« nóvember 2003 | Main | janúar 2004 »

desember 24, 2003

Jólin koma

Nú er klukkan að ganga fimm og ég held út í Skerjafjörð til foreldranna í jólamatinn. Ég óska ykkur öllum alls hins besta um hátíðarnar og vona að hitta ykkur sem flest á næstu dögum.

Posted by Stebbi at 04:56 EH | Comments (6) | TrackBack

Christmastime is here, happiness and cheer....

Jæja, aðfangadagsmorgun og Stebbi í vinnunni (not for long though). Í gær fórum við Svavar í hinn árlega jólakortarúnt en sökum gífurlegrar þreytu undirritaðs varð rúnturinn nokkuð stuttur þetta árið. En á móti kom þó að í ár fengu margir (vegna mistaka í framleiðsluferli fengu sumir ekki) nýju jólaplötuna með Hraun!. Þar taka Hraunarar, ásamt góðum gestum, ástkæra jólasmelli og eitt eða tvö óvænt lög. Svavar hefur meira um plötuna að segja á blogginu sínu en ég verð þó að segja að útgáfa Hraun! af Christmastime Is Here eftir Vince Guaraldi af plötunni A Charlie Brown Christmas er eitt fallegasta jólalag sem ég hef heyrt í langan tíma.

Svo verð ég náttlega að kreista eigin flautu og benda á lokalag plötunnar, Heim um jólin, sem er þýðing á Nebraska eftir Bruce Springsteen. Þar fékk Stebbi að kyrja ámátlegan jólaóð og merkileg uppgvötvun átti sér stað. Þegar ég reyni að hljóma eins og Springsteen kemur það út eins og Tom Waits. En allt heppnaðist þó vel og Svabbi spilaði eins og engill á gítarinn með mér og bætti svo einmanalegustu jólabjöllum í heimi við lagið. Þeir sem að hafa áhuga á eintaki af jólaplötu Hraun! ættu að hafa samband við Svabba og jafnvel gauka að honum einum tómum disk eða svo. Sjáumst seinna í dag.

Posted by Stebbi at 10:58 FH | Comments (0) | TrackBack

desember 20, 2003

Jæja, þá er Hringaævintýrinu lokið.

Jæja, þá er Hringaævintýrinu lokið. Vá.

Bara ágætis ræma.

Vá.

Vá...

Var ég búinn að segja vá?


Anyways, þar sem áramótin (að ég tali nú ekki um jólin) nálgast nú óðfluga þá ákvað ég að skella loksins upp myndunum úr áramótapartýinu sem var haldið á Norðurstíg 3a. í fyrra. Those were the days my friends.

Posted by Stebbi at 10:05 EH | Comments (1) | TrackBack

desember 18, 2003

4 vinnudagar til jóla.....

Var að klára jólakortin, tæplega 50 stykki. Jænxúg, draxúg og aðsúg! Það mætti halda að ég kynntist nýju fólki á hverju ári, þetta var ekki svona mikið fyrir nokkrum árum síðan. Annars er mest lítið að frétta, keypti jólatré á 1300 kall í Blómavali og komst svo að því að fótur undir þetta krúttlega tré mitt kostar ca. 3000 krónur. Fokkíng blómanasistar! Þeir gáfu mér þó samt konfektdós með trénu sem mér fannst soldið næs.

Annað kveld fer ég svo á einhverja nýsjálenska mynd í bíó sem að er þriðji hluti einhvers lítið þekkts bókmenntaverks eftir Roald Dahl eða einhvern. Myndin heitir á íslensku "Hilmir Snýr Heim" og fjallar víst um kóng sem heitir Hilmir og á sverð sem brotnaði einu sinni í tvennt. Hann hittir álfa sem laga sverðið hans og einnig gamlan töframann í hvítum kjól. Ég hef heyrt að þessi mynd sé hátt í 200 mínútur á lengd og þar sem ég borgaði aðeins 600 kr fyrir miðann er þetta ansi hagstætt mínútuverð.

Posted by Stebbi at 11:19 FH | Comments (5) | TrackBack

desember 14, 2003

Keiko: 1976-2003

slökkvið á seríunum, lækkið í jólalögunum
segið smiðunum á efri hæðinni að slökkva á sögunum
setjið gemsana á silent, hættið að baka
afpantið hlaðborðið og sendið jakkafötin til baka

lækkið í idol, gangið frá rettunum
lokið sjoppunum og leggið brettunum
geymið nammið, slökkvið í hampinum
hættið að syngja með winampinum

hann var okkar norður, suður, austur og vestur
ef frá er talinn moby dick var hann af hvölum bestur
göngum öll í hljóði, með svartan borða um háls
en brosum samt örlítið, villi er loksins frjáls

(með fyrirfram afsökunarbeiðni til wh auden)

mmmmm....keikóborgari

Posted by Stebbi at 11:15 FH | Comments (5) | TrackBack

desember 10, 2003

Me Llamo Felix....Felix Navidad

Allt að verða vitlaust á fimmtu hæðinni. Dagarnir líða skuggalega fljótt og desember siglir hraðbyri í átt að stysta degi ársins áður en haldið er upp á ný aftur. Á sunnudaginn var bankað upp hjá mér þar sem ég sat í makindum og gerði ekki neitt. Það reyndist vera nágrannakona mín af 4. hæðinni og tilkynnti hún mér kurteisislega það læki úr baðherbergisloftinu hennar. Ég var nýkominn úr baði og fékk þess vegna hroll er ég hélt í humátt á eftir henni niður á 4. hæð.

Þar blasti við mér alveg ofboðslega nettur leki, pínkuspræna (en spræna þó) neðan úr lofti, streymandi fram hjá baðherbergisljósinu. Við sættumst á að ég myndi hringja í húsfélagið, sem ég og gerði. Í gær komu svo til mín píparar frá Tryggingamiðstöðinni sem að litu á baðkarið mitt og sáu strax vandann, einhver skinna eða hulsa eða einhver fjandinn var ekki nógu vel hert svo að í staðinn fyrir að flæða í niðurfallið fór hluti af vatninu inn í karið sjálft og lak svo beinustu leið niður á 4. hæð.

Ég varpaði öndinni léttar og þó að ég fái örugglega reikning fyrir heimsókn pípusérfræðinganna þá átti ég von á töluvert verri útkomu, sá í martröðum mínum beljaka með sleggjur brjóta fína baðkarið mitt í spað til að komast að lekanum.

Í gær horfðum við Elín svo á tvær áhugaverðar myndir. Annars vegar Wonderland og hins vegar Finding Nemo. Sú fyrri fjallar um hrottaleg morð sem að áttu sér stað á Wonderland Avenue í Los Angeles sumarið 1981 og umdeildan þátt klámstjörnunnar John Holmes í verknaðinum en seinni myndin segir frá smáfisk sem að heldur í langa ævintýraför eftir að syni hans er rænt af köfurum. Alltaf gott að hafa smá jafnvægi í kvikmyndaáhorfinu :)

Posted by Stebbi at 10:36 FH | Comments (3) | TrackBack

desember 04, 2003

Aðeins 13 vinnudagar til jóla.....

...og nýrun virðast vera í lagi. Þessi blaðra mun trúlega hverfa af sjálfu sér en til öryggis mun ég kíkja aftur í skoðun í febrúar. Ef ekki er allt með feldu þá, þá mun ég gera mér ferð til Rio De Janeiro og verða mér úti um svartamarkaðsnýra. Já, og líka tékka á kjötkveðjuhátíðinni. Má ekki gleyma því.

Þar sem að það er farið að styttast í hátíð jóla, þótti mér réttast að gerast nú blokkaríbúðareigandi dauðans og skella upp litríkum seríum á alla fleti íbúðarinnar en ég gafst upp eftir að hafa skreytt stofugluggana og svalirnar. Á meðfylgjandi mynd sést svo árangurinn (just barely).

Annað kvöld stefnir svo í pínku yfllerí þar sem jólaglögg Landsímans verður haldið á Gauk á Stöng. Einnig er hann Jónsi, aðstoðarverslunarstjóri í Símanum í Kringlunni, að taka þátt í Idol annað kvöld svo að glöggið gæti alveg breyst í Idol partý.

Jibbíkóla!

Posted by Stebbi at 12:13 EH | Comments (2) | TrackBack

desember 01, 2003

Til hamngju, Bragi og Kristjana...

...með nýju íbúðina á Ásvallagötunni. Á föstudaginn var plastað, spartlað, málað og flutt í þessa ágætu íbúð og viti menn, það var bjór á boðstólum. Myndir fyrir ofan.

Posted by Stebbi at 10:53 FH | Comments (1) | TrackBack