nóvember 11, 2004

Nokkrar tillögur fyrir nýjan þjóðsöng

Ó guðs vors lands, ó lands vors eitthvað,
við lofum þitt einasta eina
eitthvað, lalalala...við viljum þér gott
Íslands álar, skornir og djúpir
ossoframvegis

Enn og aftur eru uppi raddir sem vilja skipta út þjóðsöngnum okkar, hann þykir of hátíðlegur (!), tyrfinn og illsyngjanlegur á íþróttasamkomum. Bú-hú segir Stebbi, lærið andskotans lagið fávitarnir ykkar!

En, ef Ísland Ögrum skorið þykir ekki henta og Ísland Er Land Þitt þykir vera í væmnari kantinum þá tók ég hér saman lista af möguleikum:

Ísland eftir Gunnar Jökul heitinn af plötunni Hamfarir

Eitilhart en þó blíðlegt og þjóðlegt lag, hentar vel til söngs á kojufylleríum.

Horfðu á Björtu Hliðarnar eftir Sverri Stormsker

Grand lag með mjög svo jákvæðum boðskap "...hungursneyð er fjarri Íslands ströndum.." Hentar einkar vel öllu bjartsýnisfólki.

Stolt Siglir Fleyið Mitt eftir Gylfa Ægisson.

Rúllandi skemmtilegt lag sem jafnvel tregustu boltabullur ættu að muna. Ekki spillir þjóðernislegur textinn: "...Ísland, gamla Ísland, ástkær fósturjörð".

Slá Í Gegn eftir Valgeir Guðjónsson

Að vísu er ekki minnst á Ísland í þessari ljúfu ballöðu en samt, annað eins sameiningartákn fyrirfinnst varla í tónlistarformi þegar saman koma nokkrir Íslendingar og fáeinir lítrar af sterku áfengi.

One eftir U2

Hey, það kunna allir One. Svo er Bono svo mikill mannavinur að við getum ekki klikkað á að nota þennan U2-smell sem þjóðsönginn okkar.

Posted by Stebbi at 11.11.04 18:50
Comments

Ég styð One, það er satt, það kunna það allir... Og svo finnst mér Horfðu á björtu hliðarnar með Monsterinu alveg óheyrilega smart og huggulegt lag:)

Krummi litli skrifaði 11 nóvember 2004, kl. 18:56

Sverrir Stormsker átti á einni plötunni sinni lag sem nefnist "Hinn nýi íslenski þjóðsöngur" ef mig misminnir ekki. Spurning um að nota það?

Gunnar Freyr skrifaði 11 nóvember 2004, kl. 22:03

Stolt siglir fleyið mitt! Ég styð tillögu að þjóðsöng sem krefst harmonikku sem undirspil!

Ásta skrifaði 12 nóvember 2004, kl. 09:09

Ég vil fá Ísland er land þitt

Kristjana skrifaði 14 nóvember 2004, kl. 19:42

Good Point. Anyways, this was where i met her. You can join for free as well www.redtricircle.com

click here skrifaði 14 mars 2005, kl. 14:59

Omg thats right! Please come see me and my friends! ;)

watch moi skrifaði 19 mars 2005, kl. 11:09

Vá, ég var að leita að "stolt siglir fleyið mitt" á google og fékk síðuna þína upp á fyrstu síðu. Annars er þetta góð hugmynd með að breyta um þjóðsöng. En af því að mér finnst svo gaman að vera pirrandi, þá ætla ég samt að skrifa upp réttan texta að þjóðsöngnum: Ó, guð vors lands, ó, lands vors guð/ vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn/ úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans/ þínir herskarar tímanna safn/ fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár/ og þúsund ár dagur ei meir/ eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár / sem tilbiður guð sinn og deyr (og svo endurteknar síðustu línurnar)

Stína skrifaði 20 júní 2006, kl. 20:53

Post a comment

Remember personal info?