á fimmtudagskvöldið og komust langt um færri að en vildu. Með klækjabrögðum tókst mér að redda mér sæti hjá Jósa og Braga á svölunum þrátt fyrir að hafa mætt alveg überseint. Attenborough rabbaði við gesti um notkun myndavéla í náttúrulífsmyndum og sýndi meðal annars myndir innan úr bjórahreiðri þar sem að innrauð myndavél festi bjórana á filmu í leti sinni. Það var nú samt ekki að ræða það að fá áritun á nýju bók meistarans, slíkur var múgæsingurinn.

Það var ansi kalt á Tryggvagötunni um helgina. Á laugardaginn hættu allir ofnarnir mínir að virka (stuttu eftir að ég hafði verið að bitcha á blogginu að það væri kalt jafnvel þó þeir virkuðu) og laugardagskvöldið var ansi napurt og voru teppi heimilisins nýtt til hins ýtrasta. Ég fékk svo aftur hita á sunnudagskvöld og það get ég sagt ykkur að maður saknar ekki Danfossanna fyrr en maður hefur misst þá alla. En allt fór þó vel að lokum og ný er Tryggvagatan orðin heit og kósý aftur.

Posted by Stebbi at 03:35 EH | Comments (5) | TrackBack

nóvember 06, 2003

Matrix-myglun

Ansi er það skrítin upplifun að labba útaf bíómynd og segja "ég vildi óska þess að Keanu Reeves hefði verið meira í þessari mynd."

En fjandinn hafi það, The Matrix Revolutions er langur skratti, full af misáhugaverðu fólki og liggur við að Neo, Morpheus og Trinity sem að við elskum öll og dáum, séu orðnar minniháttar persónur í þríleiknum og í stað þess fáum við hóp af nafnlausum Áströlum, meira og minna kanahreimuðum, að berjast við einhverja fljúgandi málmsmokkfiska.

Minna Zion, meira Matrix segir Stebbi!

PS: Ég, Jósi og Bragi ætlum að fara á fyrirlestur með Sir David Attenborough í kvöld í Salnum í Kópavogi kvöld kl. 20:30 þar sem hann talar um þróun myndavéla og notkun þeirra í þeim heimildamyndum sem hann hefur gert. Muy interesting.

Posted by Stebbi at 12:30 EH | Comments (8) | TrackBack

nóvember 04, 2003

Bloggleti

Öppdeit:

Fór í skírn á sunnudaginn síðasta, bróðursonur minn Oddur var skírður....Oddur. Leiðinleg athöfn en gott kaffi og gaman að hitta fjölskyldu Laufeyjar mágkonu minnar.

Það er kalt í íbúðinni minni. Á einhver Danfossofn sem hann er ekki að nota?

Flensugemlingurinn virðist hafa tekið sér fasta búsetu í líkama mínum, dagleg líðan er: Skítleg allt upp í sæmileg.

Ég rakaði af mér skeggið en það virðist ætla að vaxa aftur!

Ef heldur áfram með þessa snjóvitleysu þá verð ég að legggja hjólinu mínu.

Já, og mig var ekki að dreyma, Arnold Schwarzenegger var í raun kosinn ríkisstjóri Kaliforníu.

Posted by Stebbi at 01:18 EH | Comments (1) | TrackBack