desember 24, 2003

Christmastime is here, happiness and cheer....

Jæja, aðfangadagsmorgun og Stebbi í vinnunni (not for long though). Í gær fórum við Svavar í hinn árlega jólakortarúnt en sökum gífurlegrar þreytu undirritaðs varð rúnturinn nokkuð stuttur þetta árið. En á móti kom þó að í ár fengu margir (vegna mistaka í framleiðsluferli fengu sumir ekki) nýju jólaplötuna með Hraun!. Þar taka Hraunarar, ásamt góðum gestum, ástkæra jólasmelli og eitt eða tvö óvænt lög. Svavar hefur meira um plötuna að segja á blogginu sínu en ég verð þó að segja að útgáfa Hraun! af Christmastime Is Here eftir Vince Guaraldi af plötunni A Charlie Brown Christmas er eitt fallegasta jólalag sem ég hef heyrt í langan tíma.

Svo verð ég náttlega að kreista eigin flautu og benda á lokalag plötunnar, Heim um jólin, sem er þýðing á Nebraska eftir Bruce Springsteen. Þar fékk Stebbi að kyrja ámátlegan jólaóð og merkileg uppgvötvun átti sér stað. Þegar ég reyni að hljóma eins og Springsteen kemur það út eins og Tom Waits. En allt heppnaðist þó vel og Svabbi spilaði eins og engill á gítarinn með mér og bætti svo einmanalegustu jólabjöllum í heimi við lagið. Þeir sem að hafa áhuga á eintaki af jólaplötu Hraun! ættu að hafa samband við Svabba og jafnvel gauka að honum einum tómum disk eða svo. Sjáumst seinna í dag.

Posted by Stebbi at 24.12.03 10:58
Comments
Post a comment

Remember personal info?