« mars 2005 | Main | maí 2005 »

apríl 29, 2005

Sól og Ninjur

Sólin skín og helgin framundan. Í kvöld skal drukkið á kostnað Sony Ericsson en það eðla fyrirtæki mun halda sinn árlega fögnuð á Laugarvegi 176 og ef eitthvað mark er takandi á síðasta gilli þá mun varla skorta áfengi. Annað mál með grillmatinn. Annað kvöld á svo Bjarni pönkari svo afmæli og því skal skundað upp á Þingholt (og örlítið niður) til að taka þátt í ammlinu.

Fróðleikur dagsins:

Á öndverðri fjórtándu öld fór að bera á flokki vel þjálfaðra málaliða sem voru vel þjálfaðir í drápslistum og seldu þjónustu sína hæstbjóðanda. Þessir kappar gengu undir nafninu Ninjur og eins og allir sem sáu gömlu Ninja þættina vita, er ekkert grín að lenda í klónum á slíkum stríðsmanni.

Í dag eru 9 konur skráðar í þjóðskrá með skírnarnafnið Ninja.

Who you gonna call?

Posted by Stebbi at 11:14 FH | Comments (15) | TrackBack

apríl 05, 2005

Í fléttum er þetta herst:

Það er fimmti apríl og ég er stíflaður og hóstandi eins og Doc Holiday í kolanámu. Páfinn og Johnnie Cochran eru farnir yfir móðuna miklu. Vestfirðir eru ansi næs og þar kunna þeir sko að byggja snjókarla. Það er minna en ár í að ég verði þrítugur, kristallinn blikkar örar og örar þessa dagana.

Hérna eru nokkrar myndir frá páskaferðinni vestur.

isafjordur0305359.jpg

Posted by Stebbi at 12:42 EH | Comments (36) | TrackBack