« desember 2003 | Main | febrúar 2004 »

janúar 31, 2004

Brrrrrr *hóst*


Engin vesturferð fyrir Stebba, mest megnis leti réði því. Þó verð ég að segja að þetta er lán í óláni þar sem að ég er nú kominn með dálítið nastý hálsbólgu og ég get ekki ímyndað mér að það væri þægilegra að vera hóstandi yfir allan mannskapinn fyrir vestan en að gera það hér á fimmtu hæðinni í friði og ró. Ég vona nú samt að giggin hjá Hraun! og Heiðu & Heiðingjunum gangi vel fyrir sig, ég færi þeim hósta og baráttukveðjur.

Vegna helvítis hóstakastanna náði ég ekki að sofna fyrr en ca. 7 í morgun og drattaðist því ekki fram úr rúmi fyrr en rúmlega 2. Þá gerðist ég svo galvaskur (og masókistískur) að fá mér smá göngutúr í góða veðrinu. Ég kippti lánsmyndavélinni með og festi frostblíðuna á stafrænt form. Njótið.

Posted by Stebbi at 06:50 EH | Comments (2) | TrackBack

janúar 24, 2004

Ammli Ammli Ammli

Gærkvöldið var alveg ágætt. Hraun! troðfyllti Kaffi Vín með ljúfum tónum og ómþýðum söng. Sumir urðu fullir, aðrir fyllri og einhverjir sterabellir fóru hamförum í pílukasti áður en athyglisbresturinn þeirra lét að sér kveða og þeir skunduðu niðrá Felix. Myndir fást með því að klikka á þetta samansafn fagurs fólks hér að ofan.

Posted by Stebbi at 05:44 EH | Comments (3) | TrackBack

janúar 23, 2004

Símskeyti

Partý á Kaffi Vín í kvöld-stop-Hljómsveitin Hraun! leikur fyrir dansi-stop-Allir mæta í besta skapi-stop-Hjálp hjálp þeir eru að brjótast inn hjá-stop

Posted by Stebbi at 07:44 EH | Comments (0) | TrackBack

janúar 21, 2004

Til hamingju með daginn Svavar!

Svavar Knútur Kristinsson, blaðamaður, heimspekingur, tónlistarmaður, lífspekúlant og stöðumælavörður er 28 ára í dag. Til hamingju kæri vinur og megi hið besta frá liðnum árum vera hið versta sem framundan er.

PS: Félag Ungra Framsóknarmanna óskar Svavari innilega til hamingju með afmælisdaginn og minnir hann á að hann skuldar ennþá 6 mánuði í félagsgjöld.

Posted by Stebbi at 02:03 EH | Comments (2) | TrackBack

janúar 20, 2004

Kahlooo!

Merkilegt hvað skapið getur verið árstíðabundið, ég hef verið ansi þungur í brún núna yfir mesta skammdegið (eins og svo margir aðrir grunar mig) en með hækkandi sól og blómum í heiði virðist brúnin aðeins lyftast. Ekki svo að það sé neitt vor á næsta leyti, ég er nú ekki svo bjartsýnn 20. janúar. En eitthvað hefur hann bráðnað snjórinn og kannski getur Stebbi farið að hjóla aftur.

Sem þýðir að ég þarf að fara að finna ferðageisla/mp3spilarann minn. Mikið hef ég leitað í íbúðinni og er farið að gruna að hann gæti legið á glámbekk einhvers staðar í kunningjahúsum. Lesendur eru vinsamlegast beðnir að hafa auga með sér og athuga hvort að í húsakynnum þeirra leynist Lenco ferðageislaspilari, veðraður og lítill í sér.

Annars er það að frétta að Auður systir mín er að fara að flytja að heiman, orðin tæplega 22 ára, blessað barnið. About goddamn time.


PS: Hvar getur maður keypt sér glámbekk?

Posted by Stebbi at 01:56 EH | Comments (1) | TrackBack

janúar 19, 2004

Ædol is óver

Jónsi vann ekki Idol en það gerði hins vegar Kalli Bjarna .Það eru meiri Smáfólksbrandarar á takteinum en sökum mánudagsþreytu hefur þeim verið frestað. Til hamingju þið þrjú, þið heppnu þrjú; þó að aðeins eitt ykkar hafi náð að verða Popp-Skurðgoð Ísland þá eruð þið öll "shigurvhegarar" eins og Bubbi orðaði það. Ég verð nú að segja að ég hef oft séð kröftugri dómnefndir. Þorvaldur Bjarni í smóking minnti míg líka óþyrmilega mikið á René Dif úr Aqua. Hvar eru Lene, Søren og Klaus þegar maður þarf á þeim að halda?

Ég er núna að hlusta á tónlistina úr A.I. - Artificial Intelligence eftir John Williams. Ég hef löngum verið Williams aðdáandi en ég verð að viðurkenna að þegar ég heyrði scorið úr A.I. fyrst fyrir tveimur og hálfu ári síðan var ég ekkert mjög hrifinn af því, sem og myndinni. Nú hefur hvort tveggja náð að gerjast dálítið í skilningarvitunum og þegar ég sá A.I. nýlega á Stöð 2 þótti mér heldur meira til hennar koma. Einum of margir endar spilla samt ennþá fyrir heildarmyndinni. Tónlistin er á sérparti, einstaklega dökk (sem er óvenjulegt fyrir Williams) og hreinlega spúkí á köflum en þó með tærleika sem að hreyfir við hjartanu. Svona getur það tekið mann langan tíma að meta eitthvað að verðleikum.

Posted by Stebbi at 10:56 FH | Comments (0) | TrackBack

janúar 18, 2004

Mér er.....

kalt, mér er kalt, mér er kalt. Fleira er ekki í fréttum.

Posted by Stebbi at 08:07 EH | Comments (0) | TrackBack

janúar 16, 2004

Loksins viðurkenndir af KFC.

Hin alþjóðlega skyndibitakeðja KFC viðurkenndi á dögunum loksins sjálfstæði Íslendinga sem staðfest var þann 17. júní árið 1944. Fyrir vikið var fyrirtækinu veitt viðurkenningarskjöldur þar sem því er þakkað fyrir veittan stuðning í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar.

Posted by Stebbi at 02:32 EH | Comments (2) | TrackBack

Pálína er komin með blogg!

Velkomin í bloggheima Pálína :)

Posted by Stebbi at 02:29 EH | Comments (84) | TrackBack

janúar 15, 2004

Til að halda upp á

Til að halda upp á endurkomu eldavélarinnar eldaði ég grænt karrý og bakaði skúffuköku í gær. Elín, Bragi og Jósi snæddu kvöldmat með mér og saman horfðum við á verstu mynd sem ég hef séð í ár. Seinna um kvöldið fórum við Jósi og Bragi á Nellý's þar sem að Hraun! spilaði. Svavar og strákarnir hyggja á vesturför (Flateyri & Ísafjörður) í enda mánaðarins og svei mér þá ef að ég er ekki að spá í að slást í för með þeim. Verður alla vega gaman að keyra þetta. Er ekki annars góð spá? :p

Posted by Stebbi at 12:23 EH | Comments (1) | TrackBack

janúar 14, 2004

Bíll Smíll

Samtal milli Svavars og Stefáns í gær

Svavar: Voðalega ertu duglegur að taka strætó Stebbi minn, ég dáist að þér.

Stebbi: Iss, þetta er ekkert mál. Maður þarf ekkert að eiga bíl í svona smáplássi eins og Reykjavík. Gott reiðhjól og Græna Kortið, meira bið ég ekki um.

Svavar: Þú ert sönn hetja!

Stebbi: Satt er það, satt er það.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Daginn eftir fær Stefán hringingu frá viðgerðamanni sem ætlar að kíkja í heimsókn til hans á Tryggvagötuna til að reyna að lækna fárveikan bakaraofn.

Viðgerðamaður: Sæll Stefán, ég verð kominn eftir ca. hálftíma.

Stefán: Ekki málið, ég næ Tvistinum eftir 5 mín og er kominn heim eftir 15 mín.

Stefán hleypur út í strætó, það er kalt. Reykjavík er svo sannarlega borgin þar sem sólin brennur kalt og vindurinn blæs kaldar. Stefán kemur sér makindarlega fyrir í sætinu og dottar aðeins. Hann vaknar þó snögglega við hóst og hökt í vél strætisvagnsins. Vagninn hefur numið staðar á Lækjartorgi og vagnstjórinn tilkynnir farþegum að vegna bilunar muni þessi vagn ekki fara lengra. Stefán lítur í ofboði á klukkuna og þýtur út úr vagninum.

Vindurinn blæs ofurköldu framan í veslings Stebba þar sem hann hleypur í ofboði eftir Tryggvagötunni, hafandi heyrt tröllasögur af viðgerðamönnum sem gefa engin grið hvað varðar stundvísi. Heppnin er þó með honum og viðgerðamaðurinn bíður rólegur úti í frostinu og hálftíma seinna er Stebbi kominn með fúnkerandi ofn og helluborð.

Bíll Smíll.

Posted by Stebbi at 01:47 EH | Comments (2) | TrackBack

janúar 13, 2004

wtf?

Það vita það ekki margir, en klumpurinn er einmitt safaríkasti og jafnframt ljúffengasti hluti nautsins.

*Kjötdeild Sameinuðu Þjóðanna hefur í yfir 30 ár haft umsjón með kjötvinnslu á ófriðarsvæðum og hefur vökult auga með allri misbeitingu kjötvalds.*

Posted by Stebbi at 11:27 EH | Comments (1) | TrackBack

janúar 12, 2004

Herra Örbylgja

Nýtt ár hefur silast inn, hægt og rólega. Bráðum mun maður jafnvel muna eftir að skrifa 2004 í staðinn fyrir 2003. Ég er ekki alveg sáttur við mánuðina janúar og febrúar (þið verðið að fyrirgefa mér. þið eðla fólk sem eigið afmæli í þessum mánuðum). Þetta eru dimmir, votir, kaldir og leiðinlegir mánuðir sem að mætti skipta út fyrir skemmtilegri mánuði.

Í fréttum er það helst að bakarofninn minn (sem og helluborð) eru óvirk/ónýt eftir eldunarævintýri á laugardagskvöld. Ég og Elín Soffía ákváðum að elda okkur pasta bolognese (hakk og spaghetti fyrir ósnobbaða) og keyptum inn í 10-11. Þegar við komum til baka var kynt undir spaghettíinu, hakk sett á pönnuna og kveikt á ofni til að hita hvítlauksbrauðið.

Þá dró nú til tíðinda þegar öllu rafmagninu sló út. Við komumst snögglega að því að það var eldavélin sem að var að slá öllu út og því þurftum við að taka hana úr sambandi, helluborðið er samtengt þannig að það er úr action líka. Eftir að hafa velt fyrir okkur valkostunum varð okkur úr það snjallræði að hringja á Hróa Hött og láta senda okkur hamborgara með frönskum. Húrra fyrir skyndilausnum!

Núna er ég semsagt keyrandi á örbylgumatreiðslu. Luma einhverjir á uppskriftum handa Stebba?

Posted by Stebbi at 02:03 EH | Comments (3) | TrackBack

janúar 02, 2004

Merry New Year!!

Svona var partýið

Jæja gott fólk, strax liðnir tveir dagar af 2004 og ég hef ekki bloggað í rúmlega viku. Að vísu hefur tölvuskrattinn minn verið í smá lamasessi en það hefur bara verið of ljúft að hitta margt af því fólki sem maður talar venjulega við á MSN. Það er líka hollt og gott að vera netfjarverandi í smá stund.

Jólin hafa verið ljúf og róleg, fékk fullt af ógisslega flottum gjöfum
sem ég get klæðst, horft á, hlustað á og jafnvel nýtt til utanlandsferða. Annan í jólum bauð hljómsveitin Kaffi til tónleika á Kaffi Vín og var þar margt um manninn og hlaust af hin ágætasta skemmtan (hver er annars munurinn á skemmtan og skemmtun?). Á laugardagskvöldið kíktum við Jósi svo í fimmtugsafmæli Alfreðs, stjúppabba hans Sigga Palla þar sem að Hraun léku undir dansi. Við misstum reyndar af fría áfenginu en það kom ekki að sök, stuðið var fínt og gaman að geta samglaðst Alfreð sem að var eins flottur og hans er von og vísa. Til Hamingju Alfreð, you da man!

Á mánudaginn hitti ég svo hana Erin á Gráa Kettinum en ætlunin var að taka síðan röltið og smella af nokkrum ljósmyndum en vegna veðurs var frekar ákveðið að móka yfir misslæmum DVD myndum, Jay & Silent Bob Strike Back, Jaws og hluta af Blazing Saddles. Seinna um kvöldið kíkti ég svo til hennar Ástu þar sem við horfðum á fyrsta þáttinn af nýrri dramaseríu um tvo lýtalækna í Miami. Áhugavert. Hef aldrei áður séð mann drepinn með fitusogi.

Á gamlárskvöld var svo blásið til áramótateitis á Tryggvagötunnu og fylltist íbúðin fljótt af gömlum og nýjum vinum, vodkahlaup gekk manna á milli og ódýrt freyðivínið flæddi um gólf og ganga. Um hálfsexleytið færðist svo gleðin á Grand Rokk þar sem Hraunarar héldu uppi stuðinu fram á morgun með ljúfum tónum. Um sjöleytið drattaðist ég svo heim, tók til mesta ruslið og sofnaði svo svefni hinna útdjömmuðu. Á nýjársdagskvöld fórum við Helgi og Vala systir hans að sjá Kaldaljós í Háskólabíói en ég held að nýársþynnkan hafi ennþá verið viðloðandi því ég var bara ekki að meika þessa mynd. Kannski á maður bara að horfa á íslenskar kvikmyndir í sjónvarpinu á jóladag (Stefán Halldórsson, stærsti stuðningsmaður íslenskrar kvikmyndagerðar).

Í dag fékk ég svo Erin aftur í heimsókn og hún eldaði ofan í mig dýrindis hádegismat, yummielicious, og ég launaði henni greiðann með því að sýna henni hina stórkostlegu kvikmynd Godspell. Þið sem að hafið séð hana, share the pain! Þið hin, what are you waiting for???

Núna sit ég hérna og hlusta á Manic Street Preachers á tvöföldum hraða en vegna undarlegrar hegðunar hljóðkortsins í tölvunni minni þá spilast allir hljóðfælar á strumpahraða. Weird.

Nú eru bara þrír dagar í vinnu og mér er strax farið að hrylla við tilhusgununni að þurfa að rífa mig upp á rassgatinu á mánudagsmorgun.

En núna er mér orðið kalt þannig að ég ætla að fá mér Swiss Miss og dást að vel tiltekinni íbúð.

Posted by Stebbi at 05:31 EH | Comments (2) | TrackBack