« maí 2004 | Main | júlí 2004 »

júní 26, 2004

Things to do

Vakna. Dröslast á fætur og fæ mér tjéríós. Dreg frá rimlagardínurnar í stofunni.

Hmmm...hvað var það sem ég ætlaði að gera?

Skelli úldnum fötum í þvottavélina.

Vaska aðeins upp.

Hmmm, eitthvað sem ég að gleyma. Get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað það er.

Skelli Kenny Rogers á grammafóninn, kannski rifjast þetta upp fyrir mér.

Kenny syngur um vúdú-prinsessuna Fannie Denberry.

Asskotinn var það sem ég ætlaði að gera??

Klukkan tifar, ég klóra mér í hausnum.

Átti ég að hringja í einhvern? Skila spólu/DVD mynd? Hitta einhvern einhvers staðar?

Nú man ég!

Hleyp út í Ráðhúsið og kýs forseta Lýðveldisins.

Fæ mér grænt karrý.

Posted by Stebbi at 02:23 EH | Comments (4) | TrackBack

júní 24, 2004

Jolly bornday!

Hann Helgi hann á afmæli í dag,
ég sagði Helgi hann á afmæli í dag
hann er tveggja tuga og níu ára
og leitar ákaft grárra hára
því syng ég þetta ofurlitla lag

Hann lengi lifi, hipp hipp húrraaaaaaa!!!

Posted by Stebbi at 10:05 FH | Comments (6) | TrackBack

júní 21, 2004

Eldrauður himinn

Ég var á heimleið í gærkvöldi (í morgun) og varð orðlaus yfir litadýrðinni sem blasti við mér. Þetta getur bara boðað gott, eða eins og stuðboltinn Tori Amos söng:

"The sky is turning red
Return to power draws near
Fall into me, the sky's crimson tears....."

"....from a lacerated sky
Bleeding its horror
Creating my structure
Now I shall reign in blood"

Posted by Stebbi at 10:15 FH | Comments (0) | TrackBack

júní 18, 2004

Til hamingju, Jósi og Ísland

Lýðveldið átti 60 ára afmæli í gær og í dag er hann Jósi 28 ára gamall.

Til hamingju með afmælið Jósi!

Annars tók ég smá bæjarrölt á 17. júní og myndirnar eru hér.

Posted by Stebbi at 03:31 EH | Comments (5) | TrackBack

júní 15, 2004

KK í Laugardalshöllinni.

Ég kíkti ásamt Svabba, Pálínu, Dreng og Möddu á tónleika Kris Kristofferson í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Upphitunarbandið Ríó lagðist vel í mannskapinn en mér fannst þeir einhvern veginn vera dáldið út úr kú á sviði Hallarinnar. KK var aftur á móti vel að sínu klappi kominn (Vegbúinn er náttúrulega eitt flottasta lag íslenskrar tónlistarsögu).

En eitthvað hafði farið úrskeiðis í vali á kynni kvöldsins því það var enginn annar en Magnús Ólafsson. Jebb, Maggi Óla. WTF?? Hann var svosem ekkert að skandalísera, var bara ofboðslega ófyndinn á sinn einlæga hátt og reytti af sér einhverjar leifar úr brandarakistu Flosa Ólafssonar. Við Svabbi vorum farnir að örvænta all svakalega þegar Maggi kynnti loks manninn sjálfan, Kris Kristofferson.

Kappinn steig á svið með gítar og munnhörpu festa um hálsinn í sértilbúnu riggi og bauð gott kvöld. Það er dáldið skrítið að spá í því, en Kris virtist dulítið feiminn framan af kvöldi en hann átti svosem ágæta útskýringu á því: Það er víst erfiðara að slaka á þegar maður drekkur ekki flösku af Jack Daniels fyrir hvert gigg eins og hann gerði hér forðum. En batnandi manni er best að lifa og við tóku tæplega 2 tímar af alveg æðislegu prógrammi.

Kris spilaði og söng beint frá sálinni og þó að gítarinn væri stundum við það að vera vanstilltur þá var boðskapurinn hreinn og lög eins og Darby's Castle, Here Comes That Rainbow Again (uppáhalds lag Johnny Cash), Help Me Make It Through The Night, Me And Bobby McGee (sem Janis Joplin gerði frægt) og síðast en ekki síst, Sunday Morning Comin' Down hljómuðu skýr og tær í Höllinni.

Það er ekkert flóknara en það, Kris er MAÐURINN!

PS: sjáiði bara vonda, vonda Stebba, smyglandi myndavél inn á tónleikana :)
muhahahahahahaha

Posted by Stebbi at 06:35 EH | Comments (3) | TrackBack

júní 06, 2004

Gleðilega Hátíð Hafsins! (previously known as: Sjómannadagurinn)

Ágætis fjör í gærkveldi á Kaffi Vín þar sem Hraun! spilaði fyrir gesti og gangandi. Allir venjulegu sökudólgarnir voru á staðnum og einnig létu slatti af túristum sjá sig. Drengirnir náðu nýjum hæðum, bæði á sviði frumsamdra laga og tökulaga; frumflutningur á lagi Svavars, Kysstu Tímaglasið heppnaðist ágætlega sem og ofurfönkuð útgáfa drengjanna af Toxic með Britney Spears. Að venju var Rebellinn tekinn en ég held að það þurfi ögn meira gólfpláss fyrir þann eðla dans en Kaffi Vín getur boðið upp á.

Eftir giggið var skrafað og skeggrætt þar til starfsfólk Kaffi Vínar var farið að verða langeygt eftir nætur(morgun)svefni. Þá var gripinn bjór og haldið niður í bæ með dágóðum stoppum inn á milli þegar rekist var á gamla kunningja á Laugaveginum. Þegar komið var niður á Lækjargötu fékk Loftur bassaleikari þá snjöllu hugmynd að pósa fyrir framan Stjórnarráðið og ekki leið á löngu þar til öll hljómsveitin var komin í stellingar. Afraksturinn má sjá fyrir neðan.

Jæja, farinn að hjálpa Svabba að róta í góða veðrinu.

Posted by Stebbi at 02:59 EH | Comments (1) | TrackBack

júní 02, 2004

Sko kallinn!

Ólafur Ragnar Grímsson varð í dag fyrsti forseti lýðveldisins til að neita því að samþykkja lög sem Alþingi hafði áður samþykkt.

Að hans sögn var gjá milli þings og þjóðar......vægast sagt!

Ég hlakka til þjóðaratkvæðagreiðslunnar, vonandi verður hörð auglýsingabarátta og mikið um flugelda.

Posted by Stebbi at 04:27 EH | Comments (0) | TrackBack