« febrúar 2004 | Main | apríl 2004 »

mars 28, 2004

Master And Commander: The Far Side Of Kópavogur


Á föstudeginum fyrir rúmri viku síðan leiddist Stebba og Braga alveg svakalega þannig að þeir fóru í ævintýraferð inn í Nauthólsvík og Kópavog með myndavél.......the rest is history.

Posted by Stebbi at 05:31 EH | Comments (7) | TrackBack

mars 26, 2004

"By the prickling of my thumbs, a drunken Greenlander this way comes.."

Sem að ég var á leið heim frá Ellefunni þar sem Hraun! höfðu verið að spila (til hamingju með Heaven On Their Minds strákar, þetta er allt að koma) rek ég auga á mannveru sem nálgast mig hjá Kolaportinu. Náunginn veifaði eitthvað svo að ég steig af hjólinu og hváði.

Þetta var Grænlendingur, tannlaus, eymdarlegur og ansi drukkinn. Hann var líka týndur í þokkabót. Mannkertið umlaði eitthvað sem hljómaði eins og: "Hofnaddda" og "Hofnafaaadd" og eftir nokkur uml komst ég að því að hann var að leita að Hafnarfirði. Ég benti í suður og kvað Fjörðinn vera í ca. 10 km fjarlægð. Þá fór Grænlendingurinn svo gott sem að gráta og sleftaumurinn úr vinstra munnviki blakti í golunni. Ég benti honum til leigubíls og hóf aftur heimferð en hann greip í ermina mína og grátbað mig um að hjálpa sér að finna skipið sitt, sem að hét eitthvað eins og "Neddanna".

Ég leiddi svo að lokum veslings manninn upp að Gauk á Stöng þar sem laus leigubíll beið einmitt fyrir utan. Ég fullvissaði mig um að kallinn ætti fyrir bílnum (enda virtist bílstjórinn ekkert vera of hress með þennan farþega) og kvaddi svo Grænlendinginn nafnlausa.

Posted by Stebbi at 12:46 EH | Comments (8) | TrackBack

mars 24, 2004

Sagan af Joni & Jimmy

Ég hjólaði til vinnu í morgun í blíðskaparveðri með harmakvæði Brimklóar um Nínu og Geira í eyrunum. Eins og venjulega klökknaði ég undir lokin þegar Geiri snýr aftur heim í sveitina til að ganga að eiga Nínu en er of seinn því Nína hefur valið vin hans, Jón. Quelle Damage.

Þess má til gamans geta að í upphaflegri útgáfu lagsins eftir Conway Twitty hét Nína Joni, Geiri var Jimmy en vinurinn Jón hét bara John. Og hana nú.

Posted by Stebbi at 11:51 FH | Comments (5) | TrackBack

mars 22, 2004

Þegar slysin gera boð

Þegar slysin gera boð á undan sér

*edit*

Þetta var aulabrandari sem gerði út á frasann: "slysin gera ekki boð á undan sér."

Fyrir þá sem að föttuðu ekki djókinn ætla ég að vitna í Louis "Satchmo" Armstrong: "There are some folks that, if they don't know, you can't tell them."

Posted by Stebbi at 04:04 EH | Comments (3) | TrackBack

*roðn*

Hún Steinunn fékk innblástur frá kæliskápskvæðinu að hún samdi til mín ljóð á þýsku (reyndar er því að mestu beint að kælinum en ég fæ samt smá hluta)

Maður roðnar bara ofan í skó þegar maður les þetta yndislega kvæði :)

Posted by Stebbi at 11:49 FH | Comments (0) | TrackBack

mars 21, 2004

Afísing á sunnudagseftirmiðdegi

Ískápurinn minn

Þú varst mér gefinn í febrúar
Og guða kældir veigarnar
Ég unni þér svo ofurheitt
En samt ég gerði aldrei eitt

Þín frammistaða var furðugóð
En slugsinn ég var letiblóð
Að afísa ég ætíð gleymdi
Og klakafjöld ég í þér geymdi

Í frystinum er pláss ei neitt
Og rafmagnið þú sýgur feitt
Ég tek þig nú úr sambandi
Og plokka ísinn skjálfandi

Ég læri samt af reynslunni
Að hlífa klakageymslunni
Að afísa þig og að þér hlúa
Svo að klakinn þéttist ekki og breytist í svarthol sem mun tortíma íbúðinni og öllum þeim sem að í henni búa

En nú ég skal af hjarta heita
Að hegðun minni mun ég breyta
Við lifum saman sáttir og sælir
Ef þú bara bjórinn kælir


Enska útgáfan er hérna

Posted by Stebbi at 02:00 EH | Comments (4) | TrackBack

Be careful what you spit for...

Þessi mynd birtist á myndasafninu hans Hauks en hann hefur nýlega hafið nám við Shanghai University

Ég veit ekki alveg hvort hrákar í Shanghai eru svona skaðlegir en guð veit að ef ég hrækti svona retró-kjarnorkusprengjum þá myndi ég velja skotmörkin af meiri kostgæfni en þessi góði maður.

Life is convenient!!

Posted by Stebbi at 01:04 EH | Comments (3) | TrackBack

mars 20, 2004

Tilhlökkun x 1000000

Ó mig hlakkar svo til, Jónsi er að fara að frumflytja Júróvisjonlagið hjá Gísla Marteini!!

*edit 5 mínútum seinna*

Og það var bara allt í lagi, soldið líkt norska laginu í fyrra. Jónsi stendur sig bara ágætlega, lagið er powerballaða dauðans, soldið eins og Richard Marx og Peter Cetera hefðu samið lag saman og látið Enrique Iglesias syngja það á englaryki (Jónsi urrar dáldið á köflum).

Posted by Stebbi at 08:29 EH | Comments (5) | TrackBack

mars 19, 2004

Jænxúg! Helgin er að skella á!

Hraun! spiluðu í gær á Nellýs eftir töluvert langa fjarveru frá þeim eðla stað. Húsvíbranir voru ekki alveg að gera sig en strákarnir voru þéttir og spiluðu vel þrátt fyrir töluverð strengjaslit og dularfullt hátalaraóhapp (hátalari datt af borði og féll á mixerinn).

Það fríkaði mig reyndar dáldið út að sjá miðaldra par vanga rólega þegar Svavar og Jón Geir sungu ádeilulagið beitta, Jesú Elskar Ekki Minnihlutahópa. Kannski ekki beinlínis að þau voru að vanga við einmitt þetta lag, enda er melódían ansi falleg en frekar að þegar Svavar tók talaða millikaflann í ýktri pseudo-hitler röddu þá voru þau ennþá í rómantískri blíðu, rétt eins og Barry White væri að þylja upp eitthvert ástarlöðrið. Eins og ég sagði við drengina að loknu sjóvinu, það þarf bara að bæta saxófón við Jesú og þá er það orðin vanga-ballaða á við Careless Whisper. Guð hjálpi okkur öllum!

Hvort á maður að kíkja á Starsky & Hutch eða Píslarsögu Krists?

Kannski bara báðar?

*edit* Hér fyrir ofan stóð að drengirnir hafi spilað á Kaffi Reykjavík en það er bara helber vitleysa og aldrei hafa Hraun!arar stigið fæti þar inn. Þetta leiðréttist hér og nú.

Posted by Stebbi at 02:10 EH | Comments (2) | TrackBack

mars 15, 2004

Árshátíð og London

Fór á árshátíð Símans á laugardaginn, mikið fjör, góður matur, sæmilegt vín og Stuðmenn að spila.

Myndagallerí dagsins er skannað úr myndum sem voru teknar þegar Ég, Jósi, Helgi og Siggi Palli (hljómar kunnuglega, ekki satt?) kíktum í vikureisu til Lundúna í ágúst árið 1996. Back in the day, back in the day.

Posted by Stebbi at 12:06 EH | Comments (8) | TrackBack

mars 11, 2004

Kominn heim, kominn heim

Kom aftur frá Frakklandi í gær eftir 5 daga túrhestun, afslöppun og ólifnað. Skrifa meira um það á eftir en hér má finna myndir.

Posted by Stebbi at 04:57 EH | Comments (4) | TrackBack

mars 04, 2004

Jeff er í fríi (Frakklandsfríi)

Í dag sit ég heima og elda kjúkling, þvæ þvott og chilla, í fyrramálið flýg svo til Frakklands þar sem ég verð gestur hinnar yndislegu Erin og fjölskyldu til miðvikudags. Ég ætla að vera túristi dauðans og fá guided tour um alla króka og kima Parísarborgar, kannski jafnvel að kíkja á þennan turn þeirra. Það er eins gott að leiðsögukonan sé í göngustuði :)

Jeff er í fríi, Jeff er í fríi, Jeff eeeeeer í fríi

Það minnir mig á það, ég þarf að fá myndavél föður míns lánaða fyrir ferðina(mig langar í nýja myndavéééééél)

Posted by Stebbi at 12:15 EH | Comments (6) | TrackBack

mars 02, 2004

Allt er þá þrennt er

Ég fór til tannlæknis áðan til að láta kíkja á framtönnina sem hafði verið að angra mig um helgina. Þar fékk ég þær gleðifréttir að framtönnin væri dauð, hefði líklega verið steindauð lengi (it's been dead for ten years!) og að það væri trúlega komið drep í hana. Það þarf semsagt að rótarfylla tanndrusluna. Jibbíkóla.

Er ég lagðist í stólinn hjá Geir tannlækni fékk ég svo annan glaðning, sinadrátt í kálfann. Reyndar kom hann aldrei alveg en það munaði oft litlu og svei mér þá ef að spennan í kálfanum dreifði ekki athyglinni frá manninum sem að var að sarga innan úr framtönninni. Svona geta hjólreiðar og skortur á teygjuæfingum haft óvænta kosti.

En hremmingum mínum var ekki alveg lokið. Sem að ég ligg í stólnum, kálfinn að læsast saman í leiðinlegum sinadrætti og herra tannsi að bora til Kína í gegnum kjaftinn (smá grín Geir minn, þú ert hinn ljúfasti) þá byrjar útvarpið að æla út úr sér útgáfu Scissor Sisters af Pink Floyd snilldarverkinu Comfortably Numb. Einstaklega skemmtilegur klukkutími.

Posted by Stebbi at 11:08 FH | Comments (0) | TrackBack

mars 01, 2004

Ég er með tannpínu.... Annars

Ég er með tannpínu....


Annars var horft á óskarinn í gærkvöld (nótt) á Tryggvagötunni og úrslitin komu svo sem ekkert á óvart. The Return Of The King var vel komin að öllum styttunum komin nema fyrir besta lag, Into The West var bara ekki mjög spennandi melódía, fremur hefði ég valið A Kiss At The End Of The Rainbow úr A Mighty Wind.

Það var ekki laust við að athöfnin tæki á sig dálítinn endurtekningablæ þegar hver hópurinn á fætur öðrum af Nýsjálendingum rölti upp á sviðið til að þakka Peter Jackson, J.R.R. Tolkien og guði almáttugum.

Ég er enn með tannpínu......!%#"$!

Posted by Stebbi at 04:28 EH | Comments (0) | TrackBack