nóvember 16, 2004

Jæja, ekkert nýtt í fréttum

Jæja, ekkert nýtt í fréttum nema að utanríkissstefna Bandaríkjanna gæti breyst til hins verra (!) nú þegar eini maðurinn í núverandi ríkisstjórn BNA með snefil af samvisku og heila hefur ákveðið að segja skilið við Búskmanninn. Adios herra Powell, sjáumst eftir 4 ár.

Hérna heima eru kennarar í sálarkreppu og skólaárið 2004-05 hefur að mestu farið í Yu-gi-oh! spil og annað hangs. Bum clouds :(

Á föstudagskvöldið heimsótti ég fangor og horfði með henni og fríðum hópi á Ædol, voða gaman allt saman fyrir utan þá staðreynd að Get The Party Started með Pink er leiðinlegt lag og sumar stúlkurnar virtust vera að syngja um ost í lagi Brunaliðsins, Ástarsorg.

"Ost, alla mína daga / þessi er mín saga..."

Eftir Ædol var spjallað og skrafað og á Bíórásinni grófum við upp Revenge Of The Nerds, þá eðla grínmynd frá ári Orwells, 1984. Vissulega er þessi kvikmynd tímalaust meistarastykki......alveg þangað til þeir fara að breika.

Á laugardagskvöldið kíkti ég með Svavari á tónleika með hljómsveitinni Byltunni á Stúdentakjallaranum. Piltarnir voru fantagóðir en upphitunarhljomsveitin Saab á langa leið fyrir höndum.

Í gær ákvað ég að spretta úr spori á hjólhestinum og myndaði frosnu Reykjavík. Njótið vel.

Posted by Stebbi at 16.11.04 15:11
Comments

Þokkalegar myndir, Stefán. Takk.

Vala skrifaði 16 nóvember 2004, kl. 16:28

Ehh Stebbi, edit CSS and put Comment font to #FFFFFF eða einhvern annann en gráann marr þarfað hælæta til að lesa. Best væri að setja síðuna aftur "Back in Black"

Maggi G skrifaði 17 nóvember 2004, kl. 01:57

i'm not totally sure what the last person wrote here but i think i agree with her. this journal is hard enough for me to read without the comments being invisible. and black was prettier. :-)

kejn skrifaði 17 nóvember 2004, kl. 15:16

Ditto

SlimJimy skrifaði 21 nóvember 2004, kl. 21:16

Post a comment

Remember personal info?