desember 04, 2003

Aðeins 13 vinnudagar til jóla.....

...og nýrun virðast vera í lagi. Þessi blaðra mun trúlega hverfa af sjálfu sér en til öryggis mun ég kíkja aftur í skoðun í febrúar. Ef ekki er allt með feldu þá, þá mun ég gera mér ferð til Rio De Janeiro og verða mér úti um svartamarkaðsnýra. Já, og líka tékka á kjötkveðjuhátíðinni. Má ekki gleyma því.

Þar sem að það er farið að styttast í hátíð jóla, þótti mér réttast að gerast nú blokkaríbúðareigandi dauðans og skella upp litríkum seríum á alla fleti íbúðarinnar en ég gafst upp eftir að hafa skreytt stofugluggana og svalirnar. Á meðfylgjandi mynd sést svo árangurinn (just barely).

Annað kvöld stefnir svo í pínku yfllerí þar sem jólaglögg Landsímans verður haldið á Gauk á Stöng. Einnig er hann Jónsi, aðstoðarverslunarstjóri í Símanum í Kringlunni, að taka þátt í Idol annað kvöld svo að glöggið gæti alveg breyst í Idol partý.

Jibbíkóla!

Posted by Stebbi at 04.12.03 12:13
Comments

Hæ. Það er ekki oft sem ég er drukkin á fimmtudagskvöldum en það gerist þó. Heimsæki þig í janúar. Skemmtu þér vel í kvöld elskan, vildi ég væri þarna hjá Símanum.

Þóra skrifaði 5 desember 2003, kl. 03:26

Nei, glöggið er í kvöld (föstudagskvöld) og það sem betra er, það er á Gauknum :) Ekki langt fyrir mig að fara. Hlakka til að sjá þig í jan.

Stebbi skrifaði 5 desember 2003, kl. 10:25

Post a comment

Remember personal info?