« júní 2004 | Main | ágúst 2004 »

júlí 26, 2004

Saga Stútunga

Um helgina (á laugardaginn, nánar til tekið) hjólaði ég upp í Heiðmörk, með dágóðri aðstoð Strætó.is aðra leiðina og kíkti á uppfærslu Leikfélagsins Sýna (arrrrghhh, hvernig vilja þau að maður fallbeygi Leikfélagið Sýnir) á stuðverkinu Stútungasögu.

Stútungasaga er nokkurs konar samankrull og meinfyndið yfirlitsverk um Íslendingasögurnar sem varpar einnig nokkru ljósi á hinn sanna höfund Njálu og sýnir okkur smjaðurferðir íslenskra höfðingja til Noregshirðar, stóðlífi Skálholtsbiskups og svo er meira að segja tveimur pörum af elskendum sturtað í blönduna að sið Skakspírs.

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið (hahaha - skýrist í sýningunni) til að kíkja á stykkið.

Sýningar eru eftirfarandi:

3. sýning fimmtudaginn 5. ágúst kl. 20:00 í Furulundi í Heiðmörk
4. sýning laugardaginn 7. ágúst - liður í dagskrá Fiskidagsins mikla á Dalvík
Lokasýning laugardaginn 14. ágúst kl. 16 í Furulundi í Heiðmörk

Posted by Stebbi at 03:02 EH | Comments (6) | TrackBack

júlí 20, 2004

Dántán 101

Gatnamót Tryggvagötu (Mýrargötu) og Ægisgötu eru snarhættulegur staður. Það er ekki óalgengt að heyra í Fast & The Furious hnökkum þenja vélarnar, komandi úr austri og ekki hafandi fyrir því að hægja á sér á þessum þrönga kafla hjá Slippnum. Þessi grey eru svo spennt eftir að hafa komið Civicunum sínum upp í 140 á Sæbrautinni.

Nú rétt áðan heyrði ég góðan dynk og skaust út á svalir. Þá hafði Benz nokkur lent í árekstri á ljósunumi (meiðslalust þó, Guði sé lof) og stuttu seinna dreif að lögreglubíl sem hlammaði sér á vestur-akreinina og ældi út þremur lagana vörðum sem hófu skýrsluvinnu og atugun á slysstað. Ég taldi alla spennu vera liðna hjá og þar sem enginn var blóðugur eða á brjóstunum lagði ég myndavélina frá mér og hélt aftur inn í stofu. En áður en ég náði að setjast niður heyrði ég þrumur í bíl sem nálgaðist og hoppaði því út á svalir, handviss um að nú myndi nýr árekstur eiga sér stað. Svo fór nú ekki en vissulega hafði hurð skollið hælum nærri. Einhver Sæbrautarhnakkinn hafði ekki fyrir því að hægja á sér og tók gatnamótin á ca. 110-120 km/klst og það fram hjá kyrrstæðum lögreglubíl með blikkljósin í gangi.

Slíkar mannvitsbrekkur eiga allt skilið sem hendir þær í gæsluvarðhaldi (símaskrár og hras niður stiga innifalið). Það er engum blöðum um það að fletta að lagana verðir stukku upp í minivaninn sinn og héldu á eftir dólgunum og kölluðu til liðsauka sem birtist í formi tveggja annara lögreglubíla sem báðir krúsuðu yfir gatnamótinn á að giska 140 km hraða.

Ég þarf ekki lengur að fara í bíó, fer bara út á svalir með Popp og Pepsí og tel niður.

Þar til byggingu nýja fjölbýlishússins við hliðina á Tryggvagötu 4 er lokið þ.e.a.s. Þá missir Stebbi góðan hluta útsýnisins :(

Posted by Stebbi at 12:39 FH | Comments (0) | TrackBack

júlí 17, 2004

Svo mörg yfirskegg, svo lítið af leðri...

Hin árlega Tom Selleck keppni var haldin á Sirkus á fimmtudaginn var og mættu þar tuttugu galvaskir keppendur til að fá úr því skorið hver væri með veglegustu mottuna (yfirskeggið). Okkar maður Jósi tók þátt og uppskar þriðja sætið þetta kvöld og var ánægður með sinn hlut. Fyrsta sætið féll hins vegar í skaut Magga Lego aka Buckmaster sem skartaði bleiku yfirskeggi sem féll greinilega vel í kramið hjá dómnefnd. Við óskum þeim Magga og Jósa (ásamt öðru sætinu sem ég man ekki hver var) hjartanlega til hamingju með árangurinn, lifi mottan!

Posted by Stebbi at 02:31 EH | Comments (0) | TrackBack

júlí 13, 2004

By the pricking of my thumbs....

muhahahahahaha

Posted by Stebbi at 11:43 EH | Comments (2) | TrackBack

júlí 08, 2004

When I was a young man in my youth.

Þarna stóð ég á klettabrún í Öskjuhlíðinni með hjólhestinn mér við hlið, hjólatöskuna á öxl, vindurinn feykti liðuðu hárinu til og frá og ég var konungur heimsins. Þá gengur fjölskyldufaðir með tvö börn, ca. 3-5 ára, framhjá.
Ég vinka manninum og býð góðan dag eins og sjálfsagðir mannasiðir gera ráð fyrir. Maðurinn horfir á mig í stutta stund og býður svo hálfskelkaður góðan dag til baka.

Sem hann röltir í burtu heyri ég annað barnið spyrja: "Hver var þetta pabbi?"
Pápi svarar að bragði: "Þetta var bara einhver maður."

Ég horfi forviða á eftir vísitölupakkinu og hugsa: "Maður? Maður?? En ég er strákur! Sjáiði ekki hvað ég er strákslegur með hjólið mitt og geislaspilarann og alskeggið mitt?"

eh

*andvarp*

raka það af fyrir helgina.

Posted by Stebbi at 01:06 EH | Comments (17) | TrackBack

júlí 02, 2004

Ze morning vill komm

Ze morning vill komm venn ze vorld is mine
tomorrow belongs to me

Posted by Stebbi at 11:41 FH | Comments (3) | TrackBack

júlí 01, 2004

Ég þoli ekki:

Fólk sem kallar mig meistara. "Komdu sæll meistari!". Ég kann ekki kung fu og ég er ömurlegur í skák.

Að standa í röð sem er grunsamlega stutt og svo þegar kemur að mér, þá hverfur afgreiðslumanneskjan skyndilega.

Helvítis skjávarpauglýsingarnar í bíó. Ég borga rúmlega 40000 kr. í bíó á ári og vil fá mínar auglýsingar á filmu takk fyrir!

Trukkarahúfur. Kommon strákar (og stelpur) reynið að fatta að hillbilly-chic er ekki að gera sig á Fróni.

Sjálfstæðismenn (og aðra vitleysinga) sem halda því fram að frambjóðandi sem fær rúm 60% atkvæða í forsetakosningum hljóti að hafa orðið fyrir miklu "áfalli".

Asskotans framkvæmdirnar fyrir utan húsið mitt. Mér líður eins og ég búi í miðborg Beirút á miðjum níunda áratugnum.

Íslenska (hardcore) U2-aðdáendur.

Trukkarahúfur (aftur).

Posted by Stebbi at 01:10 EH | Comments (11) | TrackBack