« október 2005 | Main | febrúar 2006 »

janúar 20, 2006

Sæl og bless

Jibbíkóla! Nýtt ár og allt (og ekkert) að gerast. Áramótapartý var fjölmennt að venju eins og sjá má og þökk sé Heiðu og Elínu Soffíu var tiltektin lítið mál. Janúar hefur liðið eins elding og með hækkandi sól gleðst Stebbi og hlakkar til vorsins eins og á hverju ári.

Ég held áfram í ljósmyndanáminu í IR en tek samt bara tvo áfanga í vor, vill hafa smá tima fyrir mig og Heiðu. Í maí skal stefnan tekin á New York þar sem við munum sóla okkur og spássera upp og niður Manhattan í að minnsta kosti viku. Been a long time, NY!

Annað kvöld mun Svavar hinn frábæri halda upp á þrítugsafmælið sitt á Rósenberg með hálfgerðum Singstar-Hraun tónleikum, Guð sé oss næstur! Sem sagt: Eintóm gleði og gaman annað kvöld á Rósenberg upp úr átta.

By the way: hér er þyngdartap mitt síðan um áramót mælt í smjörstykkjum. Jibbí!!!

smjor.jpg

Posted by Stebbi at 12:34 EH | Comments (4) | TrackBack