nóvember 04, 2004

%&$#!

Jæja, Búskmaðurinn hefur reddað sér 4 árum í viðbót í Hvíta Húsinu eftir að hafa í fyrsta skipti unnið forsetakosningarnar í BNA. Á fyrsta kjörtímabili réðst hann inn í Afganistan, Írak og kafnaði nærri því á snakkbita meðan hann horfði á amerískan ruðning í sjónvarpinu. Mig hryllir við því að spá hvert stefnt sé á þessu kjörtímabili.

Önnur "gleðitíðindi" voru þau að í kosningunum á þriðjudaginn staðfestu 11 ríki Bandaríkjanna að skilgreina hjónaband sem sameiningu karls og konu. Þeim finnst víst bara eitthvað svo subbulega rangt við að sjá tvo karla í smóking heita hvorum öðrum eilífri ást og mata hvorn annan á brúðartertu. Að maður tali ekki um þessar hættulegu lesbíur sem vilja kannski gera slíkt hið sama!

Hættulegir tímar framundan kæru vinir. Haldið ykkur fast.

Posted by Stebbi at 04.11.04 13:16
Comments

Kosningar í BNA minna dálítið á tagline kvikmyndarinnar Alien vs. Predator: "No matter who wins, you lose!"

Helgi skrifaði 4 nóvember 2004, kl. 18:21

Hehe snilldar comment Helgi :D

Geiri3D skrifaði 8 nóvember 2004, kl. 20:18

Kannski nær hann að ganga alla leið og kafna við neyslu einhverra matvæla á þessu kjörtímabili. Vonum bara að það verði áður en hann fer í fleiri stríð.

Þóra skrifaði 10 nóvember 2004, kl. 19:19

Sæti....ekki nennirdu ad vera bestur og kíka yfir textann sem ég sendi thér? Er ad fara ad æfa med ,,bandinu" mínu í vikunni og langar svo ad syngja á adeins betri ensku en minni eigin....

Thóra Marteins skrifaði 11 nóvember 2004, kl. 10:48

Post a comment

Remember personal info?