desember 14, 2003

Keiko: 1976-2003

slökkvið á seríunum, lækkið í jólalögunum
segið smiðunum á efri hæðinni að slökkva á sögunum
setjið gemsana á silent, hættið að baka
afpantið hlaðborðið og sendið jakkafötin til baka

lækkið í idol, gangið frá rettunum
lokið sjoppunum og leggið brettunum
geymið nammið, slökkvið í hampinum
hættið að syngja með winampinum

hann var okkar norður, suður, austur og vestur
ef frá er talinn moby dick var hann af hvölum bestur
göngum öll í hljóði, með svartan borða um háls
en brosum samt örlítið, villi er loksins frjáls

(með fyrirfram afsökunarbeiðni til wh auden)

mmmmm....keikóborgari

Posted by Stebbi at 14.12.03 11:15
Comments

SNILLD!!!

Hallur skrifaði 14 desember 2003, kl. 11:54

Svo ... fallegt *sob*

Ásta skrifaði 15 desember 2003, kl. 08:55

La baleine est morte! Vive la baleine!

erin skrifaði 15 desember 2003, kl. 10:47

Stebbi minn smá spurning. Zappa samdi tónlist við hvaða klámmynd? Ef einhver sem ég þekki veit þetta þá er það þú. :)

Bragi skrifaði 15 desember 2003, kl. 21:35

Porn Wars?

Lúði skrifaði 21 desember 2003, kl. 21:01

Post a comment

Remember personal info?