« desember 2004 | Main | febrúar 2005 »

janúar 26, 2005

Nýr kafli

Efnis- og pappírsfræði
Inngangur að fjölmiðlun
Hljóðtækni
Myndbygging og formfræði
Rekstrartækni og gæðastjórnun


Þetta eru áfangarnir sem ég tek í fjarnámi í ljósmyndun í Iðnskólanum á vorönn 2005 (sem sagt núna). Dyrum framtíðarinnar hefur verið sparkað upp.

Posted by Stebbi at 04:14 EH | Comments (5) | TrackBack

janúar 24, 2005

Úthlutunarrelur

Gaudeamus igitur
Juvenes dum sumus
Post jucundum juventutem
Post molestam senectutem
Nos habebit humus

relur.jpg

Til moldar munum við öll aftur snúa, en sum okkar þurfa að athuga stafsetninguna sína.

Posted by Stebbi at 04:34 EH | Comments (3) | TrackBack

janúar 23, 2005

Ammli, Amelie redux & Matrix 101

Svavar hélt upp á 29 ára afmælið sitt á Rósenberg á föstudaginn þar sem Hraun! og góðir gestir spiluðu fyrir fullu (í tvennum skilningi þess orðs) húsi, langt fram á nótt. Þegar hæst stóð var Hraun! orðin sjö manna stórsveit með fiðluleikara og þverflautuleikara ásamt Óla á Rhodesinum.

Á laugardagsmorguninn drattaðist ég í vinnu rétt fyrir níu og hékk þar í fjóra tíma þar til ég drattaðist heim og maulaði grænt karrý með Sigga Palla ásamt því að horfa á síðasta þáttinn af Angel. Eftir að hafa glatað meðvitund af fúsum og frjálsum vilja í nokkra klukkutíma vaknaði ég ferskur og endurnærður og kíkti með Elínu Soffíu á Un long dimanche de fiançailles eða A Very Long Engagement, yndislega krúttlega en jafnframt subbulega blóðuga kvikmynd eftir leikstjóra Amelie, með Amelie sjálfri, Audrey Tautou í aðalhlutverki.

Eftir bíó kíkti ég á lokalagið hjá Hraun! á Rósenberg, Purple Rain spilað af innlifun fyrir fullu húsi (aftur) en áður en ég endaði á Rósenberg varð ég vitni af stelpnaslag fyrir framan Kaffi Viktor. Þar tókust á tvær stúlkur, önnur lítil og nett, hin örlítð þybbnari. Sú litla réðst á þá stærri og sú svaraði fyrir sig með því að henda stubbnum frá sér og svona líka kast! Sú smáa snerist lárétt í loftinu og lenti svo á steyptum götupolla, stóð svo upp, lagfærði G-strenginn og hugðist hefna sín. Þegar svo var komið skökkuðu dyraverðir Viktor leikinn og báðu stúlkurnar vinsamlegast að færa átökin fjær staðnum.

Eitt að lokum: Handbolti er leiðinlegur en strákarnir okkar stóðu sig vel í dag. Áfram Ísland!!

Posted by Stebbi at 05:04 EH | Comments (0) | TrackBack

janúar 21, 2005

Happy Farmer's Day!

Bílstjórar Strætó.is verða brjálaðari með degi hverjum. Klikkusinn sem ók tvistinum í dag ók eins fjölfatlaður geirfugl með slæma samvisku og á lá á flautunni líkt og hann fengi kaupauka fyrir vikið.

En fátt er svo með öllu illt að ekki sé silfrað ský handan næstu beygju: Í bóndadagsgjöf fékk ég þennan forláta undirstrikunarpenna af Stabilo-gerð frá kynbombunni henni Hrafnhildi.

stabilo.jpg

Posted by Stebbi at 01:01 EH | Comments (1) | TrackBack

janúar 10, 2005

Loksins almennilegir vettlingar!

Þar sem ég á það til að týna flestum vettlingum, hönskum og lúffum sem mér áskotnast, fannst mér réttast að skrásetja hina frábæru vettlinga sem hin jafn frábæra Ásta hefur prjónað handa mér.

vettlingar01.jpg

Hún lengi lifi: Húrra, húrra, húrra!!

Posted by Stebbi at 01:56 FH | Comments (6) | TrackBack

janúar 05, 2005

Sikk

Margt má finna nytsamlegt í verslunum Europris en þetta er bara skrítið.

Posted by Stebbi at 02:50 FH | Comments (2) | TrackBack

janúar 04, 2005

Nýtt ár og óskilamunir

aramot2004.jpg

Eftir hið árlega áramótapartý á Tryggvagötu 4, fimmtu hæð, íbúð 510 liggja eftirfarandi hlutir hjá mér í óskilum: Vodkaflaska, Smirnoff, 2/3 full; Ginflaska, Tanqueray, 1/4 full; tvær hálfs lítra flöskur af Schweppes Tonic Water og vasahnífur með alls konar aukahlutum, líklega ættaður frá Sviss.

Já, einnig er hér að finna svarta hárkollu. Minnir þó að mér hafi verið gefin hún....

Þúsund þakkir til allra sem mættu og þið hin mætið bara tvíefld á næsta ári. Hafið það sem best í ár og munið bara að þið eigið alltaf víst húsaskjól á fimmtu hæðinni.

PS: Gríma, held að þú eigir ginið ;)

Posted by Stebbi at 03:25 FH | Comments (8) | TrackBack