« september 2004 | Main | nóvember 2004 »

október 20, 2004

Ísland í bite me

Mikið er Ísland í bítið upplýsandi þáttur: Myndarlegt par situr afslappað í settinu og les blöðin, nokkurn veginn það sama og morgunþættir útvarpsstöðva bjóða upp á nema nú heyrir maður ekki bara brakið í blaðsíðunum, maður sér glitta í sjálft blaðið. Svo er myndavélinni af og til beint að snyrtilegum manni sem segir okkur heillandi fréttir utan úr heimi (lappari og aðgangur að visi.is gera kraftaverk), t.d. um norskan bónda sem ákvað að breyta nafninu sínu úr Espen í Keikoburger.

Svo mæta dísirnar í Nælon og frumsýna nýja myndbandið sitt. Viðlagið í þeirri ágætu tónsmíð er eitthvað á þessa leið: "Bara Í nótt..."

Mér verður hugsað til Mike Myers í hlutverki flugþjónaþjálfarans John Whitney í myndinni A View From The Top: "You put the wrong em-PHA-sis on the wrong syl-LA-ble."

Nú eru þessar gufur að furða sig á kúlupenna sem blikkar. Guð hjálpi mér.

Posted by Stebbi at 08:07 FH | Comments (3) | TrackBack

október 19, 2004

Brrr + sérsveitin

Í gær var kalt. Í morgun var kalt. Vildi bara koma því á framfæri. Hérna eru svo nokkrar myndir sem ég tók í hinum masókistíska hjólatúr um hafnarsvæðið, Granda og Seltjarnarnes.

Og eitt annað: Sláturfélag Suðurlands, hvað í guðslifandiandskotanshoppandirauðsvörtumdrulluhalaósköpum voruð þið að hugsa?

SS-Sérsveitin???

Posted by Stebbi at 11:38 EH | Comments (0) | TrackBack